Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 7

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 7
Rammagerðina í Hafnarstræti 17, Reykjavík. Þar fást ])ó ekki eins og er aðrir fuglar en lundar og rjúpur, og kostar lundinn 465 krónur, en rjúpan 525. Skriftin er að okkar dómi mjög falleg og um stafsetninguna í þessu bréfi er ekkert nema gott að segja. FÖLSK FLOTAVELDI. Kæri Póstur! Ég er hérna með eina dálítið merkilega spurningu, sem mig Jangar til að leggja fyrir þig. Ég var fyrir skömmu að fletta erlendu blaði og sá þá skrá yfir skipaeign hinna ýmsu þjóða. Þá sá ég til dæmis, að ríki eins og Panama, Hondúras og Líberia eru meðal mestu siglingaþjóða heims, eða næstum því eins og til dæmis Norðmenn. Ég varð dálít- ið hissa á þessu, því ég hélt að þessi ríki væru í hópi hinna svo- kölluðu vanþróuðu ríkja. Get- urðu kannski sagt mér eitthvað nánar um það? B. G., Vestmannaeyjum. Því er þannig varið með skipa- eign þessara þjóða, sem þú nefn- ir, að þótt hún sé svona mikil á pappírnum, þá er hún nánast engin þar fyrir utan. Skýringin er sú, að í þessum frumstæðu ríkjum, sem hér er um að ræða, eru engin sjómannasamtök til, engin lög, sem tryggja neinskon- ar réttindi fyrir sjómenn, engar reglur um skipaskoðun og svona mætti lengi telja. Því er auðvit- að miklu ódýrara fyrir skipaeig- endur að eiga skip undir fána þessara landa en annarra. Enda er það svo, að allskonar stór- braskarar á borð við Ónassis hinn griska hafa látið skrá flest sín skip í nefndum löndum. Hið sama gera fjölmargir banda- riskir útgerðamenn, og svona mætti lengi telja. Margir telja með fullum rétti, að hér sé held- ur betur farið aftan að siðunum, en svo virðist sem erfitt sé úr að bæta eða þá að ekki er nógur áhugi fyrir því af hendi þeirra aðila, sem hezt gætu einhverju um þokað. Það er ástæða til að vara ís- lenzka sjómenn, sem kynnu að vilja fara í siglingar á erlend- um skipum, við því að ráða sig á skip, sem sigla undir fánum ríkjanna, sem þú nefndir, og raunar fleiri. Mörg þessara skipa eru mestu manndrápsfleytur, kaupið þar þar á ofan lélegt, að- búnaður slæmur og mestar líkur fyrir því að yfirmennirnir séu ruddar og bandittar og skipsfél- agarnir einhver vonlaus óaldar- lýður. Viljir þú vita eitthvað um rík- in þrjú, sem þú nefndir, getum við sagt þér eftirfarandi: Líbería er smáríki í Vestur-Afríku, og var upphaflega stofnsett sem hæli fyrir negraþræla, sem leyst- ir höfðu verið úr ánauð í Banda- rikjunum. Afkomendur þessara þræla eru nú yfirstétt í ríkinu, þótt þeir skipti aðeins nokkrum tugum þúsunda, en landsmenn séu alls nokkrar milljónir. Þótt yfirstéttin sé negrakyns eins og aðrir íbúar landsins, hefur hún takmarkalausa fyrirlitningu á þeim og neitar þeim um öll mannréttindi, og sannast þar að þrælar eru þrælum verstir. Færi vel á því, að allur sá urmull af alþjóðasamtökum, sem svo fjálg- lega slettir sér fram í innanríkis- mál Suður-Afriku og Rodesíu, skipti sér eitthvað af Iöndum eins og Líberíu, svona til tilbreyt- ingar. Um Hondúras og Panama er svipað að segja og mörg önnur rómansk-amerísk ríki: Þar ríkir fátækt, fáfræði, misrétti og ves- öld á flcstum sviðum. Almenn- ingur þar mun einkum vera af indíánastofni, en mikið blandað- ur hvítum mönnum og negrum, en yfirstéttin er af spænskum ættum. Erlendir auðhringar, einkum bandarískir, munu eiga bróðurpartinn af auðæfum landa þessara, svo að það er ekki að undra þótt fólkið þar sé veikt fyrir áróðri Castros og annarra á- líka skeggjarla. BL6M VIKUNNAR Tveggja ára telpa, sem var kvef- uð, var háttuð og var að lesa kvöldbænirnar sínar. „Biddu nú guð að láta þér batna kvefið“, segir mamma hennar. Sú litla bætir þessari bón við, hugsar sig um litla stund og spyr svo: „Mamma, kemur Jesús þá með vasaklút“? K.Z. Fyrsta flokks frá FÖNIXs ATLAS KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR KÆLING cr aðferðin, þegar geyma á matvæll ituttan tima. Þetta vita allir og enginn vill vera án kæilskáps. FRYSTING. þ. e. djúpfrysting við a. m. k. 18 stlga frost, er auðveldasta og bezta aðferðin, þegar gcyma á mat- væli langan tima. Æ fleiri gera sér Ijós þægindln við að eiga frysti: fjölbreyttari, ódýrari og betri mat, mögn- leikana á þvi að búa \ haginn með matargerð og bakstrl fram í tímann, færri spor og skemmri tima til innkaupa — því að „ég á það í frystinum". Við bjóðum yður 5 stærðir ATLAS kæliskápa, 80— 180 cm háa. Allir, nema sá minnsti, hafa djúpfrysti- hólf, þrír með hinni snjöllu „3ja þrepa froststillingu", sem gerir það mögulegt að halda miklu frosti i frystihólfinu, án þess að frjósi neðantil í skápnum; en einum er skipt i tvo hluta, sem hvor hefur sjálf- stæða ytri hurð, kæli að ofan mcð sér kuldastillingu og alsjálfvirka þíðingu, cn frysti að ncðan með eigin froststillingu. Ennfremur getið þér vaiið um 3 stærðir ATLAS frystikiita og 2 stærðir ATLAS frystiskápa Loks má nefna hina glæsilegu ATLAS viðar-kæltskápa i herbergi og stofur. Þér gctið valið um viðartegundir og 2 stærðir, með cða án vinskáps. Munið ATLAS einkennin: ☆ Glaesilegt og stílhreint, nýtízku útiit. ■sír Fullkomin nýting geymslurýmisins með vand- aðri markvissri innréttingu. ☆ Innbyggingarmöguleikar með sérstökum Atl- asbúnaði. ☆ Sambyggingarmöguleikar (kæliskópur ofan á frystiskáp), þegar gólfrými er lítið. Færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun. ☆ Hljóð, létt og þétt segullæsing og möguleikar á fótopnun. •A 5 ára ábyrgð á kerfi og traust þjónusta. • • Um allt þetta fáið þér frekari upplýs- ingar, með þv( að koma og skoða, skrifa eða útfylla úrklippuna, og mun- um við leggja okkur fram um góða af- greiðslu. — Sendum um allt land. SÍMI 24420. SUÐURGATA 10. RVÍK. Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nákvæmar upplýsingar. m.a. um verð og greiðsluskilmála. Nafn:.......................................................................... Heimlllsfang: ................................................................ Til FÖNIX s.f., pósthólf 1421, Reykjavík. VIKAN 26. tbi. rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.