Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 17

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 17
TROMMIIR Hér birtast nokkur heilræði frá sex þekktum trommuleikurum til nýgræðinga í þeirri stétt. Það er athyglis vert, að allir vara þeir byrjendur við að kaupa nýtt og dýrt trommusett þegar í byrjun, því að trommusettið er sennilega dýrasta hljóðfærið í hljómsveit- inni, ef vel á að vera. Ýmsar fleiri þarfar ábendingar eru í þessari grein, sem er hin síðasta í greinaflokk ætluðum byrjend- um í gítarspili og trommuleik. RINGO $TARR beatles Ef trommuleikari hefur hug á að leika með stórri hljómsveit, vcrður hann að geta lesið nótur. Sjáifur hata eg nótnalestur. Maður cr að spila það, sem cinhver annar hcfur skrifað. Það cr ekki maður sjálfur. Ráð mitt til þeirra, scm langar til að spila mcð hljómsveit í okkar stíl, er cinfalt. Eyð- ið ekki mánuðum í að æfa ykkur f heimahúsum. Rcynið heldur að koinast í hljómsveit þegar í stað. Það fer mik- ið í taugarnar á mér, þegar tromm- arar í bít-hljómsveitum ímynda sér að þeir séu að spila jazz. Reynið held- ur að cinbeita ykkur að „bítinu“ og gerið ykkur ljóst, að til þess er ætl- azt af ykkur. WATTS ROLLING STONES Aðalatriðið er að fá gott „bít“ og nota hassatrommuna mikið. Ég nota „hi- hattinn" mikið og það gerir Ringo Iíka. Ef rólegur kafli er í iaginu, spil- aðu þá á „hi-hattinn“ lokaðan. Ég nota þunga kjuða, þvi að ég spila af talsverðum krafti. Þegar ég stilli skinnið á snerlinum. hef ég það frem- ur slakt. Mörgum vex í augum, hvc dýr trommusett cru, cn ef maður kaupir hið bezta, þarf maður auðvit- að að horga fyrir það. CHRIS CURTIS SEARCHERS Ég vildi ráðleggja byrjendum í trommuleik að hlusta vel á hljóm- plötur. Þannig lærði ég á trommur. Á þann hátt getur maður smám sam- an öðlazt cigin stíl og tækni. Þegar þú kaupir þér trommusett í fyrsta skipti, kauptu þá auðvitað ódýrt sett. Það er ekki hyggilegt að kaupa dýrt sett meðan maður er að þjálfast. Það er mjög mikils um vert fyrir tromm- ara i ,,bít“-hljómsveit að spila ekki í jazz stíl. Ef þú reynir að blanda þess- um tvcimur stílum sainan, muntu fljótt komast að raun um, að það gcng- ur ckki. Annars veit ég ekki, hvers vegna ég ætti að gefa öðrum ráðlegg- ingar varðandi trommulcik! AVORY KINKS Ég byrjaði að leika mcð hljómsveit, þegar ég var þrettán ára, og hafði þá aðcins sncril til að slá í. Það var ekki fyrr en ég var orðinn 16 ára, að ég fékk tilsögn. í trommusetti minu eru snerill, bassatromma, tvö „tom-to:n“, „hi-hattur“ og tveir simbalar — 20 tomma og 18 tomma. Ef byrjandl hef- ur ckki cfni á að kaupa allan þcnnan útbúnað strax, ætti hann að kaupa sncrilinn fyrst. Tom-tom trommurn- ar skipta minnstu máli. Sjálfur nota ég mjög þunga kjuða, þar sem músik- in okkar krefst annað hvort þungra kjuða eða sterkra handleggja. Þegar ég æfi mig, nota ég litla trommu á stærð við tamborínu. Innan i henni er kvoðugúmmí, cn venjulegt trommu- skinn er strekkt yfir. Framhald á bls. 45. Ep fapið um Elvis uppi á tincflinum? Ef þú ert átján ára núna, hef- ur þú verið um það bil 10 ára, þegar Elvis Presley stökk fyrst fram á sjónarsviðið og olli slíkum um- brotum með söng sínum og tilheyr- andi mjaðmasveiflum, að annað | eins hefur ekki þekkzt í þessari ver- öld. Sennilega veiztu lítið um Elvis karlinn, ef þú ert bara átján. Því að nú er Elvis orðinn tiltölu- lega gamall og kannski hrukkótt- ur í ofanálag. Það vita fáir, því að við fáum aðeins að sjá hann í kvikmyndunum og þá hefur hann alltaf tommuþykkan farða á and- litinu. En þótt árin færist yfir hann virðist hann alltaf sami sæti strák- urinn. Hér eru nokkrar staðreyndir um Tveir þekktir Það væri synd að segja, að Pétur Öst- lund hafi verið „bítlalegur", þegar hann byrjaði að leika með Hljómum. Þessi mynd cr tekin um það leyti — nánar tiltekið við upptöku á fyrstu hljómplötu Hljóma. en þá var Pétur nýkominn í spilið. Hjá Pétri stendur nafni hans Steingrímsson, sem er ann- að hjól þáttarins „Á nótum æskunn- ar“. Pétur hefur verið magnaravörður hjá Útvarpinu um nokkurt skeið og má segja, að hann hafi sérhæft sig í hljómsveitarupptökum. Það er mikið vandaverk að koma fyrir hljóðnemum við trommurnar, eins og svipur Pét- urs á þessari mynd ber raunar með sér, enda er eins og hann vilji segja: Skyldi nú hljóðneminn vera óhultur hér fyrir höggum hans nafna míns á trommurnar? Ella Hann er 31 árs gamall, fæddur 8. janúar 1935 í Tupelo í Missi- sippi fylki. Hann átti tvíburabróð- ir, en sá lézt við fæðingu. Þegar Elvis var tveggja ára, komu söng- hæfileikar hans fyrst í Ijós. Þar sem hann sat í kjöltu móður sinn- ar í kirkju einni, tók honum að leið- ast þófið undir ræðu klerks og tók þá til bragðs að laumast í burtu. Hann stillti sér upp hjá kórnum og söng með fullum hálsi. Að sögn fjölskylduvina, sem muna þennan atburð, gat hann auðvitað ekki lært sálmaversin utan að í þann tfð, en hann raulaði sálminn og gaf hin- jm kórlimunum alls ekkert eftir. Elvis varð snemma trúhneigður og kirkjurækinn og óx úr grasi við iálmasöng og orgelspil. Hann var 18 ára, þegar hann lauk námi. Þá fékk hann starf f leikhúsi við að vfsa til sætis,- síðar starfaði hann sem vörubflstjóri og hafði í laun 11 dollara á viku. Elvis vakti athygli á sér sem söngvari með nokkuð óvenju- legum hætti. Þegar móðir hans átti eitt sinn afmæli, söng hann lag inn á plötu til þess að gefa henni í afmælisgjöf. Lagið hét „That's All right, Mama". Segja má, að hann eigi allan frama sinn þessari hugkvæmni að þakka. Sam nokkur Philips, fulltrúi hljómplötufyrirtæk- isins Sun Records, heyrði af tilvilj- un sönginn hjá pilti og skrifaði nafnið hans í minnisbókina sína. Ári síðar, þegar Sam var í hraki með söngvara, dró hann fram minn- isbókina og sá þá nafnið Elvis Aaron Presley. Hann mundi strax eftir pilti og kallaði hann á sinn fund. Árangur af viðræðum þeirra varð sá, að lagið, sem Elvis hafði sungið á plötu til þess að gefa móður sinni, var nú hljóðritað aft- Framhald á bls. 33. VIKAN 26. tbl. YJ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.