Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 16

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 16
EFTIR EYRANU THE SHADOWS BREGÐA Á LEIK. Margir muna eflaust eftir laginu „Rhythm and Greens", sem The Shadows gerðu vinsælt fyrir tveimur árum. Lagið var nokkuð óvenjulegt og í öðrum stíl en The Shadows spila venjulega, enda var hér aðeins um skopstælingu að ræða á þeirri tegund tónlistar, sem nefnist „Rhythm and Blues". Lag- ið var úr samnefndri kvikmynd, sem The Shadows léku í, sannkall- aðrí grínmynd, eins og þessar myndir úr kvikmyndinni bera með sér. Komið hefur til tals, að þessi kvikmynd, sem er aðeins 30 mín- útur að lengd, yrði sýnd hérlend- is ásamt einhverri annarri bítla- kvikmynd, og er vonandi að sú hugmynd eigi eftir að verða að veruleika. Sjö - nfu - þrettán Hljómsveit með íslenzkrí, ffinnskri, og danskrl áhöln Hliómsveit, sem nefnist ,,Seven-nine-thirteen'' hefur getið sér gott orð ó Norðurlöndum. Hljómsveitina skipa tveir Danir, einn Finni og ís- lendingur, Ragnar Guðmundsson. Ragnar leikur á rhythmagítar og það fylgir sögunni, að hann eigi mestu fylgi að fagna hjá stúlkunum! Leif Rasmussen, sem er Dani, leikur á trommur, Göran Jussi, Finni, leikur á sólógítar og Daninn Leif Stoiholm, sem talar sænsku, finnsku, þýzku og ensku, leikur á bassa og er aðalsöngvari hljómsveitarinnar. Þeir félagár hafa um eins árs skeið ferðazt um Noreg, Svíþjóð og Dan- mörku og hvarvetna hlotið hinar beztu viðtökur. Þeir eru nú i Danmörku, þar sem þeir hyggjast leika inn á plötu. Hvar sem piltarnir hafa komið, hefur bíll þeirra vakið hina mestu at- hygli, enda er hann engum öðrum líkur. Bíllinn hefur fylgt þeim allt frá því þeir hófu að leika saman. Hann er allur útkrotaður í nöfnum, hjört- um og alls konar krúsidúllum, sem bðdáendur hafa teiknað — einkum með varalit. Speglar fyrirfinnast engir á bílnum, því að aðdáendurnir hafa haft þá á brott sem minjagripi. Piltarnir hafa oftar en einu sinni fest upp nýja spegla, en þeir hafa óðara verið rifnir af. Það var álitleg fjárupphæð, sem hljómsveitin þurfti að borga í sektir af þ>essum sökum á fyrstu mánuðunum, en að lokum skildi lögreglan, hvernig í pottinn var búið og síðast þegar þeir voru í Finnlandi óku þeir um í bílnum með bréf upp á vasann frá finnsku lögreglunni um að þeir mættu aka bílnum — þrátt fyrir ýmislegt, sem á hann vantaði til þess að ökuhæfur gæti talizt! Hljómsvcitin ,.Seven-ninc-thirtccn“. — Ragnar Guðmundsson er lengst til vinstri. UeðrabrioOi Þegar Sonny og Cher sendu frá sér lagið „What Now My Lovc“ grunaði fáa, að það ætti eftir að ná vinsæld- um. í sr.nnleika sagt voru flestir orðn- ir dauðleiðir á söng hjúanna og bar þar einkum tvennt til. í fyrsta lagi voru lögin, scm Cher samdi, svo lík hvert öðru að aðdáendaliðl hjónanna var farið að þykja lítið í þau varið, þegar fram í sótti. Hin ástæðan var sú, að þau sendu frá sér plötur slnar með allt of stuttu millibili. Stundum voru fjórar og fimm nýjar plötur sungn- ar af þeim í gangi I einu — það var plata mcð