Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 17

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 17
Húsið, sem Marokkómennirnir bjuggu í í Alsír, var stærra en uppboðshúsið í Candia, en sameinaði á sama hátt að vera hótel og íveruhús. Bæði voru eins gerð: Stór ferhyrningur umhverfis garð. Það voru aðeins einar dyr inn í húsið og stöðugt vakað yfir þeim af vopnuðum hermönnum. Öt að götunni voru engir gluggar, og allir út- veggirnir voru úr þykkum steini. Þökin voru flöt og mynduðu göngu- brautir fyrir hermennina, sem gengu þar án afláts á verði sínum. Á neðstu hæðinni var töluvert húsrými fyrir búpening, og þangað reik- aði Angelique dag nokkurn til að skoða kameldýrin og önnur fram- andi áburðardýr, sem hún þekkti ekki áður. Þá var allt í einu heyfangi kastað til hliðar og í ljós kom lotinn líkami gamla apótekarans, fötin tötralegri en nokkru sinni fyrr. — Savary! Ó, kæri Savary! hrópaði hún og reyndi að hafa taumhald á gleðinni. — Hvað eruð þér að gera hér? — Þegar ég komst að því, að þér væruð í höndum yfirgeldingsins, unni ég mér ekki hvíldar, fyrr en ég var kominn eins nærri yður og ég gat. Ég var svo heppinn að vera keyptur af Tyrkja, sem hefur það embætti að hugsa um peningshúsin hér, og svo mikilvægur embættis- maður verður að hafa þræl til að sópa og hreinsa fyrir sig. Og hér er ég. — Hvað verður um okkur, Savary? Þeir ætla að fara með mig til Marokkó og setja mig í kvennabúr Mulai Islams. — Ekki hafa áhyggjur af því. Marokkó er mjög athyglisvert land, og mig hefur langað að fara þangað nú um langt skeið. Ég á marga gamla vini þar. — Annan son? spurði Angelique með daufu brosi. — Ekki einn, heldur tvo! En ég verð að viðurkenna, að ég á enga afkomendur hér i Alsír, og það gerir flóttann mjög erfiðan. Er farið vel með yður? — Osman Faraji hefur gætt min mjög vel. Ég hef sæmilegt frelsi til að hreyfa mig. Ég get gengið um þetta hús og jafnvel farið út úr híbýlum kvennanna. Þetta er ekki raunverulegt kvennabúr ennþá, Savary. En særinn er svo skammt undan. Getum við ekki reynt að flýja? Savary andvarpaði, tók upp kústinn sinn og byrjaði að sópa. Loks spurði hann hvað hefði orðið að Múhamed Raki. Angeiique sagði honum það og bætti við, að nú væru allar hennar vonir brostnar. Hún þráði aðeins að flýja og komast aftur til Frakklands. — Allir vilja flýja, samþykkti Savary. — Aðeins til að iðrast Þess síðar. Það eru töfrar Islams. það munuð þér sjá sjálf. Þetta kvöld spurði Osman Faraji kurteislega hvort gamli, kristni þrællinn, sem hreinsaði peningshúsin, væri faðir hennar eða ef til vill frændi, eða tengdur henni á annan hátt. Angelique roðnaði, þegar hún uppgötvaði hversu vel var fylgzt með henni, jafnvel þótt hún hefði einskis orðið vör. Hún svaraði, að gamli maðurinn hefði verið ferða- félagi hennar, og henni þætti mjög vænt um hann og hann væri mikill vísindamaður, en Múhameðstrúarmennirnir hefðu sett hann til að hreinsa peningshúsin til að auðmýkja hann, af Því að hann var krist- inn. Það hlyti að vera þeirra leið til að auðmýkja aðra og sýna yfir- burði sína, að gera meistarann að þjóni. — Þér hfið rangt fyrir yður, sagði hann, — eins og allir aðrir kristn- ir menn. Kóraninn segir: — Á degi dómsins mun blek vísindamannsins þyngra á metaskálunum en púður hermannsins. Er þessi aldurhnigni gamli maður læknir? Þegar hún svaraði jákvætt, lýsti andlit yfirgeldingsins upp. Islenzki þrællinn var veikur, og sömuleiðis dvergfíllinn, sem hann átti að fara með til soldánsins — tvær af hinum dýrmætustu gjöfum. Það var slæmt að þeir skyldu vera í svona ásigkomulagi, jafnvel áður en Þeir legðu af stað til Alsír. Savary var svo heppinn að geta minnkað hitann i þessum tveimur verum. Angeiilique kom á óvart, hvernig honum heppnaðist í gegnum allar umbreytingar og hrakninga að geyma svona mikið af allskonar dufti og pillum og lækningajurtum i vösum sínum og skjóðum. Yfir- geldingurinn gaf honum sæmileg föt að vera í og setti hann i fylgdar- lið sitt. —• Sjáið þið nú til, sagði Savary. — Fyrst i stað ætla þeir alltaf að kasta mér í sjóinn eða fyrir hundana, en áður en langt um líður, geta þeir ekki komizt af án mín. Angelique fannst hún ekki vera lengur alein í heiminum. 