Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 43

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 43
JURTA-smjörlíki er heilsusamlegt og þrungiS fjörefnum JURTA-smjörlíki er bragðgott JURTA-smjörlíki er frábært í bakstur JURTA-smjörlíki fæst í þrem tegundum umbúða JURTA-smjörlíki er ódýrt alltaf ánægju. — Hvar er Paul? spurði hún. — Að bera hitt draslið upp. — Hvernig stóð hann sig heima hjá Pacco? — Vel. Willie kveikti á gastækinu og slökkti á eldspýtunni. — Mjög vel. Hann hefur það sem til þarf. — Viðbragð? — Aðeins of seint. Hann er eðli- legur. — Engar spenntar taugar? — Nei. Allt á sínum tíma. — Og aðferðin? -- Hraði og breidd. Þau töluðu í styttingum um mál- efni, sem þau höfðu kynnt sér fræiðlega og í framkvæmd af alúð og áhuga í mörg ár. Willie opnaði fyrir gasstútinn og rétti úr sér. — Sjáðu einhvern tíma Bucheimer- hulstrið, sem hann notar fyrir Cobr- una, sagði hann. — Þú gætir hagn- azt nokkuð á því að nota það, Prinsessa. — Hvað um brjóstin? — Eg held, að þau verði ekki fyr- ir. Og þetta er þess virði að reyna það einhvern tíma. — Gott. Viltu bera matvöruna inn úr bílnum, þegar þú hefur lok- ið þér af við þetta apparat, Willie. Hún gekk fram í ganginn og upp stigann. Paul var i stóra svefnher- berginu, sem sneri út að garðin- um. Hann hafði borið töskur þeirra beggja þangað inn. — Ég ætla að taka hitt herberg- ið, Paul, sagði hún. Hann starði á hana: — Hvað er að þessu? — Ekkert. En við ætlum ekki að sofa saman, vinur. Hún brosti og snerti handlegg hans um leið og hún gekk út að glugganum. — Það verður þá bara þeim mun betra á eftir. Hagan settist á rúmið og kveikti f sígarettu. — Ég veit, að við höf- um mikið að gera, sagði hann varlega. — Við verðum að vera iðin eins og maurar, og reyna að grafast fyrir um eitthvað, meðan lýðurinn hér er enn í taugaáfalli. En við verðum einhverntíma að sofa. Af hverju ekki saman? — Það gerir mismun, sagði hún. — Aðeins örlítinn mismun, en við höfum ekki efni á því. Hagan fann strikka á vöðvunum. Þögul þolinmæðin f svari hennar kom ólgunni upp í honum. Hann drap f sígarettunni, gekk yfir her- bergið og tók um axlir hennar og rykkti henni við, þannig að hún stóð andspænis honum. — Hvern fjandann ertu að þvaðra? spurði hann. — Við erum að vinna. — Allt í lagi. Þetta er ekki leit að helgum dómi. Fasta og naglabeddar hjálpa ekkert. Sjáðu, ég get lagt þig þarna yfir rúmið og tekið það núna, og að því loknu farið út og gert mína hluti eins hratt og hver annar. — Ekki alveg. — Þú segir mér það, sagði hann. Honum til ergelsis fann hann, dð annar helmingur huga hans var að virða fyrir sér ávöl kinnbein hennar og útlfnur varanna. — Mér þætti gaman að vita, af hverju þú ert svona andskoti viss um þig, sagði hann. — Viltu að ég gefi þér utanund- ir með því, Paul? — Já. Gefðu mér utanundir með því. Framhald í næsta blaði. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? Það er alltaf sami leikurinn i henni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur faiið örkina hans Nóa einhvers staðar i blaðinu og heltir góðum vcrðlaunum handa þeim. scm getur fundið tírkina. Verðlaunin eru stór' kon- fektkassi, fullur af bczta konfckti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgerð- ln Nói. Siðast er dregið var hlaut vcrðlaunin: Lára Hrafns, Hlíðartúni, Mosfellssveit. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 25. tbl. VIKAN 25. tbt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.