Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 41

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 41
HÖRPU MALNING // rétti þakklátur úr sér. — Hún var aðeins tvitug, þegar hún fiskaði mig upp, en hún var þá þegar ein af þeim stóru. Eg var í fangelsi í Saigon, og einhvernveginn kevpti hún mig út. Hún var þarna á ferð frá Norður-Afríku og hafði séð mig taka þátt í Thaiglímu fyrir viku, og þá hafði hún tekið eftir mér. — Thaiglímu. Hagan kastaði síga- rettunni út um gluggann. — Þá not- ar maður olnboga, hné, fætur, haus- inn — allt er það ekki? — Jú. Thaiglímumennirnir höfðu náð í nokkra karatesérfræðinga frá Japan og étið þá. Það er hraðinn, sem gefur þeim afl. Ég er svo sem ekki bundinn við neitt sérstakt kerfi . . . Hann þagnaði og yppti afsakandi öxlum, eins og hann væri hræddur um að vera leiðinlegur. — En hvernig sem það var, náði Modesty mér út úr tugthúsinu og flutti mig heim á hótelið sitt. Eg var eins og ræfill — hún var eins og Prinsessa. Willie hægði ferðina vegna um- ferðarljósa. — „Willie Garvin", sagði hún, „mér er sagt að þú sért hættuleg rotta. Eg hef engin not fyrir rott- ur, en ég hef á tilfinningunni, að í þér sé einhverskonar maður, sem er að reyna að komast út. Komdu að vinna fyrir mig, og þá fær þessi maður tækifærið". — Það hreif, Willie. Þú hlýtur að hafa unnið til þess. — Ég verð aldrei svo gamall, að ég hafi unnið til þess til fulls. — Ég get ekki ímyndað mér, að þakklætið sé allt á annan veginn. — Kannske ekki. Ég hafði víða verið og borið margt við. Það var ýmislegt, sem ég gat kennt henni. En hún hafði lifað tuttugu ár, sem hefðu drepið flesta aðra tíu sinn- um. Og hún hafði gert það án Willie Garvins. Hann yppti öxlum: — Ég byriaði ekki að lifa fyrr en hún kom og breytti öllu. — Og þó er hún hin fullkomna kona, sagði Hagan og minningin um hana fór eins og eldur í sinu um líkama hans. — Það er furðu- legt, að hún skuli geta það. — Hún er einstæð, sagði Willie blátt áfram: — Þú hefur enga til samanburðar. Það varð þögn. Þeir voru að beygja inn á Gray d'Albion, þegar Hagan mælti á ný. — Ég er hræddur, sagði hann lágt. — Drottinn minn, þetta er tómt brjálæði, Willie. Hún hætti. Og hún hafði allt, sem hugurinn girntist. Hversvegna var hún að koma aftur og blanda sér í þetta andstyggðar- starf? Þetta er ekki einu sinni líf! Willie stöðvaði þílinn og drap á honum. — Það er ein leiðin til að finna, að maður er lifandi, sagði hann. 11. Húsið stóð við endann á stutt- um malarvegi yfir Biot þorpinu, í hæðunum sunnan við Préalpes de Grasse. A tvær hliðar var húsið umgirt eikum, og á hinar tvær með háu gerði og gömlum steinvegg. I því voru fjögur svefnherbergi og tvær stórar stofur og eldhús og lítið eldhús á neðri hæðinni. Geisl- ar árdegissólarinnar féllu á græna óreiðuna í vanhirtum bakgarðinum. Modesty bakkaði Renault bílnum upp á hlaðið og lagði honum við hliðina á Peugeotinum. Hún steig út og gekk inn í eldhúsið. Willie Garvin var að fitla við gashitunar- tæki úti í horni. — Ég hélt, að ég gæti fengið þetta strax í gang, Prinsessa. Þú vilt komast í bað. — Þakka þér fyrir, Willie. Er ekki bezt að eitthvert okkar sofi í litla herberginu niðri, ef einhver skyldi koma að næturþeli? — Mér datt það í hug. Ég hef sett dótið mitt þangað inn og ferða- bedda. Hún kinkaði kolli. Bað og var- úðarráðstafanir. Henni kom aldrei á óvart, að Willie vissi óskir henn- ar fyrir fram, en það færði henni Fegupðapsamkeppnin 1966 AtkvæiaseOill Eg greiði atkvæði með því að ungfrú verði kjörin „Ungfrú ísland 1966". VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.