Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 29

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 29
Með því að minnka þykkt loft- púðans niður í nokkra þúsund- ustu hluta úr þumlungi var bót ráðin á þessu. Undir stjórn Dr. Andrevs Kuchers könnuðu Fordverk- smiðjurnar straumlaga járn- brautarlest, sem stóð á svifplöt- um, „levelpads" stálplötum sem umluktu teinana en var þó hald- ið lausum frá teinunum með þrýstilofti. Fordverksmiðjurnar skírðu eins-vagns-lest sína leva- car „svifvagn“ og auglýstu eftir tilboðum í smíði slíkra vagna. En þegar enginn tilboð bárust stungu þeir málinu niður í skúffu. Nú þegar ríkisstj órnin hefur fengið áhuga á stórvirk- um og hröðum samgöngutækium og er tilbúin að styrkja tilraun- ir með vagnhlössum af gulli, þá hefur skúffan verið opnuð og ryki blásið af hugmyndinni. Annar aðiii sem ágirnist hæfi- ieika langhreyfilsins er Westing- house með nýja hugmynd. f stað loftpúða sem fleyti lestinni yfir teinunum hyggjast Westinghouse menn nota segulmagn. Aðall þessarar hugmyndar er ný leir- tegund, sem hægt er að gera úr sterka og endingargóða segla. Ætlunin er að settir séu í stað hjóla fætur, sem líkjast skíð- um undir lestarnar. Gert er ráð fyrir að þessi skíði séu mjög segulmögnuð. Brautarteinarnir eru einnig segulmagnaðir og eru skaut þessara segla samnefnd. En þar sem samnefnd segulskaut hrinda hvort öðru frá sér, mun leiða að lestin kemur til með að svífa í lausu lofti, um það bil fjórðung þumlungs yfir tein- unum. Eru mennirnir vitlausir? Ja það er nú svo. Westinghouse- menn hafa þegar sannað af ein- hver vitglóra er í þessu. Þeir hafa búið til lítinn eins-manns vagn eftir þesari hugmynd og það tókst. Mikill kostur er við langhreyf- ilinn er það hve einfaldur hann er. í rauninpi er hann afbrigði af þeirri gerð hreyfla, sem kall- ast á íslenzku skammhlaups- hreyfill, ensku squirrel-cage motor og þýzku: Kafigmotor, sænsku kortslutionasynkron- motor, sem vinnur sem hér seg- ir: Snúður skammhlaupshreyfils- ins, er með teinum sem liggja grópaðir inn í snúðinn eftir hon- um endilöngum. Teinar þessir eru úr áli eða eir. Á sáturnar kringum snúðinn eru fest vöf úr vír. Þegar raf- magnsstraumur fer um vaf, span- ar hann straum í tilsvarandi teini eða teinum snúðsins. Segul- sviðið, sem þessi spanaði straum- ur vekur, spyrnir í segulsvið vafsins en þar sem vafið er fast, snýst snúðurinn. I hverju augna- bliki fer straumur um nokkur vöf og orsaka því fráhrindikraft á fleiri en einum stað á snúðn- um í einu. tjöldirt eru gerS fyrir íslenzka veðróttu. 5 manna fjölskyIdutjöldin orange-gulu meS bláu aukaþekjunni eru tjöld árs- ins. VerS mjög hagkvæmt. Kosta aðeins kr. 3.890,00. Höfum einnig tjöld á lægra verði. Þriggja manna tjöldin kosta t.d. kr. 1.995,00. teppasvefnpokarnir eru hlýir, enda stoppaðir með íslenzkri ull, einnig er- lendir teppasvefnpokar frá kr. 740,00. Ailt í viðlegiia Vönduð þýzk tjöld, svefntjöld og dagtjöld á kr. 5.850,00. RALIWA vindsængur. Verð frá 485,00. Pottasett, margar gerðir. Munið eftir veiðistönginni, en hún fæst einnig í Sport. BRETTON SPINNHJÓLIN Á KÚLULEGUM ERU UPPÁHALD VEIÐI- MANNSINS. PÓSTSENDUM LAUGAVEGI 13 - KJÖRGARÐI Að því er langhreyfil í járn- brautarlest snertir, þá er hlut- unum þannig varið: f ganghreyflinum eru sviðsvöf- in sett í beina línu inni í