Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 48

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 48
ANGELIQUE OG SOLDANINN HEÍLÐ5ÖLU3SRGDIR: V. SIGURÐSSON & SNÆBJÖRNSSON H.F. Símar 13425 og 16425. Uppþvotfavélln er afkastamikii húshjólp sem sparar húsmóðurinni margra klukkustunda vinnu á ári hverju. DANMAX uppþvottavéiin er sjálfvirk og tekur leir í uppþvoft eftir sex manns hverju sinni. Vinsamlegast biðjið um myndalista og verð. Vesturgötu 2. — Sími 20 300. Framhald af bls. 17. kalla þannig yfir sig þær hörmungar, sem þeir bera sig jafnaðarlega upp undan. Angelique hristi höfuðiö: — Ég skil yður ekki Osman Bey. Við erum af tveimur ólíkum heimum. — Vizku er ekki hægt að tileinka sér á einum degi, allra sizt, þegar maður hefur verið umluktur heimsku og rökleysu. En vegna þess, að þér eruð fögur og góð, langar mig að vernda yður fyrir því illa, sem þér kallið yfir yður, ef þér berjist á móti þeim örlögum, sem þér vitið að yður eru búin, án þess að skeyta hið minnsta um, hvað Allah hefur ætlað yður. Angelique langaði til að líta undan og svara með nokkru stolti, að það væri ómögulegt að bera saman þann fróðleik sem í Kóraninum væri að finna og erfðaauðlegð hinna klassisku grisku og rómönsku fræða. En hún var of tvíátta, eins og henni væri haldið frá sjálfri sér með einhverjum framandlegum anda, sem gat varpað geislandi ljósi inn i dimmustu hornin á hinni ennþá ókunnu framtíð hennar. — Osman Bey, eruð þér sjáandi? Það vottaði fyrir brosi á andliti yfirgeldingsins. — Ég er aðeins mannleg vera, sem er blessunarlega laus við ástriður og þrár, sem svo oft slá blindu í augu mannanna. Framar öllu langar mig til að itreka það fyrir yður, Firousi (Firousi er arabiska og þýðir túrkis) að Allah svarar öllum bænum, þegar þær eru linnulausar og bornar fram i einlægni. Að lokum lagði úlfaldalestin af stað, hlykkjaðist eins og risavaxinn ormur yfir óbyggð landssvæði, undir djúpbláu himinhvolfinu, i áttina að Aurés fjallgarðinum i Atlasfjöllum. 1 lestinni voru tvö hundruð úlf- aldrar, jafnmargir hestar, þrjú hundruð asnar, svo ekki sé minnzt á dvergfílinn og gíraffann. Fyrir fylkingunni fór stór hópur af vopnuðum riddurum, fiestum svörtum; annar eins hópur var á eftir og hér og þar meðfram fylkingunni voru litlir hópar af varðliðum. Þetta var eins og foringinn, yfirgeldingurinn Osman Faraji sagði: — Mikilvægasta og áhrifamesta úlfaldalest, sem sézt hafði síðastliðin fimmtíu ár. Varð- liðar á hestum og úlföldum fóru stöðugt langt á undan hópnum í hvert skipti, sem þeir komu að hæð eða gili, til að sjá i tæka tíð allar yfirvofandi árásir, sem þar gætu leynzt. Spæjarar klifruðu upp á hvern klett til að leita að árásarmönnum, og gáfu merki með byssunum, þegar óhætt var að halda áfram. Eins voru gefin merki með speglum, sem vörpuðu sólarljósinu aftur til aðallestarinnar. Angelique ferðaðist i lokuðum burðarstól milli hnúðanna á baki úlfaldans. Þetta var heiðursmerki flestra kvennanna, jafnvel þær sem áttu að fara í kvennabúrið, ýmist gengu eða riðu á ösnum. Þau héldu áfram yfir fjöll, sem oft og tiðum voru afar hrjóstrug, en stundum þakin sedrusviði og akasíutrjám. Burðarmennirnir voru aðallega Arabar, en allir negrarnir, jafnvel tíu ára gömul