Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 28

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 28
C 28 C 14 C 7 Fáið hitann frá RUNTAL! RUNTAL er ódýrastur! RUNTAL gefur hitann! Hvað er RUNTAL? Það er svissneskur STÁLOFN framleiddur á íslandi. RUNTAL-OFNAR H. F. Síðumúla 17. Sími 3-55-55. Markar langhreyfillinn tímamót? Framhald af bls. 9. samgöngutækjum verði það járnbrautirnar sem leysa muni samgönguvandraeði nútímans. Því er nú spáð að þessi ösku- buska, sem nú er farið að veifa að stórum fúlgum rannsóknar- fjár muni enda sem drottning samgöngutækj anna. Ástæðurnar eru einkum þessar: Þegar járnbrautir eru reknar svo sem bezt verður á kosið, eru þær frábærar til fjöldaflutn- inga. Hraðskreiðar lestir geta flutt 50000 farþega á klukku- stund eftir einu járnbrautar- spori, eða tuttugu sinnum meira en bílar geta annað á einni aðal- braut. Þær skila af sér farþegum ná- lægt miðju borga, flutningamið- stöðvum aðalvega eða afgreiðsl- um flugvalla, en losa menn við að aka á þrengslum sérstakra flug- vallabrauta. Það yrði tiltölulega ódýrt að leggja þessar járnbrautir. í mörgum tilfellum hafa á sama stað áður verið lagðar járnbraut- ir svo hægt er að spara ýmsan kostnað svo sem að sprengja ný 2g VIKAN 26. tbl. göng gegnum fjöll og aðrar tor- færur. Til viðbótar kemur að járn- brautarspor krefjast ekki jafn- mikils landrýmis og aðalvegir. Þetta er mjög þýðingarmikið at- riði þegar landrýmið er torfeng- ið og hækkar stöðugt í verði. Sönnun fyrir afkastagetu járn- brauta hefur fengizt með jap- önsku Tokaido-hraðlestinni sem þýtur 500 km. leið milli Tokio og Osaka á þremur klukkustund- um og tíu mínútum. f tilrauna- akstri hefur lestin komizt í meira en 200 km. hraða á klukku- stund en í venjulegum farþega- flutningum er haldið í við hana og 125 mílur (180 km.) hraði látinn nægja. Flugleiðin Tokio—Osaka var sannkölluð gullnáma fyrir flug- félögin, en mánuði eftir að Tok- aidohraðlestin hóf ferðir sínar í október 1964, hafði flugferðum fækkað um 38% og nú hefur hraðlestin „rænt“ flugfélögin um 50% flutninganna á þessari leið. Hraðlestirnar fara frá Tokio 26 sinum á dag. En þær eru svo vin- sælar að panta þarf sæti í þeim fyyirfram. En Tokoido-hraðlest- in hefur einn galla, sem amerísk- ir sérfræðingar ætla sér að forð- ast. Hún ekur ekki nægilega hratt. Sérfræðingar Bandaríkja- stjórnar gizka á að lest, sem fer með 300 km hraða á klukku- stund, sé hæfileg til að byrja með. Ef flytja á járnbrautarfarþega á 300 til 500 km stundarhraða þarf að kanna spánnýja gerð af járnbrautum. Ein af fyrirsjáan- legu breytingunum sem gera verður er að breyta hinum þunga og fyrirferðarmikla eimvagni, eða dráttarvagni, en sérfræðing- arnir líta á hinn nýja langhreyfil sem álitlegasta staðgengilinn af öllum til að uppfylla það sem af honum verður krafizt. Nýjustu rannsóknir benda til þess að bú- ast megi við annarri mikilvægri breytingu á járnbrautarlestum framtíðarinnar: Þær verði hjóla- lausar. Á járnbrautarlestum nú- tímans þurfa hjólin að flytja spyrnuátakið frá eimvagni til brautarteina. Þetta er ein af á- stæðum þess að eimvagnarnir eru hafðir svo þungir. Ef þeir væru léttir myndi spyrnuna skorta, en þegar hraðinn er orð- inn mikill t.d. 300 km. á klst. hættir hjólunum til að fljóta og missa spyrnuna en auk þess slitna hjólin afar hratt. Loks fylgir miklum hraða hættan á að áraun miðflóttaaflsins þeyti hjólunum sundur, þegar allt þetta kemur til viðbótar við aðra ó- kosti hjólanna, sem eru að vísu léttbærari, sést að hlutverki hjól- anna á þessu sviði þarf að vera lokið. Hvað kemur í staðinn? Uppfinningamenn hafa árum saman verið með sveittan skalla að reyna að finna upp hjólalausa járnbrautarlest, sem ekið gæti með 300—500 mílna stundahraða. Tvær uppástungur sem fram hafa komið, þykja vel samrýmanlegar langhreyflum. Önnur uppástungan fæddist hjá Fordverksmiðjunum (Ford Motor Co.). Eins og tylftir af öðrum tillögum er grundvallar- hugmyndin fleiri áratuga göm- ul. Leggðu matardisk á hvolf, boraðu gat á botninn og blástu niður um gatið. Þá lyftir disk- urinn sér til að hleypa loftinu út. f dag er þessi „loftpúðaað- ferð“ notuð við margskonar tækni. Á ensku eru tæki þessi oft kölluð GEMs (Ground Eff- ect Machines) Verkfræðingum datt í hug að nota þessa hug- mynd við járnbrautir eins og hún er notuð við önnur farar- tæki, en þá rákust þeir á agnúa. Þegar hraði farartæksins er orð- inn meira en 120 km. á klst. virð- ist sem loftpúðinn hætti að hafa við að myndast. Verkfræðing- arnir fundu þó ráð við þessu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.