Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 18

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 18
 Og siðustu fimm hundruð metrana skreið fóikið i vatni og krapa. Þaö eru nú tuttugu ár síðan fyrsta kjarnorku- sprengjan, „The Thin Man“ (Mjói maðurinn) sprakk yfir Hírósíma. Þá voru Bandaríkin eina kjarnorkuveldið. Nú eru þau fimm. Meðal þeirra er ekki Þýzkaland, en í heimsstyrjöldinni síðari munaði þó mjóu, að það ríki ynni kapphlaupið um kjarnorkuna. Á þeim árum reyndu Þjóðverj- ar nefnilega að hremma danska vísindamann- inn Niels Bohr, en misstu naumlega af honum. Hann faldi leyndarmál sitt í ölflösku og flýði í fiskibát til Svíþjóðar. 10 VIKAN 25. tbl. að var ískalt ( Kaupmanna- höfn þetta myrka haustkvöld, 28. september 1943, og flestir héldu sig innandyra, raunar ekki einungis vegna kuidans. Hinar þýzku jórngreipar höfðu hert tak sitt ó Danmörku upp á síðkastið, og Gestapó hundelti danska Gyð- inga og menntamenn af miklum ruddaskap. Þýzkir herbílar voru hvarvetna ó spani í höfuðborginni. Ljósin fró þeim urðu að grönnum ræmum í dimmunni; að öðru leyti var borgin myrkvuð. Bílarnir nómu staðar við hús, hverra númer merkt var við ó listum,- hermenn óðu inn og komu nokkrum augnablikum s(ð- ar út aftur, dragandi með sér danska borgara, svefndrukkna og klædda í nóttsloppa. Eftir tveggja óra þokkalega meðferð voru nas- istar nú teknir að meðhöndla Dani ó borð við aðrar þjóðir, sem þeir höfðu ó valdi sfnu. Christian Hansen var fiskimaður og formaður ó kútternum ,.Sæstjörn- unni". Hann hafði gerzt meðlimur ( andspyrnuhreyfingunni fyrr þó um haustið, og síðan hafði bótur hans stöðugt verið ( förum yfir til Sv(- þjóðar, þótt slíkt hefði mikla hættu í för með sér. í þessum ferðum hafði hann flutt fjölda landa sinna, sem óttu Gestapó yfir höfði sér. Þetta kvöld hafði hann fengið skilaboð þess efnis, að von væri á nýjum flóttamannahópi til flutnings. „Sæstjarnan" lá við festar ( Suður- ■GE9HBHRB£j5ig!EHB8K£9BSHnBIlll höfn. Allt var reiðubúið ... Skyndilega þóttist hann heyra ó- Ijós hljóð úti ( myrkrinu. Að nokkr- um sekúndum liðnum, komu fyrstu flóttamennirnir í Ijós, svo nokkrir í viðbót. Að lokum hafði Hansen troð- ið átján manneskjum niður í lest- ina, sem angaði af s(ld. Liðsmað- ur einn úr andspyrnuhreyfingunni gaf honum merkið „allt tilbúið", landfestar voru leystar og „Sæ- stjarnan" skreið frá landi svo Ktið bar á. Þýzki hafnarvörðurinn skrif- aði brottförina hjá sér, en hafðist ekki annað að. „Sæstjarnan" hafði fullt leyfi hernámsyfirvaldanna til að keyra út til fiskveiða. Christian Hansen var sjálfur við stýrið, eins og alltaf í þessum ferð- um. Fyrst keyrði hann út á syðri hluta Kögeflóans, en breytti þar um stefnu áleiðis til Limhamn á Sví- þjóðarströnd, rétt sunnan við Malmö, sem baðaði í Ijósum. Ferðin gekk snurðulaust, og að fjórum og hálfum tíma liðnum var „Sæstjarnan" komin inn ( sænska landhelgi. Þá þurfti ekki að fara jafn varlega og fyrr, og Hansen lét tilkynna, að þeir átján í lestinni mættu koma upp á þilfar og fá sér að reykja. Nokkrir menn kröngluðust upp úr lúgugatinu. Maður á sjötugsaldri, klæddur brúnum sportjakka og ( fyrirferðarmiklum skinnstígvélum, gekk út að borðstokknum og kveikti sér í pípu, en hinir kusu vindlinga fremur. v Þegar „Sæstjarnan" nálgaðist Limhamn, kom einn þeirra er vindl- ing reykti, til Hansens og sagði: — Mér þætti gaman að vita hvort þér vitið, hvaða greiða þér hafið gert heiminum í nótt? Hann benti á manninn með pípuna. — Þér haf- ið bjargað N(els Bohr Hansen hafði heyrt minnzt á hinn heimsfræga danska nóbelsmann, en skildi ekki fyllilega mikilvægi þess, að einmitt þessi aldraði prófessor hafði verið fluttur frá sínu her- numda föðurlandi. Svarið við þeirri spurningu fékk hann ekki fyrr en 6. ágúst 1945, þegar ein einasta sprengja þurrk- aði japönsku borgina Hírósíma út. í aðalstöðvum Gestapó ( Kaup- mannahöfn leið mönnum ekki alls- kostar vel á sálinni. Fyrir nokkrum árum höfðu þeir fengið strangar skipanir um að hafa sem nánastar gætur á Níelsi Bohr. Símtöl hans skyldu hleruð og bréf hans rit- skoðuð. Afrit af þeim átti þessutan að senda til Þýzkalands. Og fyrir fáum dögum höfðu yfirmennirnir í Berlín sagt þeim að undirbúa hand- töku prófessorsins. Einhvern næsta daginn átti að senda herflokk til heimilis Bohrs í Gamle Carlsberg. En nú hafði ekkert af prófess- ornum frétzt um nokkurt skeið — sími hans var þögull og af honum sjálfum sást hvorki tangur né tet- Framhald á bls. 28.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.