Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 28

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 28
Brúðan, sem getur látið hárið vaxa! Þetta er brúðan, sem allar stúlk- ur vilja eignast. Tressy hefur venjulegt hór, sem mó stytta og síkka eftir vild og leggja það og greiða á ótal vegu. — Margir búningar fást á Tressy brúðuna, og það má leggja hárið í samræmi við klæðnaðinn hverju sinni. — Tressy brúðan á ekki sinn líka — leikfang fyrir stúlkur á öllum aldri. HEILDSALA INGVAfi HELGASON Kjarnorku- leyndarmál... Framhald af bls. 23. ur. Skyndirannsókn leiddi í Ijós það, sem mest hafði verið óttazt: Níels Bohr var horfinn og fjölskylda hans öll. Fréttin um þetta setti allt á ann- an endann í Berlín. Skipanir voru sendar þýzkum Gestapóumboðs- mönnum í Svíþjóð: Hafið upp á Bohr og drepið hann! Það er af mesta mikilvægi að hann komist hvorki til Bretlands eða Bandaríkj- anna! Þótt Gestapómenn vissu það ekki, höfðu kollegar þeirra í brezku leyniþjónustunni fengið álíka skip- anir: Sjáið um að Bohr komist til Englands! Ef minnsta hætta er á að hann falli í hendur Þjóðverja, verð- ur að drepa hann! Vísindi háskans. Hver var þá þessi maður, sem bæði hin stríðandi herveldi elskuðu svo heitt, að heldur vildu þau vita hann dauðan en lifandi í höndum óvinarins? Hér verður aðeins drepið á það helzta úr ævisögu Bohrs. Hann fæddist á dönsku prófessorsheimili og að stúdentsprófi loknu gaf hann einkum gaum að tveimur áhuga- málum: eðlisfræði og knattspyrnu. Hið síðarnefnda stundaði hann sem meðlimur í Akademisk Boldklub og var um skeið talinn í röð beztu knattspyrnumanna landsins. Spillti helzt fyrir honum, að stundum í miðjum leik átti hann til að falla í þanka út af einhverju hávísinda- legu efni, og gleymdi þá auðvitað stund og stað. Þannig bar það við í leik einum, sem skipti máli í sam- bandi við val í landsliðið, að hann tók upp boltann og fór að ígrunda, hvað væri innan í honum. Fyrir bragðið komst hann ekki í lands- liðið. Þetta dæmigerða prófessorsein- kenni loddi við hann alla ævi. Þeg- ar á unga aldri sló hann alla pró- fessora grínteiknaranna út. Bohr nam kjarneðlisfræði hjá Rutherford í Englandi, og framlag hans sjálfs til þeirrar vísindagrein- ar var slíkt að árið 1922, þegar hann var aðeins þrjátíu og átta ára að aldri, fékk hann Nóbelsverð- launin. Daginn eftir verðlaunaaf- hendinguna átti hann að flytja hina skyldugu Nóbelsræðu í Stokkhólms- háskóla. Það gekk heldur illa í byrj- un, því Bohr hafði gleymt handrit- inu einhversstaðar á leiðinni milli Kaupmannahafnar og Stokkhólms. „Kæti áheyrenda fór sívaxandi", segir í samtíma blaðafrétt, „þegar prófessorinn tók að snúa við vös- um og fletta vasabókum, en fann ekkert nema Nóbelsávísunina frá deginum áður". Sá snepill hleypti þó slíkum innblæstri í Bohr, að hann impróvíseraði fyrirlestur, sem stóð í tvær klukkustundir. Ekkert dagblaðanna gat þó birt nokkuð úr efni fyrirlestursins, því Bohr flutti hann á þann hátt, sem hann var vanur: á hrærigraut úr dönsku, þýzku og ensku og með höndina stöðugt fyrir munninum, svo að röddin varð að óskýru muldri. Kaupmannahafnarháskóli heiðr- aði Bohr með því að færa honum að gjöf kjarnarannsóknastofnun, sem var ætluð honum einum. Danska ríkið gerði sitt til að tryggja tímanlega velferð spekingsins með því að fá honum aðalbygginguna á Gamle Carlsberg til bústaðar ævi- langt. Þá kom fram það vandamál, hvernig koma ætti prófessornum milli þessara tveggja staða. Honum var stjakað inn í sporvagn, en hann mundi aldrei eftir því að fara út á réttum viðkomustað, jafnvel ekki þegar sporvagninn hafði snúið við og ók til baka. Einnig var reynt að kenna honum á bíl, en það varð of kostnaðar- samt, þar eð stöðugt þurfti að senda eftir lásasmið til að opna bíldyrnar. Yfirleitt hafði Níels þá skilið lykl- ana eftir inni í bílnum, auk þess sem hann skildi ævinlega við hann í gangi og með fullum Ijósum. Líkt og margir aðrir góðir Hafn- arbúar varð Níels Bohr um síðir reiðhjólariddari, en ekki gekk það heldur vandræðalaust. Ómerkilegir hlutir eins og umferðaljós, lögreglu- merki og umferð yfirleitt fyrirfund- ust auðvitað alls ekki á því tilveru- sviði, sem Bohr lifði og hrærðist á. Þetta hefði nú sumsstaðar ekki gengið árekstra- og slysalaust, en Danirnir leystu vandann prýðilega í anda þeirrar heimsspeki, sem þeim er eiginleg. Þeim þótti nefnilega vænt um prófessorinn sinn, og ef hann nú gat ekki lagað sig eftir um- ferðinni, þá varð bara umferðin að laga sig eftir honum. Lögreglumenn og vegfarendur voru fljótir að átta sig á, hvenær Bohr fór að heiman eða lagði af stað heim og hvaða leið hann hjól- aði. Og líkt og Rauðahafið vék fyr- ir Móse, þá vék umferðarstraumur Kaupmannahafnar fyrir þessum ein- staka, sérvitra vegfarenda. Þetta einstæða kerfi reyndist prýðilega og Bohr komst alltaf ómeiddur á á- fangastað, rannsóknarstofnunina á Blegdamsvej 15, þar sem hann klauf atóm í ró og næði. Það var á fjórða tugi aldarinnar. Kaupmannahöfn varð ein helzta miðstöð veraldar fyrir rannsóknir í kjarneðlisfræði; vísindamenn komu víðsvegar að úr heiminum og stóðu við allt upp í ár. En það var ekki lærdómur Bohrs einn, sem dró þá að, heldur alúðleiki hans og gest- risni, sem einkenndi hann fremur en flesta aðra háskólamenn. Heim- ili hans var ætíð opið, og þar var gestaherbergi, öl, smörribrauð og borð til að leika ping-pong. Dan- mörk var vingjarnleg vin í Evrópu ofbeldisins. Þann 9. apríl 1940 þrömmuðu svo Þjóðverjar óumbeðið inn í þessa vin undir blaktandi fánum og við gjallandi lúðraþyt. Bohr datt strax flótti í hug, enda 2g VIKAN 25. tm.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.