Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 23

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 23
f SUÐURRÍKJUNUM ur (á móti þrjátíu og tveimur nú). Þá verði þeir töluvert höfuðstærri en nú, þar eð heilinn hafi þá stækkað veru- lega og þurfi því aukið pláss fyrir hann. Þá verður líka allt mannkyn sköllótt. Þessar fullyrðingar hafa vakið töluverðar deilur með- al vísindamanna. Franski læknirinn Paul Ransard hefur til dæmis dregið í efa, að höf- uð og heili mannsins muni taka nokkrum framförum héðan af. „Eða“, segir hann, „eru vísindamenn okkar tíma gáfaðri en Platón, og nútíma- skáldin greindari en Sófó- kles?“ Það dregur læknirinn mjög í efa, og lá honum sjálf- sagt ekki allir. Valdsmaðurinn Móbútú brosir framan í ljósmyndarann. ALLIR MEÐ SKALLA EFTIR HÁLFA MILLJON ÁRA Hollenskur prófessor, Jan Jongbloed, hefur látið hafa eftir sér, að eftir hálfa milljón ára verði menn almennt tölu- vert hærri vexti en nú er, með aðeins fjórar tær á hvorum fæti og tuttugu og fjórar tenn- HANN HLÆR BARA Á MYNDUM í nítján af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna eru hjónabönd milli hvítra og svartra bönn- uð með lögum. Það eru auð- vitað fyrst og fremst Suður- ríkin, sem standa fast á því að hindra alla blóðblöndun kynþáttanna, og gerist negri ;í þeim slóðiim svo djarfur að leita á hvíta konu, týnir hann oft engu fyrir nema lífinu, án þess að fyrir komi hefndir eða mannbætur. Víða í Norður- ríkjunum líta menn líka „blönduð“ hjónabönd vægast sagt óhýru auga, þótt þau séu þar ekki beinlínis lög- bönnuð. Þetta mjög svo viðkvæma mál kemst sennilega mjög á dagskrá á næstunni, og á mikinn þátt í því hvítur Vir- giníumaður að nafni Rich- ard I.oving, sem 1058 geklc að eiga negrastúlku. Þau voru bæði dæmd til fangelsisvistar, en náðuð með því skilyrði að þau kæmu ekki til Virginíu í tuttugu og fimm ár. Nokkrum árum síðar áfrýjaði Loving dómnum, en hann var stað- festur af hæstarétti Virginíu. Loving ætlar þó ekki að láta við svo búið standa og hefur nú áfrýjað til hæstaréttar Bandaríkjanna allra. ICenist þá æðsti dómstóll ríkjanna væntanlega ekki undan því að skera úr um það í eitt skipti fyrir öll, hvort hvítir og svart- ir fái að tengjast hjónabönd- um eður ei. Þegar óöldin var sem verst í Kongó eftir að það land varð „frjálst“, fóru þeir Kasavúbú forseti og Lúmúmba forsætisráð- herra í hár saman út af einhverj- um smámunum og settu hvor annan af. Tilkynningarnar um þetta sendu þeir báðir strax til aðalstöðva Sameinuðu þjóðanna í New York, og bárust þær þang- að samtímis. Forseti allsherjar- þingsins las þær upp á fundi, en í þeirri svipan barst þriðja til- kynningin frá Leopoldville; að herforingi nokkur að nafni Mó- bútú hefði sett þá Kasavúbú og Lúmúmba báða af og gerzt sjálf- ur valdsmaður i landinu. Þing- forsetinn, sem var léttlyndur Suður-Ameríkumaður, sleppti þá öllum virðuleika í bráðina og hló liátt og' Iengi framan í þingheim. Móbútú þessi var lágt sett und- irtylla í hernum, þegar land hans varð sjálfstætt, en hækkaði síðan fljótlega í tign. Um leið og hann náði völdum, útnefndi hann sjálf- an sig yfirlautinant og síðar yfir- hershöfðingja. Bættist þá nýtt orð í mörg mál um slíka sjálfs- titlun: Móbútísering. Um hríð varð' Móbútú að vísu að láta af völdum í Kongó, en nú hefur hann náð þeim aftur. Ekki er líklegt að hann missi þau í bráð, því hann hefur herinn á bak við sig, og þótt liann sé að vísu aga- lítill óþjóðalýður, þá er ekki öðr- um áreiðanlegri öflum til að dreifa meðal Kongómanna. Það fylgir með sögunni, að Móbútú sé grimmur maður og ótryggur og brosi aldrei nema á myndum. VIKAN 25. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.