Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 24
o BLAIC0 13. hluti Eftir Peler 0‘Donald Maurice vætti varirnar og kreisti fram bros — vafalaust, sagði hann og gekk að dyrunum að vinnu- stofu Paccos. Hann fór inn og lok- aði ó eftir sér. Tíu sekúndum seinna opnuðust dyrnar og hann gaf þeim bendingu. — Bien, Willie. Hagan gekk inn og fann oddinn ó hníf Willies við bak sér. Bak við stórt borð með flóknum útskurði sat stór maður með holdmikið cnd- lit. Hann var i Ijósgráum fötum. Um hægri handlegginn var svart sorg- arbindi, um tveir þumlungar á breidd. í herberginu voru fjórir aðr- ir menn. Þeir voru af þeirri gerð- inni, sem Hagan þekkti vel. Glæpa- menn. Þeir voru allir eins, í hvaða landi sem var. í loftinu lá forvitin spenna. — Pacco, mon vieux, sagði Willie glaðlega, þegar Maurice fór út og lokaði dyrunum. — Eg færi þér hér Monsieur Hagan, sem hefur mik- inn áhuga fyrir þér. — Það er gaman að sjá þig aft- ur, Willie. Pacco reis ekki á fætur og augu hans voru vökul. — Hann er með byssu, sagði Willie og einn mannanna gekk hratt til þeirra. — í vasanum. Willie kinkaði kolli í áttina að jakkavas- anum. Maðurinn renndi höndinni ofan í og kom upp með sjálfvirku byssuna. — Rétt. Þarna er maðurinn, sem þig langaði til að sjá, Monsieur Hagan. Hann þrýsti á bakið á Paul svo hann hrökklaðist í áttina að stól, sem stóð gegnt Pacco við borð- ið. Hann náði jafnvæginu og sett- ist og litaðist reiðilega úm. Hnífur Willies var horfinn. — Svo þú hefur áhuga fyrir mér? spurði Pacco. — Hversvegna ekki? Það var frekja í rödd Hagans: — Þú hefur áhuga fyrir mér. Náunginn, sem heimsótti mig með byssu, gerði það augljóst. — Didi? Pacco rétti öruggur úr sér: — Svo það er þess vegna, sem hann hefur ekki komið aftur. Mig langar að vita, hvað hefur komið fyrir hann, Monsieur Hagan. Einn- ig langar mig að vita um annan af mínum mönnum, Chaldier. — Aður en þú tekur til óspilltra málanna, Pacco . . . Willie gekk nær með hendur í buxnavösum. Hann settist á borðshornið og brosti: — Mig langar að biðja þig um svo- lítið. Þú vilt kannske fá að hafa þennan náunga fyrir þig svolitla stund, en mig langar ekkert að vera viðstaddur. Pacco strauk um feita kinnina. — Greiða? Þú ert ekki hér í starfs- erindum, Willie? Willie hló og bölvaði: — Nei. Ég er ekki að vinna. Ég er bara í fríi. Veðrið heima er ekki gott. En fyrir utan það að koma með þennan vin okkar, ætlaði ég að heimsækja þig hvort sem var, og spyrja þig hvar Nichole væri. — Nichole? Pacco starði á hann. Svo krumpaðist á honum andlitið og tár rann niður eftir kinninni. Hann tók fram lavanderilmborinn vasaklút og strauk sér um augun. — Drottinn minn dýri, ég hef slæm- ar fréttir að færa þér. Ég man það núna, að þú ert mikill vinur Noc- hole. Hann brosti píslarvættisbrosi: — Stundum var ég afbrýðissamur, en nú . . . Nú er því öllu lokið. Hann klökknaði á síðasta orðinu. — Öllu lokið? Willie leit í kring- um sig á þögla mennina. Tveir stóðu fyrir aftan Hagan, hinir tveir stóðu upp við vegginn fyrir aftan Pacco. Willie leit aftur á Pacco: — Hvað með Nichole? — Hún er . . . dáin, Willie. Tár- stokknar kinnarnar titruðu og Pacco snerti svart sorgarbandið á hand- leggnum á sér. — Hún vesalings litla Nichole okkar. O, drottinn minn, ég er svo sorgmæddur. Fyrir mig verður lífið ekki hið sama án hennar. — Dáin? Willie stóð upp og starði: — Hvernig? Hvað gerðist? — Það var bara í kvöld. Pacco strauk hendinni yfir enni sér og benti óákveðið í áttina að síman- um: — Ég veit það ekki alveg enn- þá. Ég bíð ennþá eftir fréttunum. Rödd hans brást, og hann saug upp i nefið með miklum hávaða. Willie hristi höfuðið hægt og fitl- aði við bindið, sem hann bar. Þetta var rautt bindi með stórri demants eftirlíkingu í silfurumgjörð á því miðju. — A ég að segja þér svo- lítið, sagði hann dapurlega. — Ég setti á mig þetta bindi f kvöld, til að geðjast henni. Þetta var gjöf, sem hún gaf mér einu sinni, þegar ég kom hingað frá Tangier, og var hér í viku eða hálfan mánuð. — Pacco leit upp og deplaði rök- um augunum: — Er bindið frá Nic- hole? spurði hann. Willie kinkaði kolli. Hann lyfti skyrtuflibbanum, losaði bindið og tók það af sér. Hann leit á það döprum augum: — Ég get aldrei borið það framar. — Hún var dá- samleg stúlka, og mér þótti vænt um hana. En það er aðeins sárt að bera slíka minningu . . . Hann