Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 9

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 9
tímamót TARLEST UPP í 500 KM. HRAÐA Á KLUKKUSTUND vandamálið, sem Bandaríkin og mörg önnur þéttbýl iðnaðarlönd horfast nú í augu við: vöntun á hraðskreiðu, stórvirku flutn- ingatæki borga á milli. Þjóðvegirnir fullnægðu áður fyrr þessari þörf en gera það ekki lengur. Aðalvegir um þétt- býl svæði stíflast oft af bíla- hjörðum sem eru á leið frá einni stórborg til annarrar. Norð-austurgangurinn svokall- aði — hin 700 km. langa strand- lengja frá Boston til Washing- ton er eitt af tuttugu eða fleiri dæmum um þetta í Bandaríkj- unum einum. Á þessari strand- iengju búa yfir 40 milljónir manna. Árið 1980 verður sá fjöldi orðinn 50 milljónir eftir spáreikningum að dæma. En nú þegar eru umferðarstíflur og vöntun á stórvirkari flutninga- samgöngum orðið augljóst og hryggilegt vandamál á þessu svæði. Stór og sterkur karlmaður myndi ekki geta tára bundizt þótt hann aðeins í svip sæi öng- þveitið sem ríkir á þessum að- alveg um helgar þegar umferð- in er mest. Svona er ástandið, þrátt fyrir að tveimur billjón- um dollara hafi verið ausið í nýlagnir vega síðan árið 1945. Með hverjum degi þenja nýir aðalvegir sig yfir stærri og stærri landflæmi og kafna svo stuttu síðar í hraðvaxandi um- ferð, sem þeir sjálfir og vax- andi þörf skapa. Claiborne Pell öldungadeildarþingmaður frá Rhode Island sagði eitt sinn: „Það verður bráðum eins ástatt fyrir okkur eins og þeim í Los Ang- eles, þar sem helmingur af yfir- borði miðbæjarins er upptekinn vegna bílaumferðar eða geymslu fyrir bíla. Umferðin í lofti er álíka á vegi stödd. Síðan heimsstyrjöld- inni lauk hefir yfir einni billjón dollara verið eytt vegna flug- mála í Norð-austurganginum einum. Þó er það svo að á mestu annatímunum eru flugvellirnir að kafna í umferð flugvéla, sem eru að koma eða fara, ekki síður en þjóðvegirnir í bílaumferð- inni. ITmferðaspár segja að loft- umferð muni aukast um 170% til ársins 1980 en það er hraðari aukning en búast má við að framfarir í þjónustu á jörðu niðri muni taka á sama tíma. En þar með er ekki allt sagt. Umferðarerfiðleikar á vegum eru farnir að draga alvarlega úr notagildi flugsamgangnanna. Flugið frá New York til Wash- ington tekur aðeins rúma klukkustund. En um helgar, þegar umferð- in er mest, getur það tekið tveggja og hálfrar stundar erf- iðan bílakstur að komast út á flugvelli borganna eða af þeim. Og svo eru það auðvitað járn- brautarlestirnar, skröltandi, ó- stundvísar, óhreinar og enn læð- ast þær áfram á sama hraða, sem náðist fyrir aldamót. Skammt er síðan að járnbrautar- lestir voru þýðingarmestu sam- göngutækin ef komast átti frá einni borg til annarrar. Nú í dag er hlutur járnbrautanna aðeins 3% af ferðamannafjöldanum. Þetta er léleg frammistaða, jafn- vel þótt tekið sé tillit til sam- keppni bílanna. Nú eru þó sérfræðingar farnir að gera sér vonir um að af öllum Framhald á bls. 28. __________________________________/ Svona einfaldur er langhreyfillinn. Sígaretturnar, sem allir hafa beðið eftir eru nú loks á markaðnum, BSDJUM UM BL3CK & WHITE MARCOVITCH • PICCADILLY LONDON TRELLEBO RQ er vörumerki og heiti ó sænskri framleiðslu fró A. B. Trelleborg. Fró þessu firma höfum vér m. a. ó lager hjó oss: Vatnsslöngur Loftslöngur Sogbarka Dæluslöngur Loftbarka Viftureimar Kílreimar Gólfflísar Veggflísar Listar í gólf, tröppur og handrið Gúmmímottur Presenninga Hjólbarða fyrir fólksbifreiðir Lyftara Tengivagna Bifhjól Hjól fyrir allskonar tengivagna Útvegum með stuttum fyrirvara alls konar specialslöngur og margt fleira. Ath. Trelleborg er í Suður-Svíþjóð og þvi góðar samgöngur við Kaup- mannahöfn. Góðfúslega leitið upplýsinga. VIKAN 26. tbl. Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.