Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 2

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 2
í FULLRI HLVÖRU BARA HREYFA EINN HNAPP oe HA14AFULLMATIC SJÁLrV R:<A ÞVCTTAVÉL’N þvær, sýður, skolar og V.NOUR ÞVOTTINN. B-1AS4AFULLMATIC ÞVOTTAVÉLIN FER SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU. - H A K A GERIR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTIST. SJÁLFSTÆÐ ÞVOTTAKERFI 1. Suðuþvottur 100' 2. Hoitþvottur 90° 3. Bleijuþvottur 100° 4. Mislitur þvottur 60° 5. Viðkvæmur þvottur 60° 6. Viðkvæmur þvottur 40° 7. Stífþvottur/Þeytivinda 8. Ullarþvottur 9. Forþvottur 10. Non-lron 90° 11. Nylon Non-lron 60° 12. Gluggatjöld 40° * B-BAB4/s&FULLMftTIC AÐEINS M^B^^FULLMATIC ER SVONA AUÐVELD í NOTKUN. SNÚIÐ EINUM SNERLI OG H A K A SÉR ALGERLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM ÞEYTÍUNDNUM. - SJÁLFVIRKT HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM HÆFIR HVERJU ÞVOTTAKERFI. - SJÁLFVIRKAR SKOLANIR. - TÆM- ING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. - MEÐ 2 KERFUM AF 12 CR HÆGT AÐ SJÓÐA ÞVOTTINN SVO VÉL- N SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOTTI TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐEINS VIÐ GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARIÐ, RYÐFRÍTT STÁL. ábyrgð KOMIÐ - SKOÐIÐ - SANNFÆRIST Ábyrgðarlaust athæfi Jú, ég get örugglega lofað því, að þetta verði til eftir þrjár vik- ur. Það má alveg treysta því. Svo líða þrjár vikur, og ekkert er til, meira að segja vill enginn við það kannast, að neinu hafi verið lofað. Ef til vill er maður svo heppinn að hafa eitthvað í höndunum, ef til vill kvittun upp á fyrirframborgun, dagsetta um leið og pöntunin var gerð, og þá Ibyrjar ballið. Já, það getur svo sm vel verið, en það er nú svona, mennirnir hafa ekki mætt hjá mér og það er svo erfitt að fá menn eða það er svo erfitt að halda mönnunum, og svo er þras- að og þrasað og maður má prísa sig sælan, ef maður fær umrædda vöru hálfum mánuði eftir að hún átti að vera til samkvæmt fyrsta loforði. En það stendur sjaldan lengi á reikningnum — og það er ekkert verið að klípa af hon- um. Því miður er þetta algengasta sagan í sambandi við húsbygg- Iingar og aðrar framkvæmdir hér á landi. Það er eins og blessað- ir mennirnir séu að gera manni stórgreiða með því að leyfa manni að kaupa af þeim efni og vinnu, og ábyrgðin er ævinlega hjá einhverjum dularfullum að- ila, sem aldrei er hægt að festa | hendur á. Árangurinn er sá, að allt dregst á langinn og verður margfalt dýrara, svo ekki sé minnzt á þann möguleika, að var- an sé annað hvort illa gerð eða Ivitlaust gerð, þegar hún loksins kemur. Það er svo sem ekkert sjaldgæft. Jafnvel forstjórar fyrirtækj- anna eru ekki ábyrgir fyrir enda- lausum töfum og sviknum lof- orðum. Ekki eru það víst held- ur verkstjórarnir, þaðan af síð- ur launþegarnir, sem verkið vinna, og þá náttúrlega ekki að- ilinn, sem annaðist söluna og lof- orðið gaf í fyrstu. Nei, ábyrgðin er fyrir ofan og utan, hvergi finnanleg, og svo verða öll fag- Ifélög og meistarasamtök bálreið, ef einhver ymprar á seinagangi og óeðlilegum kostnaði við bygg- ingar. Og þegar þú ert hálfnaður að Ikoma upp húsinu þínu ertu kom- inn að þeirri niðurstöðu, að á- byrgðin sé algerlega á þínum eig- in herðum, af því þú ert svo vit- laus að reyna að byggja upp hús og treystir á loforð íslenzkra fag- manna og starfsmanna þeirra fyr- irtækja, sem þeir reka. Því það er svo sannarlega á- byrgðarlaust athæfi! SH. 2 VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.