Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 44

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 44
Flosagjá á Þingvöllum ftR«ft-$PORT sliarU-sUín tv Kafaraútbúnaður af fullkomnustu gerð fyrirliggjandi. Þessi heimsfrægu merki mæla með sér sjálf. Þetta er mynd frá fangelsi í Kongo. Kæfandi hiti á dag- inn og ískalt á nóttunni. Þarna er safnað saman vasa- Hendurnar biðja Hann kom og1 lagði myndina á skrifborðið. Myndin var frá ó- hreinu, steikjandi heitu fangelsi fyrir utan I,odja í Kongó. Mynd af svörtum höndum, sem van- mátta teygðu sig út um þröng götin á fangelsisveggnum. Það var herflugmaðurinn Bert- il Skogsberg sem tók þessa mynd, í sína tíð, þegar hann var flug- maður í Iiði Sameinuðu þjóðanna í Kongó. í minnisbók sína skrif- aði hann: — Við höfðum flogið að litl- um bæ sem heitir Lodja, fyrir ncrðan Kasai, til að reyna að stilla til friðar milli tvggja kyn- flokka senj áttu í blóðugum bar- dögum, sín á milli. Fyrsía kvöldið: Við göngum fram hjá litlu húsi, sem er hlað- ið úr steinum og leir. Þakið er ryðguð eg beygluð járnplata. Það eru engir gluggar, aðeins göt í vegginn, með rimlum fyrir. Þetta er fangelsi. Fólk stjakar við mér, það vi 11 ekki að mér dvelj- ist þarna. Ámáttlcg hljóð heyrast innanfrá- Hendur eru réttar út, biðjandi en vanmáttka. Mér verð- ur flökurt, mér skilst að þeir séu dæmdir til að deyja þarna inni, hitinn hlýtur að vera óbærileg- ur undir járnþakinu. Hvað hafa þeir brotið af sér? Iívað hafa þeir gert? Ég spyr, en enginn getur svarað. Þetta eru vasaþjóf- ar og morðingjar. Við göngum áfram, en hræðilega átakanleg hljóð fanganna fylgja okkur. Nú eru liðin fjögur ár. Þið munið eftir nöfnunum . .. Lulua- bourg . . . Léopoldville . • . Kasai. Kvalahljóð og stunur frá litlu fangelsi í Lodje hafa þagnað. Fangelsið er þarna samt enn- þá. Sama fangelsið, sömu kæf- aiuli þrengslin innan skítugra múranna, sömu litlu götin í glugga stað, sama ryðgaða járn- þakið, í brennandi sólinni, sem þjófum og morðingjum. Allir fá sömu hegningu: hægfara, kvalafull an dauða .... um miskunn skín beint niður í hádeginu. Ekki nokkur andvari um þetta leyti árs og vatnið þornar upp í hitan- um. Sami kæfandi hitinn. En ekki sömu mennimir. Við vitum að flestir voru dæmdir til meira en fjögra ára. En — haldið þið að þeir geti verið sömu mennirn- ir, eftir fjögur ár á þessum stað? Ekki í þessu fangelsi. Nokkur mannslíf, hundruð mannslífa gera livorki til né frá í hinu hræðilcga blóðbaði í Kongó. Negrakynflokkar hafa malað hvor annan niður í hundruð ára, áður en hvíti kyn- flckkurinn k<^m til skjalanna í Afríku, Og nú, þegar þeir hafa rekið hann af höndum sér, hef- ur afríska menningin erft og til- einkað sér hinar grimmdarlegu aðferðir hvítu mannanna til við- bótar. Ilið nýja Kongó fæddist með miklum kvölum. Margir þeirra Belga og annarra hvítra manna, sem bjuggu í Kongó og byggðu upp landið- þora elcki að snúa „heim“. Þeir vita að í mörgum landshíutum ráða uppreisnar- seggir, sem lialda því fram að hvítir menn eigi ekki annað skil- ið en pínslir og daúða. Allir sem eiga útvarp eru álitnir njósnarar og eru settir í fangelsi. Og fang- elsin eru það sama og hægfara, þjáningarfullur dauði, þar sem þessir grimmdarseggir ráða. En hið nýia Kongó )»arl' á hjálp hvítra manna að lialda, meðan íhúarnir eru að koma sér upp nothæfri stjórn. Sx'artur herforingi í Elisabet- ville sagði fyrir nokkru: „Það er ekki l ægt að ætlast til þess að við getum náð þeim árangri á fáum árum, sem Evrópubúar hafa verið í fleiri aldir að læra. En biðið bara. Kongó er á upp- leið“! ^ VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.