Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 44

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 44
EBEIatalalalataBIatalalalalatE Í ÖLLUM KAUPFÉLAGSBÚÐUM * S Is [3 la la la [3 la la Is la B la la ls la la er heimskunn gæðavara. GÓLFDÚKAR GÓLFFLÍSAR GÓLFTEPPI við allra hæfi. Munið DL v* merkið er trygging yðar fyrir beztu fá- anlegri gólfklæðningu. Deutsche Linoleum Werke AG ir þeim kleift að bæta við allskon- ar atvikum til að muna. Og það að muna, er fyrir þá samband við fólk. Hér um bil allir hafa einhver sniðug smábrögð til að láta taka eftir sér. Hjá Georg og Charles var þessi sérgáfa þeirra sannarlega nóg til að beina athygli manna að þeim. Starfsmenn og læknar í Letchworth eggjuðu drengina á að þjálfa þessa gáfu sína og þeir voru alsælir. Þang- að til dr. Horwitz rakst á þá, einu sinni þegar hann kom í heimsókn til Letchworth, hafði enginn að fullu rannsakað hve víðtæk þessi sérgáfa þeirra var. Það var fyrst eftir að þeir höfðu verið fluttir til New York Psychia- tric Institute að þeir voru kallaðir „fábjána fræðimenn", (Idiot Sav- ants). Hver fyrst fann upp á því að nota þetta nafn, er óljóst, en fræði- menn halda að það hafi fyrst ver- ið notað í Frakklandi á nítjándu öld. Þá beindist athygli manna töluvert að þeim sem voru treggáfaðir. Orð- ið „Idiot Savant" bendir til að það sé af frönskum uppruna. En hvert sem upphaf þess er, er það víst að það hefur verið notað meðal fræði- manna í síðastliðin 75 ár, og sál- fræðingar þekkja mýmörg dæmi. Árið 1928 vakti 12 ára drengur furðu prófessora við Sorbonne há- skólann, með almanaksútreikning- um sínum, þótt hann gæti ekki tal- að nema í einsatkvæðis orðum; sama ár var 18 ára piltur í Berlín, sem var óskeikull í útreikningi viku og mánaðardaga á árunum 1920— 27. Árið 1945 skýrðu læknar í Boston og New York frá andlega vangefnum pilti, sem var óskeikull í samskonar útreikningi á árunum frá 1880—1950. Hann var líka minnugur á númer og það var furðulegt hve fljótur hann var að nríoa. þegar lesin voru upp númer fvrir hann. Þó gat hann ekkert í einföldustu tölvísi. Fram að þessu síðasta tilfelli höfðu sálfræðinnar komið fram með sennilegar skýringar á þessu fyrir- bæri. Þeir héldu því fram að þar sem þessir einstaklingar væru ekki færir um að læra, eins og heilbrigt fólk. beindist öll viðleitni þeirra að sérhæfni, þannig að vöntun þeirra á sumum 'sviðum eykur við ein- hæfnina. Með öðrum orðum. þeir græða á einu sviði, það sem vantar á öðru, og með því að þjálfa þessa einhæfni, ná þeir svo góðum ár- angri. Þetta bendir til þess að heil- brigður maður geti náð þessari furðulegu leikni á einu sviði, ef ekki sé verið að fást við önnur mál. Charles og Georg urðu samt til þess að þessar skoðanir voru dregn- ar í efa, frá þeim degi sem þeir hittu dr. Horwitz. — Það var 24. maí, 1962, segja þeir. — Það var skýjað þennan dag, en sólin fór að skína seinni partinn. Þeir svara báðir, Georg venjulega dagsetningunni og Charles rekur at- burðina sem skeðu þennan ákveðna dag. — Hvenær komuð þið hingað í stofnunina? eru þeir spurðir. — 15. apríl 1963, svara þeir. — Það er ágætt að vera hér, við ætl- um að vera hér, þangað til við för- um til himna. — Það er leiðinlegt að við skild- um ekki koma hingað fyrr, segir Georg, — við hefðum getað lært svo mikið. Þetta er auðvitað ekki rétt, en Georg veit það ekki. Kennarar við stofnunina hafa reynt að kenna tví- burunum einhverjar reikniaðferðir, en það hefur ekki tekizt. Þó gátu þeir einu sinni lært, liklega með sjónminni, röð allra forseta Banda- ríkjanna, en þegar þeir voru próf- aðir nokkrum vikum síðar, rak þá í vörðurnar. Georg og Charles hafa sýnilega mikinn áhuga á því að verða ábyrg- ir fyrir einhverju, þó eru þeir í stanzlausum árekstrum, jafnvel við skilningsgott starfsfólk stofnuninn- ar. Þeir hafa lært að skrifa á ritvél, nægilega til að skrifa lista yfir sjúklinga og starfsfólk, og þessir listar eru allaf hárréttir. Eftir að Charles kemur á fætur á morgnana, fer hann og sækir dagblöðin og dreifir þeim til læknanna. Georg hjálpar til við að skipta á rúmum, sækir hrein og fer með óhrein rúm- föt. Drengirnir hlusta vel þegar þeir eru kynntir fyrir ókunnugum og end- urtaka þá alltaf nafnið um leið og þeir taka í hönd viðkomanda. Venju- lega spyrja þeir gestinn hvenær hann sé fæddur, og segja honum svo brosandi, á hvaða vikudegi það hafi verið. Ef svo viðkomandi maður segist ætla að spyrja móður sína, þá ssgja þeir að það sé óþarfi, þetta sé ör- ugglega rétt. Stundum sjást tviburarnir með umbúðir um enni eða handlegg, það er þá vegna þess að þeir hafa lent í slagsmálum við einhvern. Þegar Charles lenti síðast í handalögmáli, var það vegna þess að ein hjúkrun- arkonan var búin að taka blöðin, þegar hann kom til að sækja þau. Þegar hann komst að því að blöðin voru farin, fékk hann æði, en hcnn skaðaði sjálfan sig meir er, aðra. Daginn eftir gaf hann skýringu á umbúðum sínum og sagði cð hon- um hafi skjátlazt og ,.það getur öll- um skjátlazt". En hann var tauga- óstyrkur lengi eftir þetta og greip oft til að syngja þjóðsönginn, en það er eins og hann noti það sem öryggisventil að syngja. Báðir drengirnir vagga oft neðri hluta líkamans, frá mitti, og er það eitt merkið um vangefni þeirra. Þeir reyna báðir að hafa hemil á þessu. Báðir hafa tilhneigingu til að rang- hvolfa augunum, þó er Charles verr haldinn af þessu. Þegar hann fær þetta, sem hann kallar „fliúgandi augu", verður hann taugaóstyrkur og grípur þá til þess að spila plötu með einhverju lagi eftir Beethoven, en það er annar öryggisventillinn sem hann notar. Báðum drengjun- um þykir vænt um lækna sína og gera allt sem þeir geta til að gleðja þá. Þeir gera líka mikið úr snyrt- Á i L máé 1 LILUU í LSLUU LILUU I LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð - og flasan fer 44 VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.