Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 47

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 47
Æfingar til aO styrkja háls og höku þurfa að gerast daglega svo að árangur náist. Sé hálsinn of magur, má reyna þessa æfingu: Dragið andann djúpt og þrýstið honum svo í smágusum út aftur, en hafið höndina þétt fyrir munninum á meðan, þannig að þetta reyni töluvert á hálsinn. Gætið þess vel að loftið sé í hálsinum en ekki munninum, en þið finnið ef það er of ofarlega, þegar kinnarnar þenjast út, en þær eiga ekki að hreyfast, meðan þetta er gert. Hafið tunguna milli varanna, til þess að tempra útöndunina. Ef þessi æfing er gerð rétt, er sagt að hún hafi góð áhrif, en hún likist því mest, að verið sé að spila á cornet. Margar æfingar eru notaðar við of feitum hálsi og þá ekki sízt undirhöku. Ein er þannig: Lútið höfði þar til hakan nemur við bringuna, spennið greipar aftur íyrir höfuðið, rétt íyrir ofan eyrun og þrýstið höfðinu niður þar til það finnst, hvernig strekkist á hálsinum að aftan og niður á milli herðablaðanna. Gerið hana sex sinnum í röð. önnur er þannig: Klípið hnefaíylli í vöðvana ofan á vinstri öxl með hægri hendi. Herðið gripið og ýtið þeim aftur á við eins og hægt er. Gerið þetta í nokkrar mínútur, en endurtakið æfinguna siðan á hægri öxl. Ágæt æfing við undirhöku er að teygja höfuðið eins langt aftur og hægt er, og reyna síðan að ná nefbroddinum til skiptis með tungunni og neðri vörinni. Aðrar æfingar eru þessar og standið beinar, meðan þær eru gerðar: Dragið munnvikin niður og segið „X“. Tyllið hökunni tii skiptis á hægri og vinstri öxl. Lokið munninum og bítð fast saman tönnunum andartak. Setjizt með kreppta hnefa fast upp að hökunni. Snúið höfðinu til skiptis til vinstri og hægri og teygið vel úr hökunni á meðan og hafið munninn opinn. Hálsinn og hakan eru, yfirleitt mjög vanrœkt viö snyrtingu., en þó getur þetta hvort tveggja haft úrslitaáhrif á útlitió. Ég hef aö vtsu aldrei séö konur hér á landi meö eins óskaplega skorp- inn og hrukkóttan háls og stundum ber fyrir erlendis, enda var þaö viöa stöur allt fram aö þessu, aö gamlar konur gengju meö breitt band um hálsinn, til þess aö hylja hve gamall og hrukkóttur hann vœri. Feitur og keppóttur líáls er Iheldur enginn feguröarauki, því síöur margfáldar undirliökur. Sagt er, aö þaö megi meö góöum árangri koma í veg fyrir þessi lýti, því aö þau geri nokkur boö á undan sér, og sé skaöinn skeöur, þarf heldur ekki aö ör- vcenta, þvi aö hægt er aö bæta úr því meö elju og þrautseigju. Ég mun hér á eftir telja upp þaö helzta, sem ég hef heyrt ráölagt í þessum efnum. Rétt staöa höfuösins, hvort sem er í vöku eöa svefni, er mikilvaeg fyrir fallegan háls og höku. Þeir, sem ganga beinir og bera höfuöiö hátt, fá sjaldan undirliökur, nema þeir séu því feitari. Þaö á líka aö sofa meö lágt undir höföinu og jafnvel 'hærra undir fótunum en höföinu, helzt ekki minna en 25 cm., en þaö eykur blóörásina til hálsins og varnar fitu- myndun þar. Þaö þarf líka aö venja sig á aö lúta ekki mikiö yfir bók eöa liandavinnu, en þaö er hægt meö árvekni aö venja sig af þvt. HúÖin á hálsinum þarf sérstaka umönnun. Hún er þykkari þar en á andlitinu og þarfn- ast næringarriks krems og nudds. Mairgir þekktustu snyrtivöruframleiöendur búa til sér- stök krem œtluö fyrir hálsinn, sum til aö nota daglega og önnur til aö styrkja húöina