Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 50

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 50
CEnmicrvinn© TQfn HD i atllHUðljilB m M 1 HVERFISGÖTU 50. - SÍMI 18830. Tveggja raanna svefnsófi og samstæðir stólar Allt-í-eita ferðatrygiging Hafið þér kynnt yður hina hagkvæmu ferða- tryggingu ÁBYRGÐAR, sem er ferðaábyrgöartrygging, ferðaslysatrygging, farangurstrygging, sameinaðar í eitt skírteini? Allt-í-eitt ferðatrygging í 30 daga, sem ábyrgðartryggir yður fyrir kr. 1.500.000,00, slysatryggir yður fyrir kr. 500.000,00 og tryggir farangurinn fyrir kr. 20.000,00 - kostar aðeins kr. 650,00 og kr. 1.050,00 gildi tryggingin fyrir fjölskyldu (tryggingar- taka, maka og börn yngri en 21 ára). Ik ni Tryggingarfél. fyrir bindindisfólk. ADyrjO llj. Skúlag. 63, símar 17455-17947. Ljós grunnsósa, sem krydda má á ýmsa vegu, eins og lýst er hér á eftir. 2—3 matsk. smjör eða smjörlíki, 2>/2—3 matsk. hveiti, ca. 3 dl. af ljósu kjöt- soði eða soði af fiski, hænsnum eða grænmeti, 1 di. mjólk, 1 dl. rjómi, salt, hvít- ur pipar, 2—4 matsk. majones. Bræðið smjörið og bakið hveitið upp i því og jafnið með heitu soði, mjólk- inni og rjómanum, þar til sósan er jöfn. Látið sjóða í 10 mínútur. Kryddið með salti og pipar og einhverju af því, sem talað er um hér á eftir. Setjið majones saman við, en í stað þess má nota 1—2 eggjarauður, sem eru þá þeyttar saman við heita, en ekki sjóðandi sósuna, og má hún ekki sjóða eftir það. Eigi sósan að notast sem gratinsósa (bökuð með matnum) á að auka hveitimagnið upp í 4—5 matsk. Sitrónusósa. Rífið sítrónubörk og setjið i grunnsósuna, ásamt safanum úr hálfri sítrónu. Sé hægt að fá dill er gott að saxa það og bæta saman við. Góð með soðnum fiski, hænsna-, kálfa- og lambakjöti. Karrýsósa. Látið 1 tesk. í smjörið í byrjun, þannig verður það miklu ljúffengara en ef því er bætt í eftir á. Gott með soðnum fiski, fiskibollum, hænsnum og kálfa- og lambakjöti. DiUsósa. Kryddið grunnsósuna með miklu af nýju, frosnu eða, ef það fæst ekki, þurrkuðu dill og svolitlu ediki. Góð með soðnum fiski, fiskibollum, kálfa- eða lambakjöti og pylsum. Kaviarsósa. Sleppið saltinu í grunnsósuna og kryddið með kavíar og söxuðum graslauk, karsa, dill eða púrru. Góð með alls konar fiski. Lauksósa. Saxið nóg af lauk mjög smátt, eða skerið hann í þunnar sneiðar og sjóðið (ekki brúnið.) i smjöri, og bætið honum í grunnsósuna og látið malla i 5—10 mín. Góð með sterkri síld og fleski og hvitkáli eða blómkáli. Ostsósa. Kryddið grunnsósuna með 2 dl. af sterkum osti og dálitlu af múskati eða pap- riku. Góð með grænmeti og reyktri skinku. Piparrótarsósa. Sleppið piparnum úr grunnsósunni og rífið piparrót og blandið í eftir smekk. Gott er að blanda dálitlu af rifinni persilju í. Góð með soðnum fiski, pylsum og nautakjöti. Sinnepssósa. Hrærið sinnepsduft út í dálitlu heitu vatni, eða notið úthrært sinnep. Góð með fiski, pylsum og nautakjöti. Skcldýrssósa. Setjið >/2 dl, af ósætu hvítvíni i sósuna, en dragið sem því nemur af hinum vökv- anum. Blandið rækjum, kræklingum úr dós eða krabba úr dós með soðinu í sósuna. Ef vill má setja dálítið karrý í sósuna (sjá karrýsósu) og dill. Látið sósuna ekki sjóða eftir að skeldýrin eru sett í. Góð með alls konar fiski. Tómatssósa. Kryddið grunnsósuna ekki, en setjið chilisósu eða tómatpurré saman við og kryddið svo með timian, dragon eða hvitlauksdufti. Góð með fiski, kálfa- og lambakjöti. í tveimur næstu blöðum verða fleiri sósu-uppskriftir. gQ VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.