Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 13

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 13
allar kennslustundirnar fram á he- brezku. Klukkan er hálfþrjú og eftir hálf- tíma koma börnin heim úr skólan- um. Þau koma veniulega hlaupandi eftir götunni. Drengirnir bera bæk- urnar fyrir telpurnar og sveifla þeim fram og aftur í ólunum, sem þeim er haldið saman með. Svo taka þeir húfurnar þeirra og henda þeim upp í loftið í gázkafullri stríðni. Og einhversstaðar í miðjum hópnum er Sarah. Þegar ég kem augu á hana, verður mér alltaf dálftið þungt um andardráttinn svolitla stund og mig langar til að hlaupa niður og fylgjast með henni síð- asta spölinn heim. En hún yrði ekki hrifin af því, hún yrði heldur ekki hrifin af því ef hún vissi að ég sæti við glugg- ann á hverjum degi, til að bíða heimkomu hennar. Hún myndi horfa á mig, ósköp þolinmóð, og segja: — Pabbi, það gerir þetta enginn lengur, ekki þegar maður er kominn í sjötta bekk. Auðvitað hefur hún á réttu að standa, börnin eru orðin fær um að komast sjálf heim. Þegar ég sé til hennar, næ ég í annað mjólkurglas úr ísskápnum og nokkrar smákökur handa henni. Það er sérstök tegund af smákökum sem hún heldur mikið upp á. Ég passa að hafa þær alltaf til. Hún kemur hlaupandi inn í anddyrið, hendir bókunum á stól og segir: — Ég er komin heim, pabbi minn, og svo sezt hún strax að borðinu. Ég kem út úr dagstofunni, þangað fer ég ætíð áður en hún kemur inn, til að látast vera upptekinn — og segi: — Halló, Sarah. — Halló, pabbi, segir hún, með munninn fullan af köku. — Hefur þér gengið vel í dag? segi ég, eins og af hendingu. — Já, það var allt f lagi, svarar hún. — Harry Spector lenti í vand- ræðum aftur. Þetta voru ekkert nýjar fréttir fyrir mig. Ég hefi aldrei hitt Harry Spector, en mér skilst að ef hann lendir ekki f einhverjum vandræð- um, þá er það vegna þess að hann er lasinn. — Mamma hans verður að koma og tala við kennarann. — Hún hlýtur að vera orðin heimavön þar. Sarah hlær. — Ég fékk áttatíu og sjö í landafræðiprófinu. — Mundirðu eftir þessu sem ég sagði þér um Astralíu? — Ja-ham. Má ég fá aðra köku? Ég rétti henni aðra köku og hún dýfir henni í mjólkina. — Marilyn sagði mér nokkuð svo fyndið í dag, og hún segir mér hvað Marilyn Fine, bezta vinkona hennar sagði. Svo hljóp hún út til að leika sér um stund og ég horfi á eftir henni, þangað til hún hverf- ur fyrir hornið. Svo fer ég að hugsa um kvöldverðinn. Nei, ég var næstum búinn að gleyma því að það var svolftið öðruvísi f dag, í dag var síðasti dagurinn í skólanum. Hvernig gat ég verið svona gleyminn? Börnin ætluðu að halda skemmtun að skiln- aði. Hvernig gat ég verið svona gleyminn, og Sarah hafði ekki tal- að um annað síðustu viku. Það var gott að ég var búinn að kaupa kjól- inn. Eg keypti nýjan kjól handa henni fyrir þessa skemmtun. Börn geta verið svo miskunnarlaus við önnur börn, sem ef til vill voru ekki klædd eftir tízkunni. En Sarah hefur aldr- ei verið ótuktarleg við neinn og ég held að enginn hafi heldur sýnt henni miskunnarleysi. Þetta var fallegur kjóll, blár með hvítum bryddingum og fór vel við dökkt hár hennar. Ég keypti kjólinn hjá Klein og kom henni á óvart, ég var hræddur um að hún vildi vera í honum daglega, en hún var him- inlifandi og sagði að það væri bezt að geyma hann inni f skáp. — Mig langar til að sýna Eddie mig í spánýjum kjól, sagði hún, til skýringar. — Mig langar til að láta hann finna að ég sé að punta mig sérstaklega fyrir hann. Það er drengur í bekk Söru, sem heitir Eddie Liebowitz