Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 18

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 18
o BLAICg 14. hluti Efftlr Peter 0(Oonald — Allt í lagi. Þú ert áhugamað- ur. Eg er atvinnumaður. Þú ert snjall, fljótur og góður með byss- una, góður með hendurnar. Það er ekki nóg. Þú reiðir þig á hæfileik- ana, og það er ekki nóg. Það var engin grimmd í augum hennar; heldur engin miskunn. — Afram, sagði Hagan. — Ég var ekki eins góð með byssu og þú. Ég eyddi tveimur klukkustundum á dag í tvö ár í það að verða góð. Það lítur kannske ekki út fyrir að vera þess virði. Hve oft þarf maður raunverulega að nota byssu — ég meina til að skjóta með henni? Einu sinni á þremur, fjórum, fimm árum? Jæja, ég eyddi fimmtán hundruð klukku- stundum í að búa mig undir þetta eina skipti. Vegna þess, að ég er atvinnumaður, Paul. Ég hef eytt þúsundum klukkustunda [ að búa mig á allan mögulegan hátt undir þau fáu skipti, þegar það að vera reiðubúinn getur skilið milli lífs og dauða. Þúsundum klukkustunda. Vegna þess, að ég er atvinnumað- ur. Ég er ekki stolt af því að vera atvinnumaður, ég skammast mín ekki heldur fyrir það, en ég er það. Hún snöggþagnaði og brosti: — Fyrirgefðu. Hér endaði fyrirlestur- inn. Hagan lyfti annarri hendinni og sneri höfði hennar blíðlega móti sólarljósinu, sem streymdi inn um gluggann. Hann renndi fingurgóm- um yfir annað eyrað, niður hálsinn og út ó öxlina. — Þessi lína, sagði hann. — Ég verð að ná henni á striga. — Ætlarðu að breyta myndinni? — Ég verð. Hvenær viltu sitja fyr- ir hjó mér aftur? — A eftir. Sitja, standa, liggja, hvað sem þú vilt. En á eftir, Paul. Hann kinkaði- kolli og sleppti henni. Svo tók hann upp töskurn- ar sínar, fór út og yfir ganginn inn í hitt svefnherbergið. Á þriðja degi, skömmu eftir rökk- urbyrjun, sótti Willie Garvin Tarr- ant til La Brague og flutti hann til hússins. Hagan hafði vaknað aðeins hálf- tíma fyrr, því hann hafði verið úti fram að dögun. Hann kom niður, nýrakaður og nýbaðaður. Modesty var í eldhúsinu að elda mat. Hún var í svuntu með bláum og hvítum köflum yfir peysu með skyrtuhálsmáli og þröngu pilsi. Tarrant kyssti hönd hennar: — Ég átti dulmálssamband við Fras- er í gegnum síma fyrir klukkustund, sagði hann. — Hann hefur ekkert frétt, sem gæti orðið okkur að liði. Snekkja Gabríels er enn í Haifa. Gabríel getur sjálfur verið hvar sem er. Hafa ykkar rannsóknir leitt nokk- uð í Ijós? — Nei. Modesty sneri kjötsneið- unum við á grillinu og hristi kart- öflupönnuna. — Við höfum spurt nærri alla, sem við þekkjum, og geta orðið okkur að liði, frá Toulon til Menton. — Guði sé lof fyrir nýja veginn, sagði Hagan oq tók hnífapör upp úr skúffu. — Ég ætla að hjálpa Willie að leggja á borðið. Það er hans dagur [ dag, en ég er nú bara svona gerður. Hann hvarf inn f litlu borðstofuna. — Ekkert að gagni þá? spurði Tarrant. — Við eigum enn eftir að athuga fáeina staði, sagði hún. — En ég hef ekki mikla von. — The Tyboria leggur úr höfn frá Cape Town eftir einn dag eða tvo með demantana. Nú getur hvað sem er farið að gerast. Ég veit. Það er þinn endi. Ég fékk'fyrirmæli um að vinna frá hinum endanum. Gabríelsenda. — Ef það er Gabrtel. — Það er Gabríel. Fékkstu bak- herbergisdrengi Léon Vaubois til að fara ( gegnum dulmálsbók Paccos og það, sem Willie og Pacco komu með til baka? — Já. Ekkert á því að græða. Engin skeyti höfðu verið geymd, svo dulmálsbókin hafði ekkert að segja. Við vitum aðeins, að Pacco stóð í radíó sambandi við einhvern á ákveðinni bylgjulengd. — Við Gabríel. Og Pacco hefur ekki verið eini útvörðurinn. Hafið þið hlustað? — Án árangurs. Ég býst við að bylgjunni hafi verið breytt um leið og það brást, að Pacco kæmi f gegn á réttum tíma. Tarrant horfði á hana setja kjöt- sneiðarnar á heita diska. Hún rað- aði kapers og ansjósusneiðum á hvern disk. Fjögur egg voru að steikjast á