Vikan


Vikan - 30.06.1966, Side 12

Vikan - 30.06.1966, Side 12
aud! hrópaði Martin. — Hvar eru skyrtu- hnapparnir mínir? — Þeir eru á kommóðunni, þú lagðir þá þar þegar þú fórst úr skyrtunni. — Þeir eru þar ekki núna, öskraði hann eftir svolitla stund. — Hvað eru strákarnir að gera? Það er eins og það sé heil herdeild í stiganum. Maud andvarpaði. Hún hafði sannarlega nóg að gera, hún þurfti að hugsa um morgunmatinn og passa bæði Lillu og brauðristina. Hún geispaði. Morgnarnir voru ekki skemmtilegir, það væri synd að segja að Martin væri morgunglaður . . . Tvíburarnir, Jóhann og Andrés komu veltandi inn í eld- húsið. Þeir voru svo likir, að það var ómögulegt að þekkja þá í sundur, en Andrés var með fæðingarblett á vinstra eyranu, og það bjargaði málunum. Þegar hún leit á þá, sá hún að það var eitthvað annarlegt við þá í dag; And- rés var í skóm, sitt af hvoru tagi og Jóhann var í öfugri peysunni. — Mamma, kallaði Jóhann, — Súsanna er að detta úr stólnum! Maud hljóp til og bjargaði barninu á síðustu stund, áður en hún steyptist á höfuðið úr háum barnastólnum. Martin kom inn í eldhúsið. Hún tók eftir því að hann var með aðra skyrtuhnappa; það er alveg makalaust hvað karlmenn eru miklir trassar, þeir geta aldrei sett neitt á réttan stað. Hann kyssti hana lauslega á kinnina og hvolfdi svo í sig sjóðandi heitu kaffinu um leið og hann smurði brauðsneið. Tvíburarnir hurfu út um dyrnar, með miklum gaura- gangi, þeir voru að verða of seinir í skólann. Martin náði í frakkann sinn og hattinn og kyssti hana aftur lauslega á kinnina. — Hafðu það nú gott í dag, elskan, sagði hann um leið og hann hljóp út. — Já, hann getur trútt um talað, hugsaði Maud, þeg- ar hann var farinn. Auðvitað hafði hún það gott, en það er nokkuð tilbreytingarlaust til lengdar að fást við hús- störfin og passa börn alla daga. Svo var þetta orðin föst setning hjá honum á hverjum morgni, það væri strax betra ef hann gæti fundið upp á einhverju öðru við og við. Alda sjátfsmeðaumkunar helltist yfir hana. Til hvers hafði hún verið að taka stúdentspróf og í ofanálag að pæla í tungumálum og bókmenntasögu í háskólanum, bara til að rotna hér heima. Hvað varð af öllum draum- unum mínum? hugsaði hún upphátt. — Mamma, mamma! kaliaði Súsanna. Hún vildi láta taka sig úr leikgrindinni. Maud lyfti litlu dóttur sinni upp og þrýsti henni að sér, eins og til að fá stoð og huggun frá mjúkum líkama barnsins. En hún gat ekki losnað við geðvonzkuna, hún var eirðarlaus og óróleg, henni fannst eins og hún væri að glutra lífinu út á milli fingranna, hún varð að reyna að koma í veg fyrir það, áður en það yrði of seint. Bara að hún og Martin hefðu meiri tíma til að tala saman. Á fyrstu hjúskaparárunum áttu þau svo oft skemmtilegar samræður, sérstaklega fannst henni gam- an, þegar þau voru ekki á einu máli. En siðan Martin stofnaði eigið fyrirtæki var hann svo upptekinn og vann venjulega langt fram á kvöld, enda var hann örþreytt- ur þegar hann kom heim á kvöldin. Svo voru það funda- höldin og allskonar veizluhöld vegna fyrirtækisins og það var óralangt síðan þau höfðu farið út ein saman, eða átt notalega kvöldstund heima. Það hlaut að vera eitthvað að henni, hversvegna var hún svona óánægð með hlutskipti sitt? Hún sem átti svona dásamlegan mann og yndisleg börn. Skildi líf hennar hafa orðið svona tilbreytingarlaust, ef hún hefði gifzt Erik? Hún fann til sektar við þessa tilhugsun, en gat samt ekki hætt að hugsa um Erik. Það var annars skrítið hve oft henni datt Erik í hug í seinni tíð. Áður liðu mánuðir og jafnvel ár milli þess að hann kæmi í huga hennar. Þetta hlaut að vera vegna þess að einmitt um þessar mundir var mikið talað um hann [ blöðunum, hann hafði unnið mikla leiksigra undanfarið. Hún óskaði honum alls hins bezta. Erik var indælis mað- ur, góður og hjartahlýr. Hann var