Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 49

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 49
— Skiljið þér nóg í arabisku, spurði hann lágum rómi, •— til að skilja textann? — Nóg til að haía martraðir út aí því. Mér virðist, að þessi Mulai Ismail yðar, sé ekki annað en blóðþyrstur rucidi. Osman Faraji svaraði ekki undir eins, heldu dreypti á sjóðheitu kaffinu, sem þræll hafði fært honum. —• Hvaða keisaradæmi, sagði hann að lokum — var ekki reist á morðum, striði og blóði? Mulai Ismail hefur varla lokið til fulls orr- ustu við bróður sinn. Hann er afkomandi Múhameðs að föðurnum til. Móðir hans var svertingi frá Súdan. — Osman Faraji, hafið þér i alvöru í hyggju að afhenda mig yfir- manni yðar, til að gera mig að einni af hinum ótölulegu frillum hans? —- Varla. Ég hef ætlað mér, að þér verðið kona hans númer þrjú og uppáhaldskona. Angelique ákvað að gripa til bragðs, sem engin kona myndi gera að nauðsynjalausu. Hún ákvað að bæta fimm, nei, sjö að lokum tíu ár- um við aldur sinn. E'ftir því varð hún að játa fyrir yfirgeldingnum, að hún væri yíir fertugt. Hvernig gat hann látið sér detta í hug, að gefa svo kröfuhörðum þjóðhöfðingja konu, sem komin var á hrönunar- skeið, til að vera honum til gleði, þegar hann sjálfur hafði sagt henni, að frillur, sem væru af léttasta blómaskeiði, væru fluttar til fjarlægra staða, svo stöðugt væri hægt að bæta nýjum við í kvennabúrið? Osman Faraji, hlustaði á hana með bros um varir — Eruð þér gömul? spurði hann. — Mjög gömul, sagði Angelique ákveðið, þótt henni væri það þvert um geð. — Það skiptir húsbónda minn ekki miklu. Hann er fullfær um að meta gáfur, reynslu og vizku eldri konu, sérstaklega þegar æskufagur lokkandi líkami hennar íelur vandlega öll ytri merki um þroskað hugarfar. Hann horíðist beint í augu við hana, ofurlítið striðnislegur á svip. — Likama ungrar konu, útlit þroskaðrar konu, en orka, þrá og þekking i listinni að elska — ef til vill ofurlítil sérvizka líka — konu í fullum blóma fegurðar sinnar — þetta hafið þér allt. Slíkar andstæður fara ekki framhjá húsbónda mínum. Hann mun sjálfur geta greint þær um leið og hann sér yður, því þrátt fyrir að hann er sjálfur ungur og ákaflega ástríðufullur að eðlisfari, er hann mjög fljótur að gera sér grein fyrir fólki. Hann getur haft hemil á ástríðunni, sem negra- blóðið í æðum hans hefur fært honum, nægilega til að njóta alis þess, sem hann sér í yður. Hann getur beðið rólegur síns tíma til að svala þrá sinni, því hann er likamlega og andlega hafinn yfir ótímabæra freistingu og sömuleiðis þreytu. Án þess að vanmeta það, sem hjá- konur hans hafa upp á að bjóða — eða öllu fremur af því að hann kann að horfa framhjá þeim við og við — getur hann fyllilega tengzt einni konu, ef hann sér í raun og veru í henni endurspeglun af sínu eigin sálarþreki. Vitið þér, hve gömul fyrsta eiginkona hans er, nú- verandi uppáhaldskona, sem hann leitar stöðugt ráða hjá? Hún er að minnsta kosti fertug — ef ekki mun meira. Hún er hræðilega feit, og höfði hærri en hann og svört eins og spaðaásinn. Þegar þér sjáið hana, verður yður til furðu hvaða vald hún getur haft yfir honum. Kona hans númer tvö, hinsvegar, er ekki yfir tvítugt. Hún er ensk, en féll í hendur sjóræningjum, þegar hún var á ferð ásamt móður sinni til Tangier, þar sem faðir hennar var liðsforingi. Hún er rósrauð og hvit og afar þokkafull. Hún er mjög hugþekk Mulai Ismail, en.... — En? — En Leila Aisheh, kona hans númer eitt, hefur hann undir þumal- fingrinum, þótt hún geri ekkert án þess að spyrja hann fyrst og hlýði honum ævinlega. Eg hef árangurslaust reynt að