Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 6

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 6
RONSON fyrir dömuna RONSON fyrir herrann RONSON fyrir heimílið RONSON KVEIKJBRI er tilvalin tækifærisgjöf WORLD'S GREATEST UGHTERS ENGA PABBAPÓUTÍK, TAKK! Elsku krúsidúlli Póstur minn! Við erum hérna tvær efni- legar, ungar stúlkur, sem lang- ar til að láta eitthvað að okkur kveða og völdum því þennan vettvang. Eftir 4 ár fáum við kosningarétt og viljum við þess vegna spyrja, kæri Póstur, hvar við getum fengið upplýsingar um þessi mál annarsstaðar en hjá skrifstofum stjórnmálaflokkanna. Við viljum sko enga pabba-póli- tík. Svo við snúum okkar nú að öðru, þá erum við hérna með 2 strákum (náttúrlega einum hvor) þeir eru agalega sætir (þú ættir bara að sjá þá) og myndarlegir, en sá er kalli á gjöf Njarðar, að þeir eru á millilandaskipi (við segjum sko ekki hvaða) og við erum svo ferlega ofsalega hrædd- ar um að þeir haldi fram hjá okk- ur, heldurðu það? (gerðu það segðu NEI!). Geturðu sagt okkur hvort nóg sé að hafa verknámsmenntun til að komast í flugfreyjustarf? Við erum sætar og vel vaxnar eftir því sem sumir segja. Það er nefnilega svo helvíti „bright“ ef við erum flugfreyjur og þeir sjómenn, finnst þér það ekki? Og svo hérna nota bene til „gamals reiðs bítils“. Okkur finnst alveg ferlegt að skíta út allt sem íslenzkt er, hann er týp- ískur svona maður sem hefur komizt út fyrir landsteinana og kemur svo eins og uppblásin blaðra heim aftur P.S. Heyrðu Póstur minn, hvert eigum við að snúa okkur til að komast í fegurðarsamkeppnina, því þangað hafa margir sagt okk- ur að fara. Tvær sem vilja vita svolítið meira um lífið. Við vitum aS Félagsmálastofnun- in hefur gefið út bók, sem heitir Kjósandinn, stjómmálin og vald- ið og f*st hún sjálfsagt hjá Bókabúð Norðra í Hafnarstræti, sem hefur umboð fyrir Félags- málastofnunina. Þessi bók getur kannski orðið ykkur til einhverr- ar leiðsagnar þegar þið fáið kosn- ingaréttinn, ef þið viljið endi- lega nota hann. Þessu varðandi strákana eigum við erfitt með að svara, þar eð við þekkjum ekkert til skapgerð- ar þeirra. Þó er fremur trúlegt, að þeir haldi framhjá ykkur ef góð tækifæri gefast, en ekki þarf það neitt að verða til þess að þið missið þá, að minnsta kosti ef þið látið það vera að sletta ykkur nokkuð fram í það. Þið getið sem bezt orðið flug- freyjur þótt þið hafið ekki nema verknámsmenntun, en áður verð- ið þið að ganga undir sérstakt inntökupróf, sem haldið er á veg- um flugfélaganna. Mun þar eink- um lögð áherzla á góða tungu- málakunnáttu, einkum í ensku og dönsku. Ekki viljum við að óséðu draga í efa, að þið séuð vel hæfar í feg- urðarsamkeppnina. Ef þið hafið áhuga á að komast i hana, er bezt fyrir ykkur að gefa ykkur fram í Tízkuskólanum, Bankastræti 6. Ekki sakaði hedur, þótt þið lituð inn hérna hjá okkur, ef þið ætt- uð leið um Skipholtið. AÐDÁANDI EIRÍKS VÍÐFÖRLA. Kæri Póstur! Það hafa komið fram mismun- andi bréf í Póstinum og fjallað um fjölþætt efni öllsömul. En þó kem ég eflaust hér með öllu frábrugðnara efni en hin. Svo er nú mál með vexti, að ég hef safnað myndasögunni „Eiríkur Víðförli“, sem var fram- haldssaga í Tímanum í nokkur ár, en er hætt nú. Þessari sögu safnaði ég og safna enn. En mig vantar allan 1. og 2. árganginn. Ég hef leitað mikið hjá gömlu fólki sem eitthvað á af Tímanum ennþá og hef því sankað saman dálitlum reitingi. En nú gefst ég upp við þessa leit og leita ráða þinna, kæri Póstur. Heldur þú, að prentsmiðja Tímans gæti ekki hjálpað mér dálítið í þessu efni? Mér þætti vænt um að fá ráð- leggingar þínar í næsta Vikublaði 9. júní. Svo er það dálítið meira. Gæt- irðu sagt mér hvar hægt væri að fá uppstoppaða fugla s.s. márierlu, steindepil, sólskríkju og grátittling og verð þeirra. Með fyrirfram þökk. Tumi þumall. P.S. Hvernig er skriftin og staf- setningin? Við teljum líklegt, að bezta ráð- ið til að ná Eiríki víðförla eins og hann leggur sig sé að snúa sér til afgreiðslu Tímans. Varðandi fuglana: Okkur er ekki kunnugt um nema eina verzlun hér á landi, sem hefur fugla til sölu, g VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.