sjálfum sér líkur á myndunum, sem hún sá af honum í blöðunum; sömu skörpu andlitsdrættirnir, dökk, djúpstæð augun, við- kvæmnislegur munnur, en þó með nokkrum háðssvip. Ein- asti munurinn var að hann var búinn að fá gleraugu, en það fór honum vel. Maud fór að hugsa um það, þegar hún hitti hann ( fyrsta sinn. Hún var nýráðin við dagblað ( Gautaborg og var send til Varberg til að skrifa um leikrit sem verið var að frumsýna á Ríkisleikhúsinu. Þetta var fyrsta verkefni hennar á blaðinu og hún var dálítið óróleg, sérstaklega vegna þess að hún átti að taka viðtöl við nokkra af leik- urunum. Hún mundi eftir því að hún hafði verið taugaóstyrk, þegar hún fór inn í búningsherbergið til Eriks, hún var sveitt í lófunum og hafði mikinn hjartslátt. — Eruð þér ekki nokkuð ung til að vera leikdómari? hafði hann spurt, hlæjandi. Hún sagðist vera orðin tvítug, en þetta væri fyrsta verk- efni hennar. — Þá verðum við að hjálpast að. Hvernig væri að við fengjum okkur matarbita á meðan við tölum saman um leikritið? Þannig byrjaði það. Svo hittust þau daglega, meðan þau voru í Varberg, og Maud var það Ijóst að hún var að verða ástfangin af honum. — Sjáðu hvað stjörnurnar virðast vera nálægar, manni finnst næstum að það væri auðvelt að ná þeim niður, ef maður tyllir sér á tá. En svo er þetta auðvitað fjarstæða, þær eru í órafjarlægð. Það er það sama með mannfólk- ið, við erum yfirleitt [ órafjarlægð hvert frá öðru. Hún var dálítið undrandi á þessari heimspeki hans, sjálfri fannst henni að þau væru mjög nálæg hvort öðru. Fyrst fékk hún einhverja einmanakennd, en hún hvarf, þegar hann tók fast um hönd hennar og þrýsti henni að sér. — Við eigum margt sameiginlegt, þú og ég. Höfum við ekki sama takmark, Maud? Að ná í stjörnurnar? — Jú-ú . . . Faðmlög hans og kossar og hugsunin um það að þau ættu eitthvað sameiginlegt, gerði hana ruglaða, næstum eins og hún væri drukkin. Það hafði alit verið svo dásamlegt. Maud fann til ein- hvers ótta, innra með sér, þetta var allt of dásamlegt til þess að endast lengi. Þetta var alltof fullkomið. A einni af gönguferðum þeirra hafði Erik trúað henni fyrir því að hann hefði fengið tilboð um að leika f nýrri kvikmynd. Hann átti að fá aðalhlutverkið [ henni. Hann andvarpaði: — Það er bara eitt sem er leiðinlegt við þetta, það á að taka myndina í Stokkhólmi og það getur tekið allt að þrem mánuðum. Þá get ég ekki hitt þig daglega. Ég ætla að segja þér leyndarmál. Fyrir mörg- um árum hét ég því að gifta mig ekki, fyrr en ég hefði náð því takmarki sem ég hefi sett mér, að komast á topp- inn. En núna, þegar ég er búinn að kynnast þér, þá finnst mér satt að segja að ég geti ekki haldið þeirri stefnu. Þessir dagar hafa verið þeir fegurstu ( l(fi mínu; þú ert óvenjuleg stúlka, Maud. ' Hann þagnaði og snerti kinn hennar með fingurgóm- unum. — Ég skil, hafði hún tautað, en hún var ekki viss um að hún skildi það. Hvað gat hún sagt, ekki gat hún far- ið að troða sér upp á hann. — Þegar ég hefi náð takmarki mínu, verður allt öðru- vísi. En ég vil ekki biðja þig um að bíða eftir mér, þetta getur dregizt nokkuð. Þú hefur líka þín áhugamál og þinn frama að hugsa um. Þú verður Kka sjálf að reyna að ná þinni lukkustjörnu, ástin. Næsta dag neyddist Maud til að fara aftur til blaðs- ins og rétt á eftir fór Erik til höfuðborgarinnar. Fyrir ut- an kvikmyndahlutverkið fékk hann líka stöðu við Stóra leikhúsið. Kvikmyndin sló í gegn og Erik var kominn í stjörnutölu. Þau skrifuðust oft á og bréf hans voru innileg og hlý, en svo fóru þau að verða styttri og styttri. Maud fannst hún vera yfirgefin og einmana. í hjarta sínu vissi hún að hann tilheyrði öðrum heimi en hennar. Hún var ekki f neinum vafa um það að hann elskaði hana, að minnsta kosti var hún viss um að honum þætti innilega vænt um

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.