Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 14

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 14
Nancy, Ijónín og stígvélin Þegar lagið „These Boots Are Made For Walking" tók að heyrast í Englandi, sungið af Nancy Sin- atra, var Steve Winwood, söngvari hljómsveit- arinnar Spencer Davis Group, spurður ólits á því. Hann sagði — Annað hvort er það hún, sem er hörmung — eða þá hliómsveitin. Eg er viss um, að þau gera öll sitt bezta til að gera lagið lélegt. En það átti eftir að koma á daginn, að ung- lingarnir voru ekki alveg á sama máli. Þetta sér- kennilega og áheyrilega lag komst þegar í 23. sæti vinsældalistans, og áður en langt um leið, var það komið í efsta sæti. Eins og nærri má geta, varð mikið um dýrðir hjá Sinatra fjölskyld- unni, en hér við bættist, að sonurinn, Frank Sin- atra, yngri, sendi um þessar mundir frá sér fyrstu hæggengu hljómplötu sína ag gamli mað- urinn sendi frá sér hvorki meira né minna en þrjár hljómplötur, tvær hæggengar og eina tveggja laga með laginu „It Was A Very Good Year". Framhald á bls. 49. Hann sló I gegn „Á s|ó“ I árslok 1964 komst nokkuð óvenjulegt lag ofarlega á vinsælda- iistann í Bretlandi. Það var lagið „Walk Tall" sungið af Val Dooni- can. Lagið var í kú- rekastíl, sungið djúpri og fallegri bassaröddu og stakk óneitanlega í stúf við önnur lög, sem um þær mundir voru á vinsældalistan- um. Val Doonican, sem er 36 ára að aldri, þykir hafa svipaða rödd og Jim heitinn Reeves. Hann hefur sungið í fjölda ára en vakti fyrst verulega athygli, er hann söng Walk Tall. Þrátt fyrir vinsældir þessa lags erlendis heyrðist það lítið hér á landi og sennilega væri það nú með öllu gleymt, ef Hljómsveit Ingimars Eydals hefði ekki vakið það til llfs- ins. Eða öllu heldur Ólafur Ragnarsson. Það var Ólafur, sem samdi hinn ágæta texta við lagið sem hann kallaði „A sjó". Víst má telja, að text- inn hafi átt drjúgan þátt í þeim dæmafáu vinsældum, sem lagið hefur átt að fagna. Ólafur er ungur Sigl- firðingur, — hann nam Framhald á bls. 36. Kynnti vinsælustu lögin Ilér birtum við mynd af vinsælli útvarpskonu, Ragn- heiði Heiðreksdóttur. Eins og kunnugt er, sá hún um þáttinn „Fónninn gengur“ s.l. vetur og kynnti þar vinsælustu lögin fyrir unga fólkið. Ragnheiður hefur líka séð um „Lög unga fólksins'í og um skeið átti hún hlut að þættinum „Með ungu fólki“. Ragn- heiður hefur starfað sem flugfreyja hjá Loftleiðum í vetur og hyggst halda því áfram í sumar. Hún er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri en hefur að auki numið við stúdentadeild Kennaraskólans og heimspekideild Háskóla íslands, þar sem hún las frönsku. Hvernig músik kann hún bezt að meta? „Alla fallega músik“, segir hún, „einkanlega verk gömlu meistarana, Brahms og Beethovens — og svo finnst mér alltaf gaman að djassmúsik“. Ragn- heiður er ættuð frá Akureyri og er af skáldaættum. Faðir hennar er Heiðrekur Guðmundsson Friðjóns- sonar frá Sandi. Allt er hey í harðindum'*, sagði karlinn forðum. Þetta datt okkur líka í hug, þegar við hlýdd- jm á hina nýju hljóm- plötu Lúdó sextetts. Platan hefur að geyma fjögur lög, og eru þrjú þeirra erlend og hafa notið vinsælda hér í sinni upprunalegu mynd. Nú er spurning- in sú, hvort íslenzkir textar geta vakið ný- sálaða drauga til lífs- ins á ný. Okkur finnst það ósennilegt. Fjórða lagið er fs- lenzkt, Laus og liðug- ur eftir Jónatan Ólafs- son, og það er einmitt þetta lag, sem vekur mesta gleði og gefur plötunni gildi. Að vísu kemur þetta lag kunn- uglega fyrir eyru, en útsetning Jóns Sigurðs- sonar á laginu er svo dæmalaust skemmti- leg, að það hlýtur að eiga langa lífdaga fyr- ir höndum. Það er at- hyglis vert, að Stefán Jónsson hefur tamið sér harðan framburð (sem líkist hinum norð- lenzka), er hann syng- ur þetta lag. Sannleik- urinn er sá, að skýr textaframburður er mjög mikilvægur og er eins gott að söngvar- ar geri sér grein fyr- ir því. Stefán