lest- inni. Vöfin eru rétt yfir járn- brautarteinunum sem koma í stað snúðsins. Þegar rafstraum- ur fer um hvert vafið á fætur öðru, þá spyrnir segulsviðið, sem myndast af spanstraumi í tein- inum í vöfin og ýtir á þann hátt lestinni áfram. Með því að breyta straumátt- inni er unnt að hemla lestina. Með því að breyta tengingu vefjanna eða breyta straumnum sem um vöfin fer á annan hátt er mjög auðvelt að breyta hrað- anum. Sá s em fyrstur bjó til not- hæfan langhreyfil, var enskur prófessor við London Imperial College of Science and Techno- logy, Eric Laitwaite, að nafni. Árið 1952, tókst honum, 45 ára gömlum, að smíða tilraunasýnis- vél, sem sýnt gat hraðaaukning- una frá núll upp í 38 km. stund- arhraða á einni sekúndu. „Vandræði þau sem umferðar- öngþveitið virðist ætla að leiða af sér, geta orðið þróun Banda- ríkjanna meiri hindrun, en hin- ar sjóðheitu þurru eyðimerkur voru forfeðrum okkar fyrir einni öld, sagði Lyndon Johnson for- seti nýlega. Langhreyfillinn, sem virðist skapaður til að knýja hraðlestir framtíðarinnar verður tæki til að afstýra slíkum voða. Tilraumr með árekstra Framhald af bls. 11. farþegann, þó hann kastist ó þau við órekstur, betur löguð dyrahand- föng og handföng til að skrúfa hliðarrúður upp og niður. Þá höf- um við komið því til leiðar, að sæt- in í bílunum eru betur fest en áð- ur, svo að þau losna ekki við á- rekstur, stýrishjólinu hefur verið breytt þannig, að betra er að festa hendur á því en fyrr, öryggisbelti hafa verið innleidd og breytingar hafa verið gerðar á því efni, sem bensíngeymarnir eru gerðir úr. Sem stendur erum við að prófa okkur áfram með teygjanlegt framrúðu- gler. Spurning: Hverju skiptir það? Svar: Algengustu umferðarslvsin verða með því móti, að farþegarn- ir slengjast á framrúðu og skera andlitið í tætlur á glerbrotunum. Við reynum nú að koma okkur nið- ur á framrúðu, sem í senn er ó- brjótandi og teygjanleg. Hún mundi gefa eftir og bunga út þegar höf- uð kastast á hana — rétt eins og gúmmídúkur. Ég býst við að við komumst fljótlega að niðurstöðu um, hvernig hún muni líta út í kom- andi bílum. Spurning: Þér nefnduð öryggis- beltin — látum okkur eyða nokkr- um orðum í viðbót á þau. Hverja gerð þessara belta teljið þér bezta? Svar: Þeirri spurningu er erfitt að svara, því öryggisbeltin má meta samkvæmt tvennskonar sjónarmið- um. Hægt er að velja á milli belt- is, sem veitir fullkomið öryggi, en er erfitt að spenna á sig, og ann- ars, sem veitir minni vernd, en er miklu einfaldara og auðveldara f meðförum. I Bandaríkjunum hafa menn tilhneigingu til að hallast frekar að þessháttar beltum, því þar ekur fólk bílum sínum hvers- dagslega miklu meira en í Evrópu. Við höfum hallazt að síðarnefnda beltinu, mittisbeltinu, sem fólk fest- ir á sig með einu handbragði og ekki er hætta á að fari f flækju. Við höfum numið staðar við þá lausn. Þrælöruggt belti er léleg lausn, ef fáir fást til að nota það. Þá er betra að mæla með belti, sem veitir ekki eins mikið öryggi, en hægt er að fá næstum alla til að nota. Nauðsynlegt er, að beltið sé stöðugt notað, einnig í stuttum ferðum innanborgar. Einnig að ör- yggisbelti séu til fyrir farþegana f aftursætinu, en það er sjaldgæft f Evrópu. Versta lausnin er hornasamfellu ödiagonal) belti án þess að það sé VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.