Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 8

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 8
SILUNGAFLUGUR - LAXAFLUGUR SPÆNIR - ÖNGLAR - VEIÐI- HATTAR - VEIÐIGALLAR - VEIÐI- STÍGVÉL - VÖÐLUR - þykkar og þunnar. VESTURRSÖT GARDASTRÆTI. svefnpokinn er fisléttur og hlýr. Pokanum fylgir koddi, sem festur er viff hann meff rennilás. Pokanum má meff einu handtaki hreyta í sæng. Auk þess er auffvelt aff reima tvo poka saman (meff renni- lás) og gera aff einum tveggja manna. — Fariff ekki í útilegu án dralon-svefnpoka frá Gefjun. KADETT FASTBACK iílaDPófun Vikmar Þetta er lítill bíll og laglegur, að því undanskildu, að ég er ekki hrifinn af fastbökum. Ég álít, að það byggingarlag, að minnsta kosti í þeirri mynd sem algeng- ust er nú, sé stundarfyrirbrigði og þyki áður en langt um líður gamaldags og ekki fallegt. En það skiptir ekki öllu máli, Kad- ett er fáanlegur í fleiri útgáf- um, svo þar geta flestir fundið þá gerð, sem smekkurinn krefst. Hins vegar verð ég einnig að gera þá játningu, að kókflösku- lagið á venjulegu tveggja dyra gerðinni fellur mér heldur ekki alls kostar í geð; það er strax betra á fjögra dyra bíinum. Og þá' eru ekki eftir nema tvær týpur af stationbíl, —■ Caravan — og af þeim þykir mér ekki nógu falleg sú krómlistalausa. Ergo: Ef ég væri að kaupa mér Kadett, myndi ég að útliti til ekki vilja nema de Luxe út- gáfuna af Caravan, eða kann- ski fjögra dyra bílinn. Svona eru sumir sérvitrir. Saga Kadettsins er að sumu leyti fróðleg. Bíll með þessu heiti var fyrst framleiddur fyrir stríð, og var töluvert vinsæll. Svo bundu stríðsöflin enda á fram- leiðslu hans, og þegar Þjóðverj- ar höfðu giftusamlega tapað gönuhlaupi Hitlers sáluga, höfðu Rússar heim með sér stansana að Kadettinum. Þeir notuðu þá síðan sem aðaluppistöðu í bíl, sem þeir kölluðu Moskvits, og þess vegna voru gömlu Moskvits- arnir, þeir fyrstu, sem komu hingað, nákvæmlega eins og Kadettinn framan frá og aftur fyrir fremri hurðir. Og þar fyrir aftan nauðalíkur. En í Þýzkalandi var ekki tek- ið til við Kadettinn að nýju fyrr en krafan um lítinn, lipran bíl í 1000 ccm flokkinum tók að gerast hávær upp úr 1960. Þá var búinn til lítill og laglegur bíll, teiknaður samkvæmt kröf- um samtímans, og hlaut þetta gamalkunna nafn. Mikið af þess- um bílum hefur sézt hér á göt- unum. Eins og ævinlega, þegar nýr bíll kemur fram, þjáðist hann af nokkrum barnasjúkdóm- um, og Kadettinn fékk hér slæmt orð á sig, einkum fyrir óbeinan tilverknað bílaleigu, þar sem tvennt fór saman: Ekki var hugsað um bílana eins og til var ætlazt, og þar að auki hlutu þeir öðru jöfnu fruntalega með- ferð leigutaka, meðferð, sem í g VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.