Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 48

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 48
Gillette Super Silver gefur yður fleiri rakstra, en nokkurt annað rakblað, sem þér hafið áður notað. Miklu fleiri rakstra. Nýja Gillette Super Silver rakblaðið hefur pessa miklu teknisku kosti yfir öll önnur rakblóð: Stdrkostlegt nýtt, ryðfrítt stál húðað með EB7— Gillette uppfinning—beittari egg, sem endist lengur og gefur mýkri rakstur. Maður uppgötvar stórkostlegt nýtt endingargott rakblað, sem gefur miklu, miklu, fleiri og þægilegri rakstra, en nokkurt annað rakblaö, sem þér hafið nokkru sinni notað, og auðvitað er það frá Gillette. Gillette Super Silver Peysa Framhald af bls. 47. nema hvað garninu er brugðið um fingur og myndaðar með því lykkjurnar. Lykkjurnar eru hekl. frá röngu þannig: 1 1. á nálinni, bregðið garninu um vísifingur vinstri handar og dragið þann hluta þráðarins sem fastur er við stk. í gegn um lykkjuna á nál- inni. Sleppið lykkjunni, dragið garnið upp í gegn um næstu fastal. og áfr. í gegn um lykkj- una á nálinni. Gjarnan má hekla lykkjuumf. með tvöföldu garninu, sé peysan hekl. úr einf. garni. Bakstykki: Fitjið upp laust með tvöföldu garninu 48 (50) 52 (54) 1. og hekl. fastahekl Byrjið hverja umf. með 1 loftl. til þess að snúa við. Hekl. þar til stk. frá uppfitj. mælist 33 (34) 34 (35) sm. Tak- ið þá úr fyrir handvegum með því að sleppa 3 (3) 4 (4) yztu lykkjunum í hvorri hlið. Takið síðan úr 1 1. í hvorri hlið. Þegar handvegir mælast 19 (19) 20 (20) sm. er gerður halli á öxlina þannig: 4 keðjul., (keðjul. = 1 1. á nál, dragið garnið upp og áfr. í gegn um 1. sem fyrir var á nálinni.) síðan fastahekl þar til 4 1. eru eftir af umf., snúið við, 4 keðjul., hekl. fastahekl þar til 4 1. eru eftir, snúið við, 4 keðjul., síðan fastah. þar til 4 1. eru eftir. Klippið á þráðinn. Vinstra framstykki: Fitjið upp 24 (25) 26 (27) loftl. + 1 loftl- til þess að snúa við. Hekl. fastahekl og aukið út 1 1. í byrjun 2. og 4. umf. að fram- an. Hekl. síðan fastahekl án aukn. þar til stk. frá uppfitj. mælir um 33 (34) 34 (35) sm. Takið þá úr fyrir handvegi með því að sleppa 4 (4) 5 (5) yztu lykkjunum. Takið svo úr I 1. við handveginn í næstu umf. Þegar handvegurinn mælir um II (12) 12 (13) sm. er tekið úr fyrir hálsm. og hekl. handvegs- megin, þannig: Hekl. 15 fastal., snúið við, sleppið 1 1. og hekl. umf. á enda (14 fastal.), snúið við, hekl. 13 fastal., snúið við, sleppið 1 1. og hekl. umf. á enda (12 fastal.). Heklið nú yfir þessar 12 1. þar til handvegir mæla 19 (19) 20 (20) sm. Gerið þá halla á öxlina með því að hekl. háls- málsmegin 8 fastal., snúa við, hekl. 2 keðjul. og síðan fastah. umf. á enda. Klipið á þráðinn. Hægra framstykki: Fitjið upp og heklið eins og vinstra framstk. en gagnstætt. Ath. að auka út í lok 2. og 4. umf. Ermar: Fitjið upp 26 (28) 28 (30) loftl. + 1 loftl. til þess að snúa við. Heki. fastahekl. 4 sm. og aukið þá út 1 fastal. báðum megin með því að fara þrisvar sinum í 1 1. Aukið síðan út 1 fastal. í hvorri hlið í 5. hv umf. þar til 38 (40) 40 (42) 1. eru í umf. Hekl. þá áfr. þar til ermin mælist 32 (33) 33 (34) sm. Takið þá úr með því að sleppa 3 yztu fastalykkjunum báðum megin og taka síðan úr 1 fastal. í enda hverrar umf. þar til erma- kúpan mælist um 14 (14) 15 (15) sm. Klippið á þráðinn. Leggið stykkin á þykkt stk., mælið form þeirra út með títu- prjónum, leggið raka klúta yfir og látið gegn þorna næturlangt. Saumið erma- og hliðarsaum- ana með þynntum garnþræðinúm og aftursting eða varpspori. Saumið ermarnar í handveg- ina á sama hátt. Hekl. 3 lykkju- heklsumf. í kringum jakkann og framan á ermar. Endið með 1 umf. fastahekl. frá réttu. Ath. að auka út á hornunum við háls- málið eins oft og með þarí svo ekki strekki. Belti: Fitjið laust upp 42 loftl. og hekl 3 umf. fastahekl. Gangið frá endanum. Hekl. annað belti eins ef vill og hnýtið þeim sam- hliða um jakkann. Búið til litla loftlykkjuhanka í beltisstað á hliðar jakkans og þræðið beltið þar í. * VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.