Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 22

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 22
Á myndinni sést leiðtogi og „spámaður“ Playboy-hreyf- ingarinnar, Hugh Hefner, með nokkrar af kanínunum sínum í kring um sig. HVAÐ VARÐ AF BÖRNUM NAZISTAFORINGJANNA? Þýzkt blað lét fyrir skömmu gera könnun á því hvað orðið væri um börn þeirra, sem réðu lögum og lofum í landi þeirra fyrir tuttugu árum. Kom þá í Ijós að mestur hluti „barnanna“ býr í Miinchen og nágrenni, þar sem nazisminn spratt upp og átti alla tíð —• og á enn, að sumra sögn — einlægast fylgi. Heinrich Himmler, sem öðrum fremur er talinn ábyrgur fyrir fjöldamorðum nazista í fanga- búðum og ótal hryðjuverkum öðrum, átti eina dóttur barna, sem Guðrún heitir (eftir Gjúka- dóttur?) og er nú þrjátíu og fimm ára að aldri. Hún vinnur á skrif- stofu hjá verzlunarfyrirtæki nokkru í Múnchen, sem selur matvæli. Hún er gift og ber því ekki framar nafn föður síns. Hún segist þrívegis hafa verið rekin úr starfi, þegar húsbændur henn- ar fregnuðu hvers dóttir hún var. Um Auschwits og annað af því tagi vill hún ekki ræða, en segist hafa verið hamingjusöm í bernsku. „Faðir minn var mér sá bezti faðir, sem hægt er að gera sér í hugarlund“, segir hún. Reinhard Heydrich, sem var landsstjóri Hitlers í Bæheimi og Móravíu, átti fjögur börn, og eru þrjú þeirra á lífi, tvær dætur giftar og sonur, sem er verk- fræðingur við flugvélaverk- smiðju í Múnchen. Sé hann spurður um hið Iiðna, segir hann: „Ég er verkfræðingur og raun- sæismaður. Ég horfi fram á við og hugsa ekki um hið liðna“. Sonur Hans Franks, sem var landsstjóri Hitlers í Póllandi og síðar hengdur í Núrnberg, vinn- ur við sjónvarpið í Múnchen. Hann kveðst vera einlægur lýð- ræðissinni og hata allt, sem beri svip af hernaði. „Systur mínar tvær eru enn sannfærðir nazist- ar, og ég hitti þær svo að segja aldrei“, segir vandlætari þessi. — Martin Bormann á sjö börn á lífi, enda var hann kvæntur að minnsta kosti tveimur konum samtímis. Einn sona hans er deildarstjóri við vöruhús í Ham- borg, annar verkstjóri við ein- hverja fabrikku í Ruhrhéraðinu. Tveir aðrir synir Bormanns — sem mun hafa talið sig heiðinn — hafa gengið í þjónustu ka- þólsku kirkjunnar, og starfar annar þeirra, sem heitir Martin eftir föður sínum, sem trúboði í Kongó. PLAYBOY KLUBBARNIR Eitt menningarlegasta og fallegasta tímarit, sem út er gefið í Bandaríkjunum, er Playboy. Það er hvað þekkt- ast fyrir myndir af fagurvöxn- um stúlkum, lítt eða ekki klæddum. En þar fyrir er auð- vitað langt frá því að það sé nokkuð sorprit, eins og það frumstæða fólk, sem alltaf þarf að vera að blanda kven- legri fegurð við sorp, heldur fram. í tengslum við blaðið eru sérstakir Playboyklúbbar í Bandaríkjunum og víðar. Hver meðlimur hefur undir höndum lykil, sem gengur að öllum klúbbum „reglunnar“, hvar sem er í heiminum. Um beina í klúbbunum ganga stúlkur, sem klæddar eru í stíl við kanínur, enda kallaðar Bunnies, en það þýðir víst litlar kanínur. 22 VIKAN 25. tbl. HANN MÁLAR MEÐ TUNGUNNI Listmálarinn á myndinni heitir Pat Paulsen, er dansk- ættaður en býr i Kaiiforníu. Ekki vitum við hversu mikill listamaður hann er, en fáir mála myndir sínar með meiri fyrirhöfn en hann. Hann læt- ur nefnilega hengja sig upp á « fótunum yfir léreftinu og slafrar síðan litnum á það með tungunni. Já, þetta er iist ’ (eða lyst)! c~-------> Síðan sfðast v________y

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.