er í essinu sínu, er hann syngur um Sigurð sjómann og nýtur enda góðrar að- stoðar Lúdóanna í spili og söng. Þetta er lag :yrir unglinga og eldri unglinga! Lúdó hefur bætzt góður liðsauki þar sem Þuríður Sigurðar- dóttir er. Skelfing hlýt- ur hún annars að vera þroskaður unglingur ef hún er aðeins 16 ára! Röddin er einkar þægileg áheyrnar, og það er greinilegt að stúlkan er mjög músi- kölsk. Hins vegar gef- ur lagið, sem hún syngur ásamt Stefáni, Elskaðu mig, ekki til- efni til verulegra til- þrifa. Þetta er hrein og klár klisja af laginu Baby, don't go, sem hjúin Sonny og Cher sungu á sínum tíma og aldrei naut neinna til- takanlegra vinsælda. Vonandi fær Þuríður að spreyta sig á öðru og betra lagi innan tíðar. Lagið „Er nokkuð eðlilegra" er öllu ris- meira, en þetta lag söng Tom Jones á sín- um tíma undir heitinu It's not Unusual. Til þess að geta gert þessu lagi viðunandi skil, þarf talsvert radd- svið og það verður raunar ekki af Stefáni skafið, að honum tekst glíman vel framan af, en þegar kemur að finale — lokaþættinum — á hann í erfiðleik- um með að hitta á efstu nóturnar. Vafamál er, hvort lagið „Ég bíð einn" fellur í kramið hjá unglingunum. Þetta er Framhald á bls. 49. VIKAN 25. tbl. ÍDl I issaiítirif tjí Hvert er hlutverk bassans í hljóm- sveitinni? Við höfum óður fengið svar við samskonar spurningu varð- andi sóló- og rhythmagítar. Bass- inn er mjög mikilvægt hljóðfæri í hverri hljómsveit og hér fó byrjend- ur í bassaleik athyglisverð heilræði fró þeim bassaleikurum, sem þykja skara fram úr í brezkum hljóm- sveitum. PAUL McCARTNEY BEATLES Hvernig á að leika á bassagítar? Kauptu þér hljóðfæri, lærðu að stilla það, lærðu að leika á það og þú ert fær í flestan sjó! Auð- velt! Ja, ekki alveg svo, kannski. Mitt hlutverk er að leika góða bassa kafla og ekki of mikið af slíku. í hreinskilni sagt veit ég ekki nógu mikið um músik til þess að geta skilgreint það nákvæmlega. Yfir- leitt reyni ég að spila nokkurn veg- inn það sama og Ringo spilar á bassatrommuna — en það fer ekki alltaf saman! Eg get ekki lesið nót- ur, og ef ég ætti að svara hvort slíkt væri nauðsynlegt, mundi ég segja bæði já og nei. Það eru til miklu betri bassaleikarar en ég, sem geta lesið nótur og miklu betri bassaleikarar en ég, sem geta það ekki. Það er öldungis ómögulegt að setja fastar reglur hvað það snertir. Það fer algerlega eftir þv(, hvað þig langar til að leika .... Hið mikilvægasta við bassagítar- námið er að læra að meta, hvenær maður á að spila með og hvenær ekki. Þeir eru margir, sem reyna að leika sóló á bassagítar. En það er bara ekki hlutverk hljóðfæris- ins. BILL WYMAN ROLLING STONES Hlutverk mitt hjá Rollingunum er í fáum orðum sem hér segir: Að sjá um fastan rhythma fyrir hina, á- samt trommum Charlie Watts. Að gefa Brian og Keith stöðugan og fastan rhythma þannig að þegar þeir eru ekki með í spilinu eitt and- artak sé undirstöðurhythminn gegn- um gangandi. Bassagítarleikarinn verður að geta lagað spil sitt eftir trommunum. Haltu áfram að spila og gættu þess að verða ekki á eft- ir. Ég held að enginn leggi út á þá braut að verða góður bassagít- arleikari. Allir byrja á því að læra á gítar, en komast svo að raun um, að það er mest eftirspurn eftir bassagítarleikurum. Mér þykir Iíka gaman að leika á píanó, en ég fæ sjaldan tækifæri til þess. Eitt hið erfiðasta við að læra og æfa er, að það er ekki hægt að æfa hvar sem er með magnara. Þess vegna verður þú að æfa þig á venjulegan konsertgítar og ímynda þér, að þú sért að spila á bassa. Mjög erfitt! Gangi þér vel! Gættu þess, að bassagangurinn verði ekki of flókinn. Reyndu ekki að leika það sama á bassann og leikið er á gítarinn, sem er mikil- vægasta hljóðfærið. Bassinn á ekki að skera sig úr. Spilaðu á sem ein- faldastan hátt og alltaf stöðugt. [ hljómsveit eins og The Searchers er bassinn mjög mikilvægt hljóð- færi, því að þar eru tvö hljóðfæri, sem