og ég veit að Sarah elskar hann. Ég spyr hana ekkert um þetta. Ég veit að hún elskar þennan dreng eins heitt og tólf ára gömul stúlka getur elsk- að. Ég býzt ekki við að hann viti að hún elskar hann. Ég sá þau einu sinni fylgjast að á heimleið. Eddie horfði beint fram og talaði við Söru, án þess að lífa á hana. Hann er laglegur, dökkhærður drengur, grannvaxihn og léttur í spori. Sarah gekk við hlið hans, horfði niður fyrir fætur sér og sparkaði í smá- steina á götunni. Við og við leit hún á hann, en var fljót að líta undan aftur. Þegar þau komu að horn- inu, kölluðu einhverjir vinir hans í hann og hann hljóp til þeirra. Telp- urnar hópuðust í kringum Söru, en hún starði á eftir honum, þangað til hann hvarf úr augsýn. Hún hafði talað mikið um Eddie allt árið. — Hann er ekki líkur hin- um strákunum, pabbi, sagði hún einu sinni. — Þeir eru allir reglu- legar pöddur, nema Eddie. — Pöddur, sagði ég, — hvers- konar pöddur? Ég vissi vel hvað hún átti við, en ég strfði henni stundum með vin- um sínum, venjum þeirra og mál- lýzku. Þegar ég virði hana fyrir mér í kunningjahóp, þegar hún er að fara [ bíó eða situr með þeim á þrepunum á vorkvöldum, finnst mér ég vera í órafjarlægð frá henni. Þá sný ég öllu upp í grín og kem henni til að hlægja. Eitt sinn, þegar hún talaði sem mest um Eddie, sagði ég: — Þú hlýtur að vera mjög hrif- in af honum. Þá horfði hún niður í súpudiskinn sinn, sagði — O, o . . . og svo borðaði hún súpuna með miklum hraða. Ég stríddi henni ekki með Eddie eftir þetta og minntist aldrei á hann að fyrra bragði. Nú sit ég við gluggann og hugsa um þessa bekkjarskemmtun Söru. Henni hlaut að Ijúka von bráðar. Sarah hafði sagt um morguninn: Við verðum öll í sama sal og frú Glazer keypti heilmikið af sælgæti og frönskum kartöflum. Svo keypti hún líka Coca-cola, þvf að maður verður svo þyrstur af frönskum kartöflum. — Ætlið þið ekki að gera neitt annað en að borða sælgæti á þess- ari skemmtun? spurði ég. Sarah burstaði brauðmola af borðinu niður í hönd sína og hvolfdi þeim upp í sig. — Auðvitað. Við ætlum að dansa. Ég þóttist verða stórhneykslaður. — Síðan hvenær eruð við farin að stunda dans í skólanum, hvar eig- ið þið að fá menntunina? — O, pabbi! Sarah hefur alveg dásamlegan hlátur, hún hlær svo hjartanlega og áhyggjulaust. — Þetta er ekki neitt venjulegt ball. Sko, sjáðu, ég skal sýna þér þetta. Frú Glazier kenndi okkur þetta. Komdu, ég skal sýna þér þetta. — Svona, sagði ég hlægjandi, — á morgunsloppnum? Ég var nefni- lega að strauja sparikjólinn. — Komdu, pabbi! Hún stappaði óþolinmóð með fætinum f gólfið. Ég tók straujárnið úr sambandi. — Jæja þá, sýndu þá vesalingn- um honum föður þínum til hvers skattarnir hans eru notaðir. Hvað á ég að gera? — Stelpurnar standa upp við vegginn og svo setur frú Glazer plötu á fóninn. Strákarnir koma og bjóða okkur upp. Hún hélt hand- leggjunum út og ég tók f hendur hennar og við völsuðum í hringi á eldhúsgólfinu. Augu Söru voru hálflokuð og hún trallaði ánægju- lega, þangað til ég steig ofan á tána á henni. Hún hljóðaði upp og stökk f burtu. Ég kraup á kné. — Meiddirðu þig, lofaðu mér að sjá. — Þetta er allt í lagi, þú hefur svo stóra fætur. Við hlógum bæði og ég stóð upp. — Það er gott að þú þarft ekki að dansa við mig. Við hvern ætlarðu að dansa, Sara? — Eddie, sagði Sarah, blíðlega en skýrt. — Ég ætla auðvitað að dansa við Eddie. — Hvaða Eddie, sagði ég stríðn- islega. — Pabbi! Auðvitað Eddie Lie- bowitz! Framhald á bls. 34. VIKAN 25. tbl. 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.