Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 22

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 22
Þeim þykir gaman að því, þegar þær eru álitnar systur. Það er ekki svo und- arlegt, því að þær eru eins lík- ar hver annarri og þrír dropar vatns. Allar greiða þær Ijóst hárið á sama veg, allar eru þær grannvaxnar og allar hafa þær sömu ská- settu augun, svo maður tali ekki um að allar eru þær mjög loðnar um lófana; ald- urmismun sér maður ekki fyr en komið er nálægt þeim. Sú elzta er móðirin, Anna Mc- Donnel Ford. Hún er 46 ára, hinar tvær eru dæturnar: Charlotte, sem er 25 ára og Anne, 23 ára. Þetta eru kona og dætur bílakóngsins Hen- ry Ford n. Þær voru nýlega að kaupa föt hjá tízkukónginum Arn- old Scaasi og þá var það móð- irin (bráðum amma) sem valdi sér ljósustu flíkina. Hún er álitin ein af bezt klæddu konum heims. Dæturnar gátu ekki fengið sér neitt að ráði og ástæðan fyrir því er að þær eiga báðar von á barni. Charlotte giftist í desem- ber síðastliðnum hinum gríska skipakóngi Stavros Niarchos, sem er þrjátíu og tveim árum eldri en hún. Ellefu dögum seinna giftist yngri systirin hinum þrítuga kauphallarbraskara Giancar- loio IJzelli. Allar eiga mæðg- urnar það líka sammerkt að eiginmenn þeirra hafa verið giftir áður. Gagarin ffyrstur til tunglsins Yerður það Juri Gagarin, sem stjórnar geimfari því sem Rússarnir vonast til að verði fyrst til tunglsins, og vinna þar með í kapphlaupinu um það hver verði fyrstur? Fréttir frá Moskvu herma að Gagarin hafi nú þegar ver- ið valinn sem fararstjóri í leið- angurinn sem Rússar ætla sér að gera til tunglsins, og að þessi leiðangur verði farinn haustið 1967 (tveim árum á undan Bandaríkjamönnum), í tilefni af fimmtíu ára afmæli byltingarinnar. Eftir fréttun- um á Gaagrin að hafa fengið þessa „gjöf“ 12. apríl, þegar hann var hylltur um gervallt Rússland. Þá voru liðin fimm ár frá því að hann, fyrstur manna, fór út í geiminn. Gagarin hefur á síðustu árum látið í ljós í viðtölum, bæði í blöðum, útvarpi og sjón- varpi, að hann hefði fullan hug á því að komast út í geiminn aftur. Gagarin er nú þrjátíu og tveggja ára. (Bandaríkjamenn hafa sent fertuga menn út í geiminn). Á fimm ára minningarhátíð- inni sagði hann: — Ég á eina ósk, og það er að komast út í geiminn aftur, þessvegna held ég mér í fullkominni þjálfun. Geimferðasérfræðingar í vestri eru þó vantrúaðir á þetta. Mönnum finnst það ekki trúlegt að sovézk yfirvöld hætti lífi sinnar frægustu geimferðahetju. Gagarin hef- ur á vegum fræðsludeildar Sovétríkjanna ferðazt um tuttugu lönd, frá Kúbu til Indlands. Hann hefur meðal annars verið heiðraður með því að gefa út frímerki með mynd hans og svo hefur verið reist stytta af honum þar sem hann lenti geimfari sínu í Rússlandi. í Rússlandi hefur engin geimfari farið nema eina geimferð, en það hefur aftur á móti verið gert í Banda- ríkjunum. Gagarin, sem er meðlimur í miðstjórn Sovét- ríkjanna, er nú yfirmaður sovézkra geimfara. Hann býr í geimfarabænum, rétt utan við Moskvu, með Valentinu konu sinni og tveim dætrum. Galja er fimm ára, (hún var aðeins mánaðar gömul, þegar pabbi hennar fór kringum hnöttinn, í Vostok 1.), Jelena er sjö ára. Hvað vilja |>eip eiginlega aO konan hafi? Hér fara á eftir svör nokk- urra frægra manna við þessari spurningu. Louis Jordan: Reglulega kvenlegri konu fylg- ir ævinlega andblær leyndar- dóma.... Svo mörg eru þau orð. Von- andi verður nóg af kvenlegum, konum til að sýna þessum frægu mönnum, hlýju. Richard Burton: sá sem einna mestum töfrum er gæddur, segir einfaldlega: — Það skiptir ekki meginmáli hvernið konan er að stærð og lögun, en hún verður að vera fullkomlega kvenleg og hlátur- mild.... Burt Lancaster: — Ég dáist að opinskáum og heiðarlegum konum, sérstaklega ef þær eru líka mjög kvenleg- ar.... Laurence Harvey: Ég elska þroskaðar og greindar konur, og ég vil hafa þær kven- lega fíngerðar.... David Niven: Kímnigáfa er nauðsynleg kon- um, án hennar verða þær leið- inlegar.... Danny Kaye: Jafnframt fallegu útliti er það innrætið, sem ég legg mikið upp úr, hvernig þær eru í raun og veru. Konur verða aldrei falleg- ar ef þær hafa leiðinlegt inn- ræti. Marlon Brando: Ég raða konum upp eftir því sem þær hafa upp á að bjóða, hvort sem það er yndisleiki, góð greind eða kímnigáfa. En um- fram allt er það mannleg hlýja, sem ég legg mest upp úr.... 22 VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.