sjá um rhythmann — bassa- gítarinn og trommurnar. Hin hljóð- færin verða að treysta á okkur hvað það snertir. Ef okkur tekst ekki að ná rhythmanum, verður út- koman ekkert annað en hrærigraut- ur. Bassinn er mjög mikilvægt hljóð- færi, en fáðu aldrei þá flugu í koll- inn að hann sé sólóhljóðfæri. Ég held að hverjum bassaleikara finnist það stundum óttalega eymd- arlegt að sitja bara og toga ( strengi — búmm, búmm, búmm! En ef betur er að gáð, býr bassinn yfir miklum möguleikum. í sumum lögum spila ég hraða kafla og það er oft hægur vandi að finna mögu- leika á skemmtilegum bassagangi. Aður en ég sneri mér að bassan- um, lék ég á gítar, og ég er sann- færður um, að það hefur hjálpað mér mikið. En maður verður að styðja miklu fastar á bassastreng- ina, og það þarf mikla æfingu til að geta spilað hratt. Ef maður er sífellt að skipta um bassa og gítar, nær maður aldrei langt á hvorugt hljóðfærið. Ég æfi mig ekki eins mikið núna og ég var vanur, en ég keypti mér nýlega kennslubók í bassaleik. Ég get lesið nótur, en það kemur ekki að gagni í þess- ari tegund tónlistar. Þegar ég æfði mig var ég vanur að notast við kontrabassa, þv! að það er svo erfitt að finna stað, þar sem hægt er að æfa með magnara. í hljóm- sveit eins og okkar er bassinn mjög áberandi hljóðfæri og stundum jafnvel hið hávaðasamasta. ERICHH haydockFt] HOLLIES Til að byrja með skaltu vera reiðu- búinn að eyða álitlegri peninga- upphæð til þess að kaupa gott hljóðfæri og einnig ódýran kontra- bassa til þess að þú getir strax byrjað að æfa þig. Þeir eru margir, sem kaupa rafmagnsbassa, fara með hann heim og komast skyndi- lega að raun um það, að það vant- ar magnara. Hið eina, sem þeir hafa í höndunum er fjöl! Ég á stór- an kontrabassa heima, sem ég æfi mig á. Hann kostaði mig aðeins 20 pund (um 2.500 ísl. krónur). ( hljómsveitinni nota ég rafmagns- bassa. Tilsögn? Það fer eftir því, hvernig músik þú ætlar að leika. Ef þú ætlar að spila rokk og ról græðirðu ekki mikið á tilsögn. En ef þú ætlar að leggja músikina fyrir þig, þarftu auðvitað að læra allt í sambandi við hana. Eitt skaltu hafa í huga ( sambandi við bassa- leikinn: Þú getur alltaf skrúfað styrkinn á magnaranum NIÐUR. Það eru svo margir, sem spila svo Framhald á bls. 37. Stjörnublik Söngkonur, sem vert er að veita athygli eru Þuríður Sig- urðardóttir og þessi Ijómandi laglega stúlka, sem syngur endrum og eins með hljóm- sveitinni 5 Pens . . . Piltarn- ir þeir ættu að virki.a þann kraft betur og kalla hljóm- sveitina 6 Pens . . . Óðmenn- irnir hans Berta Jensens mjög efnilegir hljóðfæraleik- arar — og söngvarar góðir að auki. Fallegt var lag ann- ars gitarleikarans, sem heyrð- ist í útvarpsþætti unga fólks- ins fyrir skömmu . . . Tóna- bræðurnir Gunnar Jökull og Sigurður hafa dvalizt í Lon- don um nokkurt skeið í þv! skyni að „stúdera hljóm- sveitir og föt" . . . Ernir bezt klædda hljómsveitin — í smokingfötum . . . Tempó- hljómsveitin aftur komin á kreik. Piltarnir halda enn hópinn allir, þótt margar hljómsveitir hafi haft auga- stað á Palla trommara — þar á meðal 5 Pens . . . Pétur Östlund hefur tvö trommu- sett til skiptana . . . Lómar frá Selfossi einum of hávaða- samir, þar sem þeir leika ( litla salnum í Glaumbæ . . . Hljómar senda innan skamms frá sér sex lög á tveimur hljómplötum. Útgefandi er Parlaphone. Plöturnar verða f skrautlegu hulstri, sem Jón Lýðsson sér um . . . Hvenær ætla Ernir að læra textann við lagið Colours? . . . Er það ekki undarlegt tiltæki að kalla eina hljómsveit „Fimm pennar"? . . . Dúmbó sextett aldrei betri en nú. Það er alltaf góð stemming, þar sem Dúmbóarnir leika fyrir dansi enda er músikin fáguð og fjölbreytileg og sviðs- framkoma þeirra fjörleg og til fyrirmyndar. . . Hans Kragh og Ormar, sem áður léku með Lúdó, leika nú með Hauk Mortens í Klúbbnum. V__________________________________J VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.