17. KAFLI Angelique hélt áfram að njóta félagsskapar yfirgeldingsins og sam- ræðna við hann. Hann virtist hafa sérstakan áhuga fyrir franska fang- anum sínum, og hún gat ekki varizt þvi að henni likaði það vel, Þótt hún reyndi að streitast á móti því. Hún velti Því fyrir sér, að hve miklu leyti þessi kaldhugsandi negri gæti orðið vinur hennar og samherji. En fyrst um sinn átti hún allt sitt undir honum. Hann reyndist mjög góður kennari, þolinmóður og leikinn, og áður en langt um leið uppgötvaði Angelique, að hún hafði ánægju af kennslu- stundunum hjá honum. Þær styttu henni stundir og henni varð ljóst, að kunnátta i arabisku gat aðeins orðið henni að gagni og hjálpað henni tii að verða sér úti um samherja, jafnvel auðveldað henni flótta einn góðan veðurdag. En hvernig? Og hvenær? Og hvert? Um þetta vissi hún ekkert. Hún hafði ekkert til að reiða sig á nema trúna á það, að ef hún héldi öllum sínum hæfileikum og lífinu, myndi henni að lokum heppnast að flý.ja. En hvaða ný örlög myndu þá bíða hennar, og í hvaða tilgangi flóttinn yrði — þetta voru of djúpar spurningar til að hún réði við þær. Og meðan hún beið, varð hún að sætta sig við hlutskipti sitt, sem mfkils metinn fangi. Meðal ýmislegs annars, sem hún varð að venjast, var sú staðreynd, að hennar eigin hugmynd um tíma var ógild í Austurlöndum. Þegar yfirgeldingurinn hafði sagt henni hvað eftir annað, að þau myndu „leggja af stað undir eins“ til Marokkó, trúði Angelique honum bók- staflega. Á hverjum degi bjóst hún við að verða sett upp á úlfalda og ferðin hæfist. En dagur leið eftir dag og Osman Faraji formælti leti og hvinnsku Alsírbúanna, án þess að sýna á sér nokkurt fararsnið frá borginni þar sem, að því er hann sagði, „voru fleiri þjófar en Gyðingar og kristnir menn“. 1 hvert skipti, sem brottför þeirra virtist á næstu grösum, var ferðinni frestað af einhverjum dularfullum ástæðum — ef nokkrar ástæður voru fyrir hendi — og Osman Faraji hóf þolin- móður nýja bið eftir nýju merki eða fyrirboða. Eitt af því, sem dvaldi um fyrir þeim, var heilsufar dvergfílsins, sem Osman Faraji vissi að myndi gleðja Mulai Ismail mjög þvi hann var afar hrifinn af sjaldgæfum dýrum. Á hverjum degi var Savarys vitjað, þar sem hann hafði nú tekið sér hlutverk dýralæknis. Og það voru einlægir samningar um kaup á öðrum gjöfum handa soldáninum. Angelique hlustaði á þetta allt saman og fannst það eins og innan- tómt kerlingaslúður. Stundum varð henni til furðu, að hún hafði nokk- urn tíma tekið þennan svertingja alvarlega. Henni fannst nú, að hann væri slóttugur eins og hver annar mangari, og jafn málgefinn og duttl- ungafullur og svæsnasta kerling. Henni fannst, að hann væri alltaf að snúast í hringi, líkt og hann væri að þreifa fyrir sér, hve langt hann mætti fara. — Þér megið reiða yður á, sagði Savary við hana, þegar hún sagði honum frá grunsemdum hennar, — að það er Osman Faraji sem gerði Mulai Ismail að soldáni í Marokkó. Og núna er hann að reyna að gera hann að yfirmanni alls Islams, ef til vill einnig Evrópu. Sýnið honum virðingu, Madame, og biðjið til himins að hann hjálpi okkur úr klóm soldánsins. Angelique yppti öxlum. Savary talaði eins og hinn brjálaði d’Escrain- ville. Ef til vill var hann farinn að