Vikan


Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 23.06.1966, Blaðsíða 11
RÆTT VIÐ KRISTJÁN í ÚLTÍMU UM ÍSLENZKAN IÐNAÐ, ÞJÓÐARBÚSKAPINN, MÁLARALIST OG FLEIRA. Texti: Dagur Þorleifsson. Myndir: Kristján Magnússon. (j Kristján Friðriksson á skrifstofu sinni í Kjörgarði. í baksýn er myna sem hann hefur mála'ð af Jóhannesi úr Kötluin og litaborðið næst á myndinni. O Á saumastofu Últíma. Kristján gengur um og litur eftir. Sveinbjörn Bcin- teinsson rímnaskáld frá Draghálsi. Mál- verk cftir Kristján. Prinsessuna í hörpunni, sem er æv- intýri samið upp úr Völsungasögu, og Smóvinir fagrir, sem er kennslu- bók í jurtafræði, en í söguformi, o.fl. — Og svo stofnaðir þú Útvarps- tíðindi? — Jó, það var árið 1938 að ég ákvað að gefa út þetta blað, hafði auðvitað enga peninga, aðeins 750 krónur, látum okkur annars sjá . . . Kristján hugsar sig um smástund og hripar fáeinar tölur á blað. Heldur svo áfram: — Nú, 750 krónur voru nú ann- ars töluverður peningur í þá daga, líklega álíka og 50.000 krónur eru núna. En það er samt ekki mikið fé til að stofna fyrirtæki. Ég varð að gera allt sjálfur. skrifa blaðið, safna auglýsingum, annast af- greiðslu. Þetta gekk þolanlega; upp- lagið var komið upp í 4500 ein- tök þegar ég seldi. — Hvað kom til að þú fórst út í iðnaðinn? — Ég fór snemma að hugleiða þjóðarbúskap okkar íslendinga og hina ýmsu þætti hans, og komst að þeirri niðurstöðu, að eðlilegt og raunar nauðsynlegt væri að komið yrði á fót hjá okkur sem fjölbreytt- ustum iðnaði. Ég ákvað þá að hef ja framleiðslu á fötum, en sá iðnað- ur var þá framkvæmdur með kostn- aðarsömum og seinvirkum aðferð- um hér á landi og ég sá fram á, að hagkvæmt myndi að innleiða ný vinnubrögð. Ég byrjaði smátt, með fáeinum stúlkum, en setti mér þeg- ar í byrjun það markmið, að unn- ið yrði á skipulegri hátt og með meiri verkaskiptingu en hér hafði tíðkast. Þetta bar þann árangur að föt lækkuðu í verði; áður kostaði alklæðnaður mánaðarlaun lág- launamanns. En þú mátt ekki halda að ég hafi verið eini brautryðjand- inn á þessu sviði; það byrjuðu fleiri á því sama um svipað leyti. — Það hefur kostað skildinginn að klæða sig ( þá daga. En mér heyrist nú að flestum þyki islenzku fötin ennþá drjúgum of dýr, miðað við verðlag á fatnaði erlendis. — Því valda m.a. allháir tollar á innfluttu fataefni og rangt gengi, sem hefur verið haldið uppi á síld- argróðanum. — Svo fórstu út í vefnaðinn. — Já, það varð sem nokkurskon- ar áframhald af saumastofunni, og þó má kannski frekar segja, að áhugi fyrir að fikta með liti hafa leitt mig út i vefnaðinn. Þjálfun ( meðferð lita er mikið atriði ( sam- bandi við gerð á mynztrum ( vefn- aði. Ég læt núorðið aðallega vefa gluggatjöld og áklæði og bý til flest mynztrin í þau sjálfur. Annars getur vel verið að áhuga fyrir vefnaði hafi ég haft heiman að, því foreldrar mínir sendu ull- ina slna til vinnslu í verksmiðju til Noregs og til Akureyrar, fengu unna dúka og svo var saumað úr þeim og selt, það sem ekki þurfti til heimilisnota. mála myndir, þrátt fyrir allar ann- irnar. — Ég er það sem kallað er sunnudagsmálari, og hvað mig snertir, má taka það bókstaflega. Það er fastur vani minn að mála á sunnudögum, frá því snemma á morgnana og framyfir hádegi. — Hverskonar mótlf heldurðu mest upp á? — Landslag og andlit. Hraunin eru mjög skemmtileg hér í nágrenn- inu og hvergi eftirsóknarverðara að mála en suður ( Hafnarf jarðar- hrauni, nú og svo auðvitað á Þing- völlum. En andlit náungans finnst mér þó enn skemmtilegra viðfangs- efni. Og í þessari skrifstofu horfum við út ( hraun og framan f andlit, hvert sem við snúum okkur. Þau þekja þar alla veggi, hanga eða standa upp við þá. Þar er ein mynd mosagrá úr Hafnarfjarðarhrauni, tvær eða þrjár af Drekkingarhyl og einar tvær af Hljóðaklettum. Þarna er Ifka portrett af svörtum kven- manni (hún svarta Móna, segir Kristján), Japana, sem sat fyrir ( New York, skemmtilega gróf og sterklituð mynd af Snorra Hjartar- syni og svo ein af Jóhannesi úr Kötlum, dálítið kjarvölsk, finnst mér. Hérna inni eru l(ka ein tvö verk eftir meistarann, og ég orða það við Kristján, að hann hafi l(k- lega orðið fyrir töluverðum áhrif- um af honum. — Því neita ég ekki og tel það eðlilegt, svarar Kristján. Kjarval er mikill málari og alltaf frjór; honum dettur alltaf eitthvað nýtt f hug. Og enginn hefur gert meira til að opna augu okkar fyrir fegurð lands- ins. Ég hef orðið fyrir miklum á- hrifum frá honum, en það þýðir auðvitað ekki að ég hafi vísvitandi reynt að stæla hann. — Vinnurðu að málverkunum hér á skrifstofunni? — Já, og úti, þegar færi gefst og ég læt þau standa hér góða stund eftir að ég þykist vera búinn með þau, til að vita hvernig mér fellur við þau. — Hefurðu aldrei orðið þreyttur á að iðka málverkið jafnframt full- um og annasömum starfsdegi á öðrum vettvangi? — Stundum hefur mér fundizt ég hafa áhuga á of mörgu. Ég hef reynt að hætta að mála, en alltaf byrjað aftur, einhvernveginn ekki getað annað, og ég hef aldrei haft meiri áhuga á því en nú. Ég hef reynt að afla mér ofurlítillar mennt- unar f þessari grein með ýmsu móti; verið í Myndlistarskólanum, var hjá Birni Björnssyni teiknikenn- ara f gamla daga og svo hef ég fengið mér stundakennara ( einka- tímum, bæði hér og þegar ég var í Danmörku. — Eg man ekki eftir að þú haf- ir sýnt? — Nei, ég hef aldrei haldlð sýn- ingu og aldrei reynt að selja mynd eftir mig. Að vísu hef ég selt ein- — Og þú hefur haldið áfram að Framhald á bls. 31. VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.