frelsa hann undan valdi hennar. Daisy litla, sem við köllum Valinu, núna síðan hún varð Mú- hameðstrúar, er síður en svo sofandi sauður, en Leila Aisheh lætur ekkert fram hjá sér fara. — Eruð þér ekki einnig tryggur þjónn Leila Aisheh? spurði Ange- lique. Yfirgeldingurinn hneigði sig hvað eftir annað og snerti axlir sínar og enni með höndunum til að gefa til kynna, að hann væri hundtryggur henni ekki síður en soldáninum. — En hvað þá um konu númer þrjú? Frmnili í næsta blaöi öll rétindi áskilin — Opera Mundi, Paris Knapapeysa Framhald af bls. 46. öxlina með því að sleppa (hand- vegsmegin) 3 I. 5 sinnum. Þá eru eftir 15 (21) I. Framstykki: FitjiS upp og hekliS eins og bakið þar til handvegir mæla 16 (17) sm. Sleppið þá 15 (20) miðlykkiunum að framan og heklið aðra hliðina fyrst. Fleklið hana þar til handvegurinn er jafn bakstykkinu. Gerið þá halla á öxl- ina á_sama hátt og á bakstk. Hekl. hina hliðina eins. Rúllukragi: Fitjið upp 15 I. + 1 I. til þess að snúa við. Hekl. munstur um 53 (56) sm. Leggið stykkin á þykkt stykki, nælið form þeirra nú með nálum. leggið raka klúta yfir og látið gegn þorna næturlangt. Saumið peysuna saman með þynntum garnþræðinum og aftur- sting eða varpspori. Saumið rúllukragann saman og saumið við hálsmálið. Heklið að lokum 2 umf. fasta- hekl í handvegina. Pressið laus- lega yfir saumana, ef með þarf. Mýjar hljómplötur Framhald af bls. 14. hálf syfjulegt lag og auk þess er erfitt að fylgjast með textanum. Því miður er plata þessi í heild ekki eins vel heppnuð og vonir stóðu til. Platan sannar að vísu, að Lúdó sextett er hljómsveit í fremstu röð, en jafnvel beztu hljómsveitir geta ekki blásið lífi í lög, sem dott- in eru uppfyrir. Væri nú ekki ráð að fela Karli Muller að semja lög fyrir næstu plötu? Honum er örugg- lega treystandi til þess, piltinum þeim! Sófasett VANDAÐ, STERKT 0G STtLHREINT SÓFAR, TVEGGJA-, ÞRIGGJA- OG FJÖGRASÆTA HÚSGAGNAVERZLUN ÞÓRSGÖTU 1. - SÍMI 20820. VERÐ SÉRSTAKLEGA HAGSTÆTT GÖÐ GREIÐSLUKJÖR HNOTAN Nancy, Ijónin og stígvélin Framhald af bls. 14. En nú víkur sögunni til Danmerk- ur. Ein þekktust hljómsveit þar í landi nefnist The Lions (Ljónin). Þeg- ar söngurinn um stígvélin tók að heyrast í Englandi tóku Ljónin sig til og sungu lagið á plötu. Var plat- an komin á markaðinn eftir ótrú- lega skamman tíma eða um svip- að leyti og söngur Nancyar tók að berast til Danmerkur. Ljónin sungu lagið auðvitað með enska textan- um, því að danskar hljómsveitir senda aldrei frá sér lög á hljóm- plötum með dönskum textum. Þess má líka geta, að leita má vel og lengi að þeirri hljómsveit í Dan- mörku, sem heitir dönsku nafni. Er skemmst frá því að segja, að útgáfa Ljónanna af stígvélunum rauk strax upp í topp á vinsælda- listanum, og var það eflaust ekki hvað sízt að þakka klókindum þeirra í sambandi við útgáfu plöt- unnar, en frá því verður nú greint. Ljónin létu sem sagt prenta merki með áletruninni „These Boots Are Made For Walking" (Þessi stígvél eru til þess að ganga í), og létu þeir merkið fylgja með hverri plötu. Merkið var hringlaga, 6.5 cm í þvermál og var hægt að líma það á leður- og gúmmístígvél, en Ljón- in létu þess getið, að einnig mætti líma það á töskur, leðurjakka o.fl. Kváðust Ljónin vænta þess að sjá allar stúlkur á aldrinum 6 til 80 ára ganga með þessa merkimiða. Ekki leið á löngu, þar til það var orðið nánast tízkufyrirbrigði að ganga með þessi merki. Svo mikið er víst, að fjöldi stúlkna keypti plötuna, án þess að hafa heyrt hana — til þess eins að tolla í tízk- unnil BLÓMABÚÐIN ÁLFHEiMAR 6 SÍMI 33978 REYKJAVÍK VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.