Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 31

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 31
okótber var allt tilbúið til ferðar. Bohr varð steinhissa þegar flug- mennirnir heimtuðu, að hann skyldi liggja á ákveðnum stað í geymslu- rúmi flugvélarinnar, meðan á ferð- inni stæði. Vitaskuld var honum ekki sagt, að hann var staðsettur beint yfir sprengjugatinu. Flug- mennirnir höfðu fengið eftirfarandi skipanir frá leyniþjónustunni sinni: Ef þýzkar orrustuflugvélar ráðast á ykkur, skuluð þið opna sprengju- gatið og sleppa Bohr niður. Hann má fyrir alla muni ekki komast lif- andi í hendur Þjóðverja! Fleira varð til þess að gera ferð- ina óþægilega. Flugvélin fór eins hátt og hún komst, svo að nauð- synlegt var að setja á sig súrefnis- grímu. En þrátt fyrir allan sinn vís- dóm botnaði Bohr ekkert í þess- konar tæki og lá í svima mestan hluta ferðarinnar. Moskítóvélarnar komust leiðar sinnar slysalaust og lentu sam- kvæmt áætlun á Lucasflugvelli við Aberdeen. Englendingarnir kunnu sér ekki læti fyrir fögnuði og Churchill var þegar send tilkynning um málalok- in, og hann óskaði flugmönnunum í staðinn til hamingju. Nú voru llk- lega flestar meiriháttar áhyggjur úr sögunni. Nei, ekki alveg. Bohr afhenti stoltur pappíra sína með árangri rannsókna sinna og tók siðan upp — flösku af Carlsberg Hof. Hann hafði — utan við sig eins og fyrri daginn — tekið með sér skakka flösku! Vissulega er Hof heimsins bezti bjór og dugar til mikils, en allt um það er vonlítið að framleiða úr honum atómbombur. ( ofboði voru skipanir sendar til erindreka brezku leyniþjónustunnar [ Skandinavíu: ( Guðs bænum náið í hina bjórflösk- unal Einn bíræfinn erindreki dulbjó sig sem nazískan liðsforingja og komst þannig inn I hús Bohrs, sem Þjóð- verjar nú hersátu. Hann gekk beint að kæliskápnum, tók fram smörri- brauð og útbýtti meðal nærstaddra hermanna. Flöskunni með þunga vatninu stakk hann hinsvegar á sig og hafði sig á brott. . . Allt fram til þess að Bohr dó, 1962, var hann spurður um þenn- an atburð, sem margir voru vantrú- aðir á að hefði gerzt. En enginn fékk greinilegt svar. Níels Bohr svaraði aðeins með umli, sem enginn skildi. Kannski var hann í vafa um, hvoru hann ætti að sýna meiri hollustu: hinum eilífa sann- leika eða auglýsingadeild hinnar frábæru Carlsbergölgerðar. ☆ Hlutabréf í norðurljósunum Framhald af bls. 11. 1 staka myndir, bæði hér og erlend- is, en þar hafa tilviljanir ráðið. — Málaralistin er auðvitað þitt l fyrsta og helzta tómstundaáhuga- mál. — Aðeins öðrum þræði, mundi ég segja. Hitt er þjóðarbúskapur okkar íslendinga. Mér finnst hann hafa verið nokkuð ógætilega rek- inn undanfarna áratugi. Mér líð- ur l(kt og farþega í bll með drukkn- um bílstjóra, þegar ég hugsa til þeirra búskaparhátta. — Það liggur við að ég sé hissa. Hvernig getur listelskur maður eins og þú nennt að eyða dýrmætum tíma í jafn leiðinleg viðfangsefni og maður hefði haldið að stjórn- og efnahagsmál væru? — Það má með nokkrum rétti komast svo að orði, að áhugi minn á rekstri þjóðarbúsins eigi sér þjóð- ernislegar rætur. Ég fór snemma að reyna að íhuga, hvernig hin almenna velferð yrði bezt tryggð. Og ástæðan var og er m.a. sú, að ég trúi því, að þessi þjóð hafi al- veg sérstaka ástæðu til að vernda þjóðerni sitt. Hef þar einkum í huga tunguna og bókmenntir hennar, fornar og nýjar, og tengsli tung- unnar við bókmenntirnar og sög- una. En efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er frumskilyrði þess, að hægt sé að varðveita þessi þjóð- ernislegu verðmæti. Ég fór því að leitast við að gera mér grein fyrir, hversu sterkar stoðir rynnu undir efnahagslíf okkar. Eitt af höfuð- VIKAN 25. tbl. Gillette Super Silver gefur yður fleiri rakstra, en nokkurt annaB rakblað, sem þér hafiðT átfur notaC. Miklu fleiri rakstra. Nýja Gillotte Super Silver rakblatsitt hefur pessa miklu teknisku kosti yfir öll önnur rakblöö: Störkostlegt nýtt, rytffrítt stál húöatf meö EB7_ Gillette uppfinning—beittari egg, sem endist lengur og gefur mýkri rakstur. Maður uppgötvar stórkostlegt nýtt endingargott rakblað, sem gefur miklu, miklu, fleiri og þægilegri rakstra, en nokkurt annað rakblað, sem þér hafið nokkru sinni notað, og auðvitað er það frá Gillette. Gillette Super Silver GiIIette Q) SUPER SILVER “7 £. STAINLESS BLADES engin vertthœkkun

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.