Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 50

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 50
CEnDiicnnnn® rQfn líp oLunUbliiR m JUa II HVERFISGÖTU 50. - SÍMI 18830. Tveggja manna sveínsóíi Stærð: 120 x 186 cm. Matur við hátiðleg tækifæri Frönsk döðlukaka. 200 gr. smjör eða smjörl., 125 gr. sykur, 75 gr. púðursykur, 4 egg, 250 gr. hveiti, 1 tesk. lyftiduft, 4 matsk. sherry, 100 gr. döðlur, 50 gr. hjúpsúkkulaði, 100 gr. flysjaðar möndlur, 5—6 rauð kokkteilber. Smjörl. og sykur hrært vel saman, eggin þeytt saman og þeim bætt smám saman í. Hveiti og lyftiduft hrist saman og því bætt í ásamt sherryinu. Döðl- urnar (sem verða að vera mjúkar) skornar í smástykki, sem er velt upp úr hveiti (svo að þau detti ekki til botns í form.) og þeim síðan hrært í deigið. Sett í smurt form og bakað í ca. 1\'2 tíma við jafnan hita, 170 gráður. Þegar kakan er köld, er bræddu súkkulaðinu smurt ofan á hana og möndlurnar skornar í þunn- ar flögur og stráð þétt yfir. Rauðu kokkteilberin skorin í tvennt og lögð eftir endilangri kökunni. Kakan borin fram heil og skornar sneiðar af henni jafn- óðum. Appelsínu-súkkulaðikaka. 350 gr. hveiti, 100 gr. kakó, 3 tesk. lyftiduft, rifinn börkur af 4 appelsínum, 400 gr. smjörlíki, 300 gr. sykur, 4 egg, 1\'2 dl. mjólk, 1\'2 dl. vatn, 100 gr. súkkulaði í glassúr. Hveiti, kakó og lyftidufti blandað saman og rifni appelsínubörkurinn settur saman við. Smjörlíkið hrært með sykrinum og eggin þeytt þar í, eitt 1 senn. Blandið saman mjólk og vatni (hef ekki bakað þessa köku, en finnst vökvinn í mesta lagi, ath. hvort deigið verður of þunnt) og hrærið hveitið og mjólkur- blönduna í til skiptis. Sett í vel smurt sandkökuform og bakað við jafnan hita (180 gr.) í ca. klukkutíma. Látið kökuna standa í 5—6 mín. áður en hún er tek- in úr forminu. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og smyrjið á kalda kökuna með pensli, slcttið yfir með pönnukökuhníf, sem dýft hefur verið í volgt vatn. Þessi kaka þolir vel að geymast, verður jafnvel betri við það. Valhnctukaka. 125 gr. smjörl., 150 gr. sykur, 2 eggjarauður, 200 gr. hveiti, 1 tesk. lyftiduft, 100 gr. valhnetukjarnar, 2 eggjahvítur. Glassúr: 125 gr. flórsykur, 1 dl. vatn, 1 eggjahvíta, 1 tesk. sítrónusafi. Smjörlíkið hrært vel með sykrinum, eggjarauðurnar settar í og síðan hveitið með lyftiduftinu. Valhneturnar saxaðar gróft (8—10 stk. tekin frá til að skreyta með) og blandað í, en síðast er stffþeyttum eggjahvítunum blandað varlega sam- an við. Sett í vel smurt form, bakað í klukkutíma við 180 gr. hita. Þegar kakan er köld, er glassúrinn gerður þannig: Flórsykur og vatnið soðið saman við lít- inn hita, þar til það er jafnt, eða í tæpan stundarfjórðung, þá er því hellt sjóð- andi í eggjahvítuna og þeytt vel á meðan. Sítrónusafinn settur saman við og allt þeytt þar til það er glansandi. Glassúrnum smurt yfir alla kökuna og hún skreytt með valhnetukjörnunum. Engiferkaka. 2 egg, 100 gr. sykur. 75 gr. púðursvkur, 2 matsk. kalt vatn, 125 gr. brætt smjör eða smjörlíki, 200 gr. hveiti, 1\'2 tesk. lyftiduft, 1 matsk. kakó, 1 matsk. kanill, /2 tesk. negull, \'2 tesk. allrahanda, 1 dl. rjómi, 3 matsk. saxað, sultað engifer. Egg er sykur hrært vel, vatninu og bræddri feitinni hellt í. Hveitinu, kakóinu og kryddinu blandað saman og hrært í til skiptis við rjómann. Síðast er söx- uðu engiferinu blandað í. Formið penslað með bræddu smjöri og raspi stráð inn- an í það og deiginu hellt í. Bakað í ca. klukkutíma við 175 gr. hita. Fljótleg kaka. 2 egg, 75 gr. púðursykur, 100 gr. smjör eða smjörlíki, 100 gr. hveiti, 1 tesk. lyfti- duft, 2 matsk. appelsínumarmelaði. Eggin þeytt með sykrinum, bræddu smjörlíkinu bætt í og síðan öllu hinu. Sett í smurt hringform og bakað í 20—25 mín. við jafnan hita (175 gr.). 5Q VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.