ruglast svolítið, sem varla var að furða, eftir allt það sem hann hafði orðið að reyna. Og rétt var það, þessi snjalli, gamli lyfjafræðingur, sem eyddi öllum sínum stundum í að brugga, launráð ef ekki vildi betur til, var nú allt í einu farinn að fela sig guði á vald og það var svo sannarlega skrýtið. En ef til vill áleit hann núverandi kringumstæður þeirra óvenju alvarlegar. Savary var frjáls að því að valsa um borgina, þar sem liann var „muUan(]a“ eða töfralæknir. Þegar hann reikaði um milli verzlananna í leit að jurtum og efnum, sem hann þurfti til að brugga lyfln sín, safn- aði hann mikilli uppskeru af fréttum frá hinum nýju sigruðu þrælum. 1 Alsír var auðvelt að fá meiri og gleggri fréttir af öllu, sem fram fór í heiminum, heldur en konungar Frakklands, Englands og Spánar gátu nokkurn tíma látið sig dreyma um að fá. En allir þessir þrælar minnt- ust aldrei á fatlaðan mann með örum slegið andlit, að nafni Joffrey de Peyrac. Hún hafði komizt að því fyrir satt, að hann hafði komið til Miðjarðar- hafssvæðisins, en það virtust mörg ár síðan hann hafði horfið með öllu. Yrði hún að sætta sig við þá útgáfu Mezzo-Mortes af sögunni, að greifinn hefði dáið í farsótt? Þegar henn varð hugsað til þess mögu- leika, varð henni, þótt einkennilegt megi virðast, nokkuð rórra, þvi óvissan er versta pyndingin. Ef til vill hef ég lagt of mikla áherzlu á vonir mínar.... Stundum fannst henni hún skilja Savary betur en sjálfa sig. Árum saman hafði hann ekki lifað fyrir neitt annað en ákafa leitina að mineral maumie. Afrek hans, þegar hann kveikti í Candíu, var aðeins tilraun í hans augum. Eins og hún var hann fórnarlamb óskiljanlegra og blindra forlaga. Var lífið, þegar allt kom til alls. nokkuð annað en leit að einhverju, sem ekki var hægt að finna? Nei. Hún vildi ekki tærast upp í gylltu búrinu, sem umlukti hana nú. Hún ætlaði að flýja. Það var hennar takmark. Þá myndi hún á ný finna spor eiginmanns síns og. ef nauðsynlegt væri, sannfærast um að hann væri dáinn. Þar til ætlaði hún ekki að vera fórnarlamb tilviljunarkenndra örlaga. En fyrst yrði hún að læra arabisku vel, því það var öruggasti lykillinn að frelsinu. Hún kastaði sér af endurnýjuðum ákafa yfir pergament- arkirnar, sem Osman Faraji hafði gefið lienni, og barðist við að ná valdi yfir þessum framandi táknum, sem bjuggu yfir hinu austræna talmáli. 1 hvert skipti, sem hún fann augu yfirgeldingsins hvila á sér, urðu hendur hennar þó ofurlítið skjálfandi. En þess á milli gleymdi hún því, að hann var í sama herbergi og hún. Samt fannst henni öðr- um þræði, að hann hefði alltaf verið hjá henni, prestslegur og dular- fullur, ævinlega með langa fæturna krosslagða undir hvítri, víðri ullarskikkjunni. — Sterkur vilji er töfrum þrungið og hættulegt vopn, sagði hann. Angelique leit á hann í skyndilegri bræði. I hvert skipti, sem hann talaði þannig, var eins og hann hefði lesið huga hennar. — Álitið þér, að það sé betra að láta lífið og tilviljanirnar ráða fyrir yður, vera eins og særður hundur, sem velkist í öldunum? — Okkar örlög eru ekki i höndum okkar. Það sem er skrifað er skrifað. — Meinið þér, að enginn geti breytt örlögum sínum? — Jú, það er hægt, sagði hann rólega. — Hver mannleg vera býr yfir endalausu valdi til að breyta örlögunum. Þessvegna sagði ég, að sterkur vilji væri töfrum þrungið og hættulegt vopn. Það er ofbeldi gagnvart náttúrunni. Það er hættulegt að því leyti, að maður verður oftast nær að borga of dýru verði þann árangur, sem næst. Það er þessvegna, sem hinir kristnu nota viljastyrkinn til að koma öllu sínu fram, og venjulega í illum tilgangi, eru alltaf í striði við örlög sín og Framhald á bls. 48. VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.