Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 3

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 3
m m VÍSUR VIKUNNAR Metorð og meyjar hylli í mannúðar stórræðum standa marga hvetur til dáða. stoltir af eigin dáðum að vera eða vera ekki þeir sem i Kiwani klúbbinn er vandinn sem fæstir ráða. komast með auraráðum. Herra Playboy Margir hér á landi kannast við bandaríska tímaritið Playboy og virðist svo sem sumir skoði það hálf- eða algert sorprit, og draga þá ályktun af því að þar birt- ist margt litmynda af nöktum konum. Nú er það svo, að engin höggmynd er svo fullkomin í fegurð sinni, að hún jafnist á við fallegan konulíkama, og þeir sem sjá eitthvað klámfengið við þennan skúlptúr skapar- ans, sýna bara með því og sanna að þeirra eigið hug- Í NJESTU VIKU skot er svo fullt af sorpi, að þar kemst ekkert fegurð- arskyn að. í grein í næstu Viku er sagt frá Hugh M. Hefner, eiganda tímaritsins Playboy og Playboy-klúbbanna, sem nú eru dreifðir út um öll Bandaríkin og á að fara að stofnsetja i Evrópu. Hefner tók við tímaritinu í hálf- gerðri niðurlægningu, en hefur gert það að einu á- hrifamesta og menningarlegasta blaði vestanhafs. Hann hefur með sinni „Playboy Philosophy'' fengið þó nokkru áorkað í þá átt að losa Bandaríkjamenn úr viðjum hins þröngsýna púrítanisma, sem lengi hefur mótað viðhorf þeirra til kynferðismála. Annað efni í næstu Viku: Teikningar af nokkrum einföldum og ódýrum einbýlishúsum, sem vel gætu hentað íslenzkum aðstæðum. Gægzt í gegnum örlaga- tjaldið, grein eftir Amalíu Líndal um hinar ýmsu að- ferðir, sem menn hafa haft til að sjá fyrir óorðna við- burði. Hugsað á heimleiðinni, þáttur sem Dagur Þor- leifsson skrifar. Framhaldssögurnar báðar, smásaga sem heitir Banvæn sníkjujurt, Eftir eyranu, Vikan og heimilið, Síðan síðast o.fl. o.fl. í ÞESSARIVIKU MARKAR LANGHREYFILLINN TÍMAMÓT? Sagt frá nýju undri úr tækniheiminum ......... Bls. 8 TILRAUNIR MEÐ ÁREKSTRA OG BRÚÐUR í SÆTUM. Sagt frá merku tilraunastarfi á veg- um General Motors ....................... Bls. 10 STÚLKAN SEM MISSTI AF STJÖRNUNNI. Smá- saga .................................... Bls. 12 VIÐ ÆTLUM AÐ LÍFLÁTA SHAHINN. Áhrifa- mikil frásögn persnesks ofstækismanns ... Bls. 14 EFTIR EYRANU Bls. 16 MODESTY BLAISE. 14. hluti............ Bls. 18 FÁBJÁNAR MEÐ ÓSKILJANLEGA SÉRGÁFU Bls. 20 ANGELIQUE OG SOLDÁNINN. 20. hluti . . Bls. 24 FRÁ VORSÝNINGU MYNDLISTARFÉLAGSINS. Bls. 26 VIKAN OG HEIMILIÐ Bls. 30 Ritstjórl: Gísli Sigurðsson (ábm.). Blaðamenn: Slgurð- ur Hreiðar og Dagur Þorlcifsson. Útlitsteikning: Snorrl F.riðriksson. Auglýsingar: Ásta BJarnadóttir. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 533. Afgreiðsla og dreifing: Elaðadreifing, Laugavegi 133, sími 36720. Dreifingar- stjóri: Óskar Karlsson. Verð í lausasölu kr. 30. Áskrlft- arverð er 400 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun: Hilmlr h.f. Myndamót: Rafgraf h.f. FORSÍÐAN Hún er af Seljalandsfossi, sem er dáfallegur að sjá að framan, en þó ekki síður að aftan, því það er nefnilega hægt að ganga á bakvið hann. Sé horft ( hann móti sólu, mæta auganu hin undursamleg- ustu litbrigði. Myndina tók Rafn Hafnfjörð. HÚMOR I VIKUÖYRJU4 Gerið svo vel að fara með það í Leikfangadeildina, Þar verður þv( undir eins skipt fyrir yður. ; Jæja, mamma, brá 'þér ekki nóá til að hætta að hifeta’-'Ha? 7 " . Mamma! ffcaammmma! MAAAMMMAM! . VIKAN 26. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.