stórri pönnu. Hún renndi spaða undir þau og setti eitt egg ofan á hverja kjötsneið. — Hvert ferðu héðan, Modesty? spurði hann. — Ég get sagt þér það eftir tvo daga, þegar við höfum náð í þá alla, sagði hún og tók af sér svunt- una. — Maturinn er til. Oq við höf- um fasta reglu, Sir Gerald, — ræð- um ekki viðskiptin, meðan við borð- um. — Mjög menningarlegt. Það er líka ráðlegt. Erum við örugg hér? — Willie hefur komið upp við- vörunarkerfi. Ef einhver kemur vit- um við af því. Viltu koma með salatskálina með þér? Þetta var einföld en þokkaleg máltíð, og samræðurnar voru góð- ar án þess að vera of gáfulegar. Tarrant tók eftir þvf, að þau þriú áttu vel saman og öll gátu hlustað með athygli á þann, sem var að tala. Modesty var í nýju skapi, sem hann hafði ekki séð hana f áður. Hann átti erfitt með að útskýra það. Hún var næstum kát, dálítið spennt, kannski æst, en ekkert þessara orða átti nákvæmlega við hana. Þegar hann sló henni gullhamra fyrir matseldina, brosti hún þessu snögga, Ijómandi brosi, og hristi höfuðið. — Ég er ekki fjölhæf matselja. Þú ættir að vera hérna þegar Paul ræður i eldhúsinu. Hann er meistari. — Komdu ekki, þegar Willie ræður, sagði Hagan. — Sót og skófir. Modesty þurrk- aði nefið. — Og allt viðbrennt. — Viðbrennt er fullsterkt að orði kveðið, sagði Willie beiskjulaust. — Ég fyrir mitt leyti mundi segja vel steikt. — Spurning um orðalag, sagði Tarrant. — En ég held því samt fram, að þetta sé Ijómandi máltíð, Modesty. Er nokkuð það til, sem þú brilljerar ekki í? — Fjölmargt. Við skulum nú sjá. Ég kann ekki að sauma og ég hef ekki græna fingur,- allur gróður, sem ég snerti, er dæmdur. Ég þori ekki að syngja, jafnvel ekki f baði, því tónsviðið er ekki nema hálf áttund. Ég get ekki leikið á nokk- urt hljóðfæri, og ég hef ekkert vit á víni — mér þykir vont rauðvín betra en göfugt hvítvín. Ég ræð ekk- ert við krossgátur. Og ég skil ekki nýtízku höggmyndalist. . . — Þú skilur ekki hvað? spurði Hagan undrandi og lagði frá sér gaffalinn. — Maður þarf ekki ann- að en eitt auga og fáeinar gráar frumur. — Þær vantar, sagði Willie. Þannig hélt samtalið áfram. Það var hressilegt og örvandi, og Tarr- ant til undrunar gaf Willie Garvin hinum ekkert eftir. Og Tarrant til meiri undrunar voru sjónarmið hans ekki þau sömu og Modesty, og stundum þveröfug við hennar. Hann var mjög sterkur að því er tækni laut, vel lesinn í heimsfréttunum. Varðandi list var þekking hans tak- mörkuð, en glögg innan þeirra tak- marka. — Hann kemur mér á óvart, sagði Tarrant lágt við Modesty, einu sinni þegar Willie og Hagan voru niðursokknir í samræður. Hún kinkaði kolli til samþykkis: — Hann les allt og hefur góðan skilning. Með öðruvisi uppeldi hefði hann náð langt. — Hvað les hann? — Ævisögur, stríðssögur, tækni- bækur, vísindalegan skáldskap — næstum allt, nema venjulega róm- ana og ferðasögur. Og hann gleym- ir engu. — Ég öfunda hann, sagði Tarr- ant. — Þegar mér verður hugsað til skýrslanna, sem ég verð að plægja f gegnum . . . hann hikaði. — Það versta er að hann skuli ekki geta losað sig við þennan hreim. — Hann getur það. Ég held hann haldi i hann vegna þess, að hon- um finnst hann hæfa sínum per- sónuleika. Hann getur sleppt hreimnum, þegar hann vill. Hún hækkaði röddina Iftið eitt: — Willie vinur. Okkar langar að fá umsögn um hvitvínið. [ anda vínklúbbsins. Willie tók glasið sitt og lyfti þvf upp að nefinu. Hann andaði virðu- lega að sér ilminum. Svo saup hann ofurlítinn sopa, velti honum upp í sér og kyngdi. Tarrant veitti þvf at- hygli, að eftirherman og svipurinn voru mjög vel gerð, án þess að ýkja. — Ljómandi, sagði Willie. Rödd- in var lág og mjúk, rödd hámennt- aðs vínþekkjara. — Ljómandi gott vín — ef til vill vitund of þykkt. Tarrant hló og hristi höfuðið. Hann velti því fyrir sér, hvort hann VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.