börn, riðu hestum og voru vopnaðir. Osman Faraji var hinn alsráðandi foringi þessa sundurlausa hóps. Hann reið snjóhvítum hesti og þegar hann hleypti, reis sandurinn eins og gullryk í kringum hann, og hann fylgdist með hverju smáatriði, hélt uppi sambandi við herforingjana, lægði frekju ungu hermannanna og kom iðulega með hressingar til mikilvægustu kvenfanganna. Það var hann, sem samdi við glæpamannaforingja, þegar útlit var fyrir, að þau myndu lenda í alvarlegri orrustu. Þessir ræningjar voru svo fjöl- mennir, að til þess að eyða þeim, hefði þurft gífurlegt magn af skot- færum; oft og tíðum borgaði sig betur að borga þeim toll í peningum eöa hveiti. Þetta voru aðallega Berbar eða Kabýlesar, hópar af fjallabú- um eða bændum, sem lifðu við svo bág kjör, að þeir neyddust til að ráðast á lestir sem þessar til að draga fram lífið. En bogar þeirra og örvar voru einskisverð í samanburði við múskettur hans hágöfgi, soldánsins af Marokkó. Osman Faraji flýtti sér mjög að ná landamærum síns heimalands. Mikilvægi lestarinnar og auðæfin, sem hún hafði að geyma, dró að sér glæpamenn eins og hunang dregur að sér flugur. Savary gaf Ange- lique sundurliðaðan lista af gjöfum sem aðmírállinn i Alsir sendi hinum volduga Mulai Ismail, og þar var meðal annars: Kóróna úr gulli, skreytt dýrmætum gimsteinum; henni hafði Mezzo-Morte náð úr feneyskri galeiðu, sem hafði náð henni frá sjóræningjaskipi, sem kom frá Beirut, en þar hafði því verið stolið frá keisaranum í Persíu, meðan hann var á ferðalagi meðal þegna sinna. Gullið eitt í kórónunni var áttatíu þúsund pjastra virði. Þarna voru einnig tvö eintök af Kóraninum, skreytt með gimsteinum; listilega útsaumuð dyrahengi frá Kaaba; þrjú bjúgsverð, skreytt með gimsteinum; snyrtisett með sjötíu og niu áhöldum úr gulli; þúsund metrar af mússilíni í vefjarhetti; tveir strangar af silki frá Persíu; fimmhundruð strangar af feneysku silki. Þarna voru hundrað ungir drengir, tuttugu svartir geldingar fá Sómalílandi, Líbiu og Súdan. Tíu svartir Etíópíumenn og tíu hvítir; sextíu arabiskir hestar; dverg- fíllinn, búin tygjum skreyttum gulli og perlum; og gírafinn hjúpaður í skarlat; og síðast en ekki sízt, tuttugu konur, sem hver um sig var hin fegursta af sínum kynþætti. Angelique áætlaði viröi allra þessara gersema ekki minna en tvær milljónir livres. Það rann upp fyrir henni, hve voldugur Italinn var, sem hún hafði sýnt svo litla virðingu. Já, Mezzo-Morte hlaut að vera voldugur. Samt hafði hún staöið upp í hárinu á honum. Hún ætlaði einnig að standa upp í hárinu á Mulai Ismail, hversu skelfilegur, sem hann gæti verið! Með þeim ásetningi var eins og hún vaknaði a£ dvala, sem hún féll iðulega í af reglubundnu vaggi úlfaldans. Um kvöldin voru tjöldin reist og reykurinn frá varðeldunum óhreink- aði appelsínu- og sítrónugulan kvöldhimininn. Til skemmtunar kon- unum sem áttu aö fara 1 kvennabúr haföi Osman sent þeim nokkra akróbata, ormatemjara, ennfremur dansara. Þarna var einnig blint söngvaskáld, sem spilaöi á ofboölítinn gítar og söng endalausar ballöður um dýrðina hjá Mulai Ismail. Eitt kvöldlð, meðan sá blindi söng, nálgaðist hinn hávaxni Osman Faraji Angelique. VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.