Vikan


Vikan - 23.06.1966, Page 9

Vikan - 23.06.1966, Page 9
rauninni hefði engum farar- tækjum sæmt öðrum en dráttar- vélum. Hins vegar hef ég engan Kadetteiganda hitt, sem ekki hefur verið ánægður með Kad- ettinn sinn, og víst er, að marg- ir þeirra hafa verið ófeimnir við endurnýja af sömu tegund, nú þegar ný útgáfa kemur á mark- aðinn. Tvennt fannst mér einstak- lega gott á Kadettinum, sem ég prófaði: Stýringin og gírskipt- ingin. Stýrið er mjög létt og ná- kvæmt, eitthvert það minnst „dobblaða", sem ég man eftir. Þó fannst mér, að hann ætti að geta lagt meira á, tekið þrengri hring; það gerir ekki betur en hægt sé að fara í hring á venjulegum, þríbreiðum vegi. En í öllum akstri, bæði innan bæjar og utan, er leikur einn að hafa fulla stjórn á bíln- um með einum eða tveimur fingrum annarrar handar. Stýr- ishjólið liggur líka mjög vel við, og ökustelling er þægileg. Gírkassinn er fjórskiptur, venjuleg H-skipting, með fyrsta efst til vinstri. Allir gírar áfram samhæfðir, og samhæfingin góð. - Fastbakurinn er með sportskipt- ingu, sem er fáanleg auka á hin- ar gerðirnar, stutt stöng, sem fer vel í hendi, og skiptingar sérlega léttar og nákvæmar. Að- eins gæti ég trúað, að þvældist fyrir kvenfólki að finna afturá- bak gírinn; þá þarf að lyfta stönginni og setja hana í lyftri stöðu fram vinstra megin við fyrsta gír. Á hraðamælinum eru mismunandi litlir reitir og merk- ingar við, til að sýna heppilega og leyfilega notkun gíranna, og það er enn til að auka ánægj- una. Lega fótstiga — kúplingar, bremsu og bensíngjafar, — er ágæt. Bremsurnar eiga hól skil- ið; eru léttar og vinna vel, jafn- vel þótt fruntalega hafi verið ekið um þjóðvegi ataða leðju, miskunnarlaust ofan í polla og yfir hvörf. Þetta eru venjuleg- ar skálabremsur, en ég gat ekki annað fundið en þær stæðu sig prýðilega, jafnvel í samanburði við sumar samstillingar diska og skála, sem ég hef reynt. Ég var ekki alveg eins ánægð- ur með kúplinguna; fannst hún Framhald á bls. 37. í ... það nýjasta á gólfið kemur frá Krommenie Linoleum, gólfflísar og vinylgólfdúk- ur með áföstu korki eða fílti allt hol- lenzkar gæðavörur frá stærstu fram- leiðendum Evrópu á þessu sviði. Fyrirliggjandi í miklu litaúrvali. MÁLARINN Bankastræti 7 — Sími 22866. VIKAN 25. tbl. 0

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.