Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 34

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 34
Sterk 09 vöndud Vercf vidT allra hæfi Gócfir greicfs I uski I m álar Litaval á plastáklæcfi og borcfplasfi Veltitappar á stólfótum án aukakostnadar ALLT Í ELDHÚSIÐ Á SAMA STAÐ kostar stórfé að komast inn á mark- aðinn þar vestra, því samkeppnin er hvergi harðari, það þarf mikið fé til auglýsinga og til að vekja athygli á sér á sem breiðustum grundvelli, ef maður á að gera sér vonir um einhvern árangur. En sá árangur getur orðið stórkostleg- ur, þegar einu sinni hefur verið komizt framhjá byrjunarörðugleik- unum. — Hvað vildurðu svo segja að síðustu Kristján, eins og þeir segja í útvarpinu? — Ég held ég kysi þá helzt að segja að eftir því sem ég kynnist okkar ágætu þjóð betur smátt og smátt með árunum — og fæ saman- burð á henni við kynni af öðrum VIKAN 25. tbl. þjóðum — því hrifnari verð ég af henni. Mér virðist að hér sé svo margt af skemmtilegu, gáfuðu og góðviljuðu fólki. Og ég hef á til- finningunni að íslendingum muni heppnast flest sem þeir fara að leggja sig eftir í alvöru. Stjórnmálaforustan virðist mér raunar hafa verið heldur léleg síð- ustu áratugina — en við erum ung- ir í þessari grein, eins og mörgu öðru, svo ég trúi því fastlega að þetta standi til bóta, þegar menn fara í alvöru að leggja sig eftir stjórnmálum — og vaxa frá dálít- ið drengjalegri kappgirni og fyrir- hyggjuleysi, sem mér virðist hafa skaðað okkur að undarförnu. dþ. Dóttir mín heitir Sarah Framhald af bls. 13. — Ó, já, þann Eddie. Heldurðu að hann bjóði þér upp? — Auðvitað gerir hann það. Hún var svo örugg og róleg. Ég tók aftur til við að strauja kjólinn hennar. — Flýttu þér nú að borða, þú verður of sein fyrir. Sar- ah horfði á klukkuna og svolgraði í sig úr mjólkurglasinu. — Hægan, hægan, sagði ég, — annars færðu hixta í miðjum dansi. Heldurðu ekki að það yrði dálít- ið leiðinlegt? Sarah fór að hlægja og henni svelgdist á. Ég rétti henni serviettu og hún þurrkaði sér um munninn og stóð upp. Ég rétti henni kjólinn og hún fór inn í herbergið sitt. Ég heyrði að hún söng, meðan hún var að klæða sig. Svo tók ég af borðinu og þvoði upp. Ég fór fram á ganginn og kall- aði inn til Söru: — Heyrðu Sarali, heldurðu ekki að þessi dans sem frú Glazier kenndi ykkur myndi gera lukku á Samoa? — Hvar? — A Samoa. Þetta er líkast því sem kynflokkarnir þar dansa við hátíðleg tækifæri. Það eru til mynd- ir af því í háskólanum, ég skal muna eftir að koma með þær heim. Sarah birtist í dyrunum; hún var komin f nýja kjólinn og beztu skóna sína og hún hafði burstað vandlega hárið, þótt ég hefði ekki minnt haria á það og um hálsinn hafði hún hvíta perlufesti, sem ég hafði keypt handa henni á leiðinni heim. — Er ég ekki fín? Ég ranghvolfdi augunum og hall- aði undir flatt. — Nokkuð svo, þú ert ekki sem verst. Og svo hI|óp ég til hennar, vafði hana að mér og sagði henni hve dásamleg húrt værí, þangað til hún reif sig lausa og sagði: — Pabbi, þú krumpar kjól- ir.n minn. — Hamingjan forði mér frá því, sagði ég. Svo tók ég um axlir henn- ar, horfði f augu hennar og sagði: — Sarah, — Sarala, ef eitthvað fer öðruvísi en þú hefur hugsað þér, máttu ekki verða of sorgbitin. Ég fann hve þetta hljómaði kjánalega. — Hvað áttu við, pabbi? — Ja, — ég meina að ef Eddie nú ekki dansaði við þig . . . Sarah fór að hlæja. — Pabbi, hverja heldurðu að hann vilji frek- ar dansa við? Það er aldrei hægt að vernda þann sem ekki er særður. Það er ekki hægt að útskýra það að mað- ur verður að vera svolítið hræddur til að vera öruggur. — Enga frekar, Sarah, sagði ég. — Ég er bara gamall kjáni. Svona nú, flýttu þér af stað. Hún klappaði mér og tók um handlegg minn. — Það er stelpa ( bekknum sem myndi þiggja það að Eddie dansaði við hana. Hún heitir Tilly Hofberg, en hún er svo kisuleg. Hún reynir alltaf að vera sem næst Eddie, þegar brunaæfing- arnar eru, hún hefur meira að segja elt hann heim. Og hún skellihló, við tilhugsun- ina. — Er hann hrifinn af henni? — Hann var það, en hann er það ekki lengur. Eleanora Frankie sagði Marilyn það og Marilyn sagði mér. Heldurðu að Eddie verði ekki hrif- inn af hálsfestinni? — Það er ég viss um, sagði ég. — Farðu nú, annars verðurðu of sein. Sarah kyssti mig og hljóp út. Ég fór út að glugganum og horfði á eftir henni. Hún mætti Marilyn Fine á miðri götunni og svo leidd- ust þær áfram og mösuðu saman. Eftir nokkrar mínútur á ég von á að Sarah komi heim. Það er farið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.