Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 29

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 29
var hann af Gyðingaættum. En hann vildi ógjarnan yfirgefa sitt indæla föðurland og vonaði, að þýzka pest- in myndi von bróðar líða hjó, rétt eins og hver önnur leiðindi. Og það er engan veginn óhugs- andi, að Níels Bohr hefði fengið að vera í friði til stríðsloka, ef svo hefði ekki viljað til, að rannsóknir hans snerust um þau vísindi, sem allir herdrottnar og pólitíkusar fóru nú að nasa í, ón þess að nokkur bæði þó um — kjarnaklofningu. Heilaveiði. Þegar órið 1940 var vfsindamönn- um í Þýzkalandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi orðið Ijóst, að með keðjuverkunum var hægt að framleiða vopn, sem öllum öðr- um tæki fram um eyðileggingar- mótt. Enda hafði þegar verið haf- inn undirbúningur að framleiðslu þessa ógnaróhalds. í Þýzkalandi voru sérstakar að- stæður fyrir hendi. Sumir eðlisfræð- inganna þar voru svarnir haturs- menn nazista og töfðu verið sem mest þeir móttu, og þar að auki fékk Hitler lítið um gang þess að vita. Þeir, sem rannsóknunum stjórn- uðu, óttuðust nefnilega, að ef For- inginn fengi óhuga ó starfi þeirra, gæti hann ótt það til að heimta af þeim sprengju að sex vikum liðn- um eða svo, að fangelsa þó svo ef það gengi ekki eftir. En herstjórnin þýzka vissi um möguleikann ó að framleiða kjarn- orkusprengju, og einnig Gestapó og Abwehr, njósnaþjónustan. Það nægði til þess, að óvinir Þjóðverja móttu fara að vara sig. Bandamenn voru líka sannfærðir um, að Þjóðverjar væru komnir vel ó veg með að framleiða kjarnorku- sprengju, og ólmuðust eins og ber- serkir við að komast framúr þeim. Arið 1942 voru brezkir og banda- rískir vísindamenn farnir að vinna saman og nóðu ógætum órangri. Og 1943 hófst „heilaveiði" ó yf- irróðasvæðum beggja stríðsaðila. Athygli þeirra beindist fljótlega að Kaupmannahöfn og Níelsi Bohr. Sendimenn bandamanna höfðu hvað eftir annað samband við Bohr, en hann hikaði lengi vel við að yfirgefa land sitt. En þegar banda- rískur njósnari, dulbúinn sem dansk- ur garðyrkjumaður, upplýsti pró- fessorinn um, að hann væri næst- ur ó listanum hjó Gestapó, skipti hann um skoðun. Níels Bohr hafði samband við bróður sinn, stærðfræðiprófessorinn Harald Bohr, og danska andspyrnu- hreyfingin veitti þeim aðstoð við að skipuleggja flóttann. Danskir andspyrnumenn og sendi- menn bandamanna gerðu nókvæma óætlun um hvernig öllu skyldi hag- að. Sænska sendiróðið ( Kaup- mannahöfn, undir forustu Gustafs von Dardel, ambassadors, átti Ifka mjög sómasamlegan þátt í flóttan- um. Eitt barnabarn Bohrs var of ungt til að geta flúið á sama hátt og þau eldri. Málið leystist þannig, að barnið sem var stúlka, var flutt yfir Eyrarsund í innkaupatösku, sem sænskur sendiróðsstarfsmaður átti! Sjálfur flóttinn gekk alveg eftir áætlun. Bohrbærðurnir og þeirra fólk klæddu sig svo sem til stuttr- ar ferðar og lögðu svo af stað á- leiðis til frelsisins í hinum og þess- um sporvögnum. Sendimenn banda- manna höfðu lagt fyrir Bohr að taka með sér alla þá pappíra, sem rannsóknum hans viðkæmu, auk alls þessa þungavatns, er til væri í Dan- mörku. Hið síðarnefnda var ekki mikið að vöxtum — það komst fyr- ir í einni ölflösku, enda tók Bohr það með sér í þessháttar íláti . . . Þegar ekki varð lengur farið með sporvögnum, tóku menn úr and- spyrnuhreyfingunni við flóttafólkinu og fóru með það á óbyggðan stað, þar sem myrkurs var beðið í mikl- um spenningi. Þegar það skall á að nokkrum klukkustundum liðnum, var lagt af stað niður að Suðurhöfn, og síðustu fimm hundruð metrana skreið fólkið í vatni og krapa. „Skríddu ekki í vatninu, Níels! Þú gætir fengið kvef"! hvíslaði frú Bohr. Prófessorinn brosti. Konu hans hafði aldrei lærzt að sýna Gestapó, blóðhundum og hermönnum til- hlýðilega virðingu. Skjalið sem gleymdist. í Limhamn tók sænska lögreglan við flóttafólkinu og ók því til Lund- ar, þar sem sendimenn banda- manna biðu prófessorsins og papp- íra hans. En Bohr var auðvitað jafn mikill prófessor og fyrri daginn. Nú end- urtók sig sagan frá Stokkhólmi 1922. Niels Bohr rótaði í farangri sínum og sneri við öllum vösum. Honum hafði orðið það á að gleyma skjalinu, þar sem hið þýð- ingarmikla leyndarmál hans var skráð, heima í Kaupmannahöfn . . . Sendimenn bandamanna jafnt og fulltrúar sænsku yfirvaldanna urðu skelfingu lostnir og leituðu í ofboði hjálpar hjá von Dardel ambassa- dor. Hann sendi einn fulltrúa sinna, Barck-Holst, til hins yfirgefna heim- ilis prófessorsins, Barck-Holst var svo heppinn að finna hið dýrmæta skjal og koma því undan rétt áður en Gestapó kom á vettvang sömu erinda. Níels Bohr og fjölskylda voru nú sett um borð í lest til Stokkhólms. Þá bárust skilaboð frá danska frels- isráðinu: sagt var að Gestapó hefði boðið sænskum leigumönnum sín- um að myrða vísindamanninn! Sænska lögreglan tók til sinna ráða: hún stöðvaði lestina við Söd- ertalje og lét Bohr yfirgefa hana. Síðasti spölur ferðarinnar var far- inn í vandlega hervörðum lögreglu- bíl eftir fáförnum vegum. Níels Bohr dokaði nokkra daga við í Stokkhólmi, heimsótti konung- inn, Gunther utanríkisráðherra og ýmsa vini meðan næsti áfangi flótt- ans var undirbúinn. Samkvæmt sér- stakri fyrirskipun Churchilis lentu tvær léttar, hraðfleygar sprengju- flugvélar af moskítógerð á Bromma- flugvelli, og í dagrenningu fimmta Kápur Dragtir úr Crimpline og ull Blússur Piis Bnxur T Laugaveg 31. — Sími 21755. VIKAN 25. tbl. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.