Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 33

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 33
skilyrðum fyrir því að þjóðarbú- skapurinn geti gengið vel eru ár- vissar gjaldeyristekjur, en þær höf- um við fengið svo til eingöngu af sjávarafla á undanförnum árum. Útfrá þessu fór ég að afla mér fróðleiks um helztu fiskistofnana okkar. Ég man að ég fór að hugsa um þetta strax í kringum 1930, en þá heyrði ég Arna Friðriksson, fiskifræðing, flytja erindi um þetta efni. Hann hélt því fram, að af þrjátíu árgöngum þorskstofnsins frá aldamótum hefðu aðeins sjö komist nokkurnveginn upp, og á þeim hefðu fiskveiðar landsmanna byggst þessi þrjátíu ár, sem af voru öldinni. Þetta erindi Arna varð til þess, að á mig sótti sú hugsun, að ef of langt yrði á milli þess að fiskiárgangar kæmust upp, gæti svo farið að fiskilaust yrði við landið um nokkurt skeið. Ég tók þá að afla mér eins mikils fróðleiks um fiskirannsóknir og sögu fiskveiða okkar og mér var unnt, las allar heimildir, sem ég gat náð í, þar á meðal annála aftur til ársins 1646. Við þær athuganir komst ég að raun um, að fiskveiðar okkar hafa gengið mjög í bylgjum síðustu þrjár aldirnar,- en engar skýrslur til fyrir eldri tíma. Stundum hefur afl- ast vel, stundum miður og stund- um næstum ekkert, og hefur þá hallæri og hungur siglt í kjölfarið. Þetta virðist mér sanna kenningar Arna og hans lærifeðra. — Þér finnst sem sagt varasamt að treysta á sjávarútveginn jafn- mikið og við gerum nú? — Já. Hann er aðal burðarásinn I þjóðfélagsvél okkar eins og sak- ir standa, og ef hann brestur, þá stöðvast vélin. Við verðum að koma okkur upp fleiri atvinnuvegum, sem hægt er að treysta á til gjaldeyris- öflunar. Mín skoðun er sú, að við eigum að koma okkur upp útflutn- ingsiðnaði, einkum smáiðnaði, ó- háðum sjávaraflanum. — Fyrst við erum farnir að tala um þetta, væri ekki úr vegi að heyra álit þitt á álsamningum. — Ég er honum feginn, þótt sitt- hvað kunni að vera út á samning- inn sjálfan að setja. Til þess liggja einkum tvær ástæður. I fyrsta lagi mun álframleiðslan færa okkur beinar og árlegar gjaldeyristekjur, sem draga dálítið úr þeirri miklu hættu, sem við nú erum í vegna ótryggra gjaldeyristekjustofna. í öðru lagi er ég þess fullviss, að þess verður ekki langt að bíða, að álið, sá ágæti málmur, verði und- irstaða margskonar iðnaðar í land- inu. Það er hentugt smíðaefni, og það tel ég afar mikilvægt, því ég hef óbrigðula trú á hæfileikum ís- lendinga til að stunda vandasaman iðnað. Dverghagir menn hafa allt- af verið á hverju strái á landi hér, og í sambandi við þann litla iðn- að, sem ég hef með höndum, hef ég oft sannreynt, að Islendingar standa jafnfætis eða framar út- lendingum með miklu meiri mennt- un og reynslu, þegar um meðferð véla er að ræða eða önnur vanda- söm verkefni. Ég man að ég las í einhverju fræðiriti, sem ég náði í í New York, að Islendingar hefðu eignazt fleiri hugvitsmenn en nokk- ur önnur þjóð — miðað við fólks- fjölda — að einni undanskilinni. — Og hverjir eru þessir ofjarlar okkar í framleiðslu sénía? — Gyðingar. — Ég heyri að þú hefur dvalið eitthvað vestra. Hvað hafðirðu með höndum þar? — Við stofnuðum þar lítið fyrir- tæki nokkrir iðnrekendur, til að kanna möguleika á sölu íslenzks iðnvarnings í Bandaríkjunum. Ekki get ég sagt að þetta hafi gengið mjög vel, en tel þó að komið hafi í Ijós, að ýmsar vörutegundir frá okkur séu vel seljanlegar á hinum mikla markaði þessa stórveldis. En atvikin voru okkur óhagstæð, með- al annars sökum þess, að fram- leiðslukostnaðurinn heima hefur vaxið um marga tugi prósenta, síð- an við byrjuðum á þessu. Og við, sem stöndum að iðnaði til útflutn- ings, fáum engan stuðning frá því opinbera, gagnstætt því sem er um sjávarútveg og landbúnað. Það er meira að segja erfitt fyrir okkur að fá endurgreidda tolla af efnivörum, sem á þó að fást. Það er hreinlega um engan stuðning að ræða frá því opinbera, þrátt fyrir ítrekaðar eftirleitanir, og þótt tiltölulega lít- ils stuðnings þyrfti við til að gagn gæti orðið að því, sem búið er að leggja í þessa markaðsleit. Annars var ég að fá heldur góðar fréttir að vestan áðan. En hvað er að segja um við- horf annarra en ríkisvaldsins? — Það þykir víst flestum fráleit tilhugsun að hægt sé að selja hluta- bréf í Norðurljósunum, en það hef- ur þó tekizt að sögn. Og það hefur líka tekizt að selja hlutabréf í fyrir- tækinu okkar í New York. Margir þjóðhollir menn og iðnrekendur hafa lagt þar fé af mörkum, og fyrirtækið starfar enn. — Þú hefur þá enn trú á því, að í Bandaríkjunum sé hægt að skapa framtíðarmarkað fyrir ís- lenzkar iðnaðarvörur? — Já, ég hef trú á því, og sú trú byggist ekki hvað sízf á þeirri vissu, sem ég hef um ágæti íslenzku ullarinnar. Hún hefur eiginleika, sem engin önnur u11 hefur. Hún er svo fjaðurmögnuð, að þó kindin gegnblotni, þá klessist ullin ekki að bjórnum, heldur myndast loft- rúm, sem heldur á kindinni hita. Engin önnur sauðfjártegund í heim- inum getur státað af samskonar ull, nema lítill náskyldur stofn sem enn er til í Noregi. Þessi eiginleiki ís- ienzku ullarinnar gefur henni sér- staka möguleika með tilliti til ým- iskonar varnings, sem framleiddur er úr henni, til dæmis gluggatjalda og áklæða. Já, ég er ekki í vafa um, að hægt væri að vinna íslenzk- um iðnvarningi stórkostlegan mark- •að vestanhafs, ef markvisst væri sótt fram á þetm vettvangi. En það HÁRÞURRKA HEIMILANNA EINKAUMBOÐ: I. GUÐMUNDSSON & C0. H.F. REYKJAVÍK VIKAN 25. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.