Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 31

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 31
tengt við mittisbeltið. Farþegarnir renna framundan því. Spurning: Hafa rannsóknir ykkar haft mikið að segja í sambandi við fleiri atriði? Svar: Jó. Tökum dyralæsinguna. Fyrir nokkrum árum var algengasta dánarorsökin við umferðarslys sú, að fólk kastaðist út úr bílunum, við árekstur, og lamdist til bana á götunni. Læsingin hélt ekki í slik- um tilfellum. Svoleiðis hendir siald- an með nútíma bíla. Dyrnar hald- ast lokaðar, og svo lengi sem fólk- ið er inni í bdnum, þeim mun meiri eru möguleikar þess til að sleppa án skaða. Við höfum líka stungið upp á og fengið framkvæmdar bygg- ingarbreytingar á grind og mótor- hengi, sem gerir bílinn sterkari að gerð — og hefur meðal annars þann tilgang að hindra það að mótorinn ýtist inn í farþegarýmið við árekst- ur. Spurning: Það er oft sagt, að betra sé að hafa mótorinn að fram- an sem nokkurskonar stuðara. Það kvað veita öryggi þegar tveir b(l- ar aka saman á fullri ferð. Eruð þér á þeirri skoðun? Svar: Nei — langt í frá. Þvert á móti. Þungur mótor að framan get- ur verið stórhættulegur ef árekst- ur verður. Hann ýtist þá gjarnan inn í bílhúsið og getur slasað bíl- stjóra og farþega mjög alvarlega. Ég tel, að öruggara sé að hafa mótorinn aftur í og að byggja fram- hluta bílsins þannig, að hann gefi að vissu marki eftir við árekstur, líkt og hemilstuðari. Bygging Chevrolet Corvair tel ég ágæta að þessu leyti. Spurning: Hvert er álit yðar á Volkswagen? Svar: Þeirri spurningu get ég ekki svarað nákvæmlega, þar eð ég hef ekki rannsakað þá bdategund nógu vel. En ég hygg, að þessi bdl sé skynsamlega byggður, þótt að mín- um dómi sé það fráleitt að hafa bensíngeyminn jafn framarlega og hann er þar og um leið neðarlega. Það ætti að færa hann eins langt upp undir framrúðuna og mögu- legt er, ef á annað borð á að hafa hann að framan. En við megum ekki gleyma því, að slysaprósent- an af völdum bensínsprenginga og eldsvoða er hverfandi lág. Spurning: Hvað um framhjóladrif með tilliti til öryggis? Svar: Fyrir aksturshæfni flestra bílstjóra skiptir það litlu máli. Ég geri ráð fyrir, að flestir venjuleg- ir bílstjórar taki ekki eftir, hvort þeir aka bíl með framhjóladrifi eða ekki. En ég álít, að það sé ótv(- ræður kostur, þegar ekið er á vond- um vegum í snjó og hálku. Sjálfur ek ég bíl með framhjóladrifi: Olds- mobile Toronado með 425 hest- afla V8-mótor og sjálfvirkri skipt- ingu. Spurning: Eykur sjálfskiptingin öryggið í umferðinni? Svar: Það gerir hún auðvitað — hún gerir að verkum að bdstjórinn þarf minna að beita höndum og fótum til að stýra bflnum og getur því einbeitt athyglinni meira að veginum. Spurning: Skeyta þær deildir sem ráða gerð og útliti nokkuð um hvað þið segið, þegar þið á grundvelli rannsókna ykkar farið fram á breyt- ingar á bílunum? Ég á við: General Motors er einkafyrirtæki, sem hef- ur það að verkefni að selja bíla, og þar sem reynsla sölumannanna sýnir, að öryggi selur ekki, er þá kröfum ykkar um aukið öryggi nokkur athygli veitt? Svar: Samkvæmt minni skoðun er samvinna okkar ágæt. Fyrir fyrir- tæki á borð við General Motors er ekki um að ræða það eitt að selja bíla; það verður að leiða þróun- ina, bera ábyrgð á markaðinum og starfsfólkinu. Það er hægt að ganga að því vísu, að öllum sanngjörnum kröfum okkar sé fullur sómi sýnd- ur af hálfu fyrirtækisins. Þessar deildir gefa okkur oft hugmyndir varðandi öryggismál. Spurning: Eruð þið einir um þess- háttar rannsóknir ( Bandaríkjunum? Svar: Nei, Ford er nú með svip- aðar rannsóknir og við skiptumst á upplýsingum við þá. Chrysler og American Motors hafa ekki, svo ég viti, á prjónunum að koma sér upp tilraunabraut eins og við höfum. Margir bandarísku háskólanna hafa líka á vegum sfnum rannsóknar- hópa, sem fjalla um umferðar- og öryggismál. Spurning: Fara engar slíkar rann- sóknir fram á vegum ríkisins? Svar: Nei, þær fara einungis fram á vegum einstaklinga. Raunar má um það deila, hvort kalla eigi rann- sóknarstörf háskólanna opinber fyrirtæki eða á vegum einstaklinga. En engri slíkri starfsemi er stýrt frá Washington. Spurning: Hvora teljið þér betri frá öryggissjónarmiði, amertska bíla eða evrópska? Svar: Ef ég ætti að lenda í á- rekstri, þá vildi ég heldur vera í amerískum bíl. Ég segi það ekki einungis vegna þess, að sá evrópski er minni, og ef stór bíll og lítill rekast á, þá vita auðvitað allir hver betur fer út úr því. En ég vildi l(ka heldur sitja ( stórum bd, sem ræk- ist á annan stóran bd, en í litlum bd, sem rækist á annan Ktinn bíl. Það er vegna þess, að í stóra am- erfska bdnum er framrúðan, tækja- borðið og dyrnar í nokkurri fjar- lægð frá mér. [ litla evrópska bdn- um er allt þetta fast hjá mér. Fjar- lægð er alltaf kostur. Hún gefur mér kannski tækifæri til að gera eitthvað mér til bjargar. Spurning: En hafa litlir bílar ekki alltaf verið lægra tryggðir sökum þess, að á einhvern hátt hafa þeir verið taldir öruggari ( árekstri? Svar: Jú, þannig hefur það ver- ið, þótt undarlegt megi heita. En síðan í febrúar í ár hafa Banda- ríkjamenn vikið frá þeirri línu. „Kompackt-bllarnir" (þ.e. minni gerðirnar) — í þeim flokki eru næst- um allir þeir evrópsku — hafa feng- ið t(u prósent afslátt á trygginga- gjöldunum. Einhvernveginn hafa ... það nýjasta á gólfið kemur frá Krommenie Linoleum, gólfflísar og vinylgólfdúk- ur með áföstu korki eða fílti allt hol- lenzkar gæðavörur frá stærstu fram- leiðendum Evrópu á þessu sviði. Fyrirliggjandi í miklu litaúrvali. MÁLARINN Bankastræti 7 - Sími 22866. VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.