sérstaklega og ekki borin á nema einu sinn'i eöa tvisvar l viku. Þaö á aö berja kremiö inn í hálsinn og neöan á hökuna meö beinum fingrum eöa litlum spaöa og byrjiö neöst og haldiö áfram upp eftir. Sé hálsinn Ivrukkóttur eöa slappur og sé undirhaka, á aö þvo háls- inn daglega meö vatni og sápu og litlum, frekar stinnum bursta, sem dreginn er í litla hringi upp eftir hálsinum, þar til hann er rauöur og heitur. Þar næst er skolað meö ísköldu vatni meö svolitlu natron (bökunarsóda) í, ekki meira en framan á hnífsoddi í hvern lítra. ÞaÖ mýkir vatniö, lokar svitaholunum og gerir liúöina stinnari, en sé sódaduftiö of rnikiö, getur þaö haft þveröfug áhrif. Strax og búiö er aö þurrka hálsinn, er skintonic boriö á og síöan gott nærandi krem eöa sérstakt háls- krem, eöa aö degi til vökvakrem. Volg olía er líka fljótvirk og góö viö mögrum og lirukk- óttum háJsi, og hún er einnig barin meö litlum höggum inn í húöina. Konur, sem megrast snögglega, cettu aö gæta vel aö Vtálsinum og nota nudd og œfingar t'il aö halda vöðvunum stinnum. Margar fullorönar konur hafa dekkri liúö á hálsinum en í framan. Þær reyna oft aö leyna því meö þvi aö nota dekkra púöur og púöurundirlag á andlitiö, til aö sam- ræma það til liálsins, en þaö er ekki rétt aöferö. Þær eiga aö lýsa hálsinn meö Ijósara undirlagi, en púöra svo yfir hvort tveggja meö sama lit af púöri. Þannig sjást engin mörk milli háls og andlits. Sé hálsinn mjög dökkur, er gott aö nota maska, sem lýsir húöina, einu sinni í viku. Það getur verið gott að nota mjög sterk krem öðru hverju á hálsinn, til þess að örva blóðrásina og styrkja húðina. Hægt er að fá þannig tilbúin krem af ýmsum vörumerkjum, en ég rakst á þessa upp- skrift af heimagerðu kremi, sem sagt er að sé mjög sterkt og þurfi að nota með varúð. Það getur verið misjafnt hvernig húð hvers og eins bregzt við því, og rétt er að byrja með því að smyrja háls- inn fyrst með næringarkremi, áður en hitt krem- ið er sett á. Það er búið til þannig: 1 gr. cayenne- pipar og 49 gr. perúbalsamvaselín (e.t.v. hægt að biðja lyfsalann um að blanda það). Rétt eftir að það er komið á hálsinn, verður húðin heit og sting- andi, en þá á að hreinsa kremið starx af með pappirs- þurrku eða línklút — en aldrei með vatni. Síðan er næringarkrem sett á til að draga úr áhrifunum, en samt heldur húðin áfram að vera rauð og heit og eins og smánálum sé stungið í hana. Ef kremið hefur ekk'i þannig áhrif, er óhætt að bera það á. án þess að hafa næringarkrem undir, en samt á að hreinsa það af, strax og þessi áhrif koma í ljós, og helzt rétt áður. Sé húðin þunn og æðarnar sprungnar, má alls ekki nota þetta krem, en þoli húðin þetta vel, má nota svolítið af því upp við eyrun, ef hrukkur eru að myndast þar, sömuleiðis _við munnvikin, á olnbogana og við hrukkur annars staðar á líkamanum, en aldrei undir augunum eða annars staöar á andlitið. Stundum er gott að gefa andliti og hálsi víta- míngrímu og er hægt að nota til skiptis grímu úr eggjarauðu, 1 — 2 matsk. af olivenolíu eða möndlu- olíu og nokkrum dropum af sítrónu- eða appelsínu- safa og svo grímu úr dökku ölgeri, sem hefur verið hrært með vatni í linan graut. Andlitið þarf að vera hreyfingarlaust, meðan grímurnar eru á, og þegar þær eru alveg þurrar, eru þær þvegnar af með volgu vatni, e.t.v. með svolitlu sódadufti í. VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.