dró andann djúpt og neyddi sig til að brosa: — Jæja, þú hefur lika þína sorg, Pacco — og þar að auki verk að vinna. Hann leit á Hagan. — Ég skal ekki tefja þig. Kannske verður þér auðveldara að hugsa um Nichole. — Ó, ég er ekki eins og þú, Willie. Mér þykir gott að hugsa um hana og minnast hennar. Pacco reis á fætur: -- Þetta bindi. Ef þú vilt ekki halda því, þætti mér mjög vænt um að fá það. Til minningar um . . . um litlu dúfuna mína. Willie varð hugsa um stund: — Eiginlega ætti ég nú að halda því, sagði hann. — En handa þér, Pacco, sem skilnaðargjöf . . . gerðu svo vel . . . Hann rétti honum bindið: — Settu það á þig, svo við getum stytt í króknum aftan á hálsinum. Pacco kingdi í orðvana þakk- læti. Hann tók við bindinu og gekk út í hinn endann á herberginu, þangað sem það beygðist [ vinkil. A veggnum þar inni var stór speg- ill. Willie tók sér stöðu fyrir aftan Pacco virti fyrir sér spegilmyndina og kinkaði kolli með þunglyndis- legri ánægju. — Ég skal alltaf bera það á af- mælisdaginn hennar, sagði hann skjálfandi rómi. — Ég gleymdi nokkru, sagði Willie. — Þú getur skrúfað stein- inn úr. Nichole lét grafa nafnið sitt neðan á hann. — Jæja? Pacco lyfti bindinu og skrúfaði demantseftirlíkinguna úr. Willie gekk kæruleysislega aftur fyrir borð Paccos. Hann stóð með bakið við mönnunum tveimur við vegginn og horfði á Hagan yfir borðið en ekki beint. — Ég fer efri leiðina og þú ferð neðri leiðina, sagði hann annars- hugar á ensku. — Hvað ertu að segja, Willie? Yfir hjá speglinum, að hálfu i hvarfi af vinkilveggnum, hætti Pacco að rýna neðan á demantinn og leit upp með skyndilegri tortryggni. Willie glotti kuldalega, án minnstu gleði: — Ég var að segja, að þú hefðir ekki átt að drepa hana, helvítis hundurinn þinn. Sprengingin var snögg og ofsa- leg, en ekki mjög hávær. Hún varð fyrir aftan Hagan og til annarrar hliðarinnar. Spegillinn brotnaði í þúsund mola. Utundan sér sá Hag- an tvífætta veru með afskræmt höf- uð standa upprétta eina langa sek- úndu, áður en hún féll á gólfið. Hann sá frosna skelfingu á andlit- um mannanna tveggja bak við Willie og vissi, að hún hlaut að endurspeglast á andlitum þeirra, sem stóðu fyrir aftan stólinn hans. Hugsanirnar gengu út í eitt með viðbrögðum vöðva hans, og aðeins broti úr sekúndu eftir að spreng- ingin varð. Samt var Willie Garvin þegar kominn af stað og stökk hátt með því að slá höndunum á mitt borðið. Hagan stakk sér, rétt í tæka tíð. Hann sá Willie snúa sér hring og í sama bili rak hann annan fótinn og sparkaði miskunnarlaust í höfuðið á öðrum manninum, sem stóð fyrir aftan stól Hagans. Hagan heyrði þetta. Hann fór sjálfur lægri leiðina, undir borðið. Um leið og Willie hafði létt sér af borðinu, lyfti Hagan borðplötunni upp á öxlunum og stakk sér áfram. Hann fann, þegar borðplatan skall á hinum varðmönnunum tveimur og þrýsti þeim upp að veggnum. Svo lét hann borðplötuna falla og menn- irnir féllu með henni. Blóð streymdi úr nefi annars þeirra, hinn hafði náð skammbyssunni til hálfs upp úr Bucheimerhylstrinu undir jakkan- um. Hann notaði hana til að rota þann, sem var með meðvitund, þann með blóðuga nefið. Svo rétti hann úr sér og leit yfir herbergið. Það sem áður hafði verið Pacco, lá útflatt við vinkilhornið. Fórnar- lömb Willies lágu í lífvana hrúgum á gólfinu, og Willie var kominn hálfa leið til dyra i fjarri enda her- bergisins með hnífinn í hendinni. Dyrnar opnuðust og Maurice stóð þar með reidda byssu. Willie skauzt til hliðar, kastaði sér í gólfið og velti sér nær honum, um leið og byssuskotið reið af. Hagan skaut og Willie hætti á síðustu stundu við að kasta hnífnum. Það var þokka- leg hola í miðju enni mannsins, en langt frá því þokkalegt gat á hnakkanum. — Þú ert fyrirmyndar skytta Hag- an, sagði Willie ánægjulega. — Modesty gæti ekki betur. Hagan lyfti höfðinu ánægður og velti því fyrir sér, vegna hvers hann fann ekki til neinnar andúðar við samanburðinn. — Lofið er gott, Gar- vin. — Sjáðu hvort þú finnur nokkuð verðmætt þarna, sagði Willie og kinkaði kolli í áttina að ónýtu borð- inu. Ég ætla að gá hvað er hér. Með varkárum höndum opnaði hann dyrnar, sem lágu út úr miðju herberginu. Þar var fjarskiptatæki, en enginn maður. Willie renndi aug- unum yfir fjarskiptin og setti á sig Framhald á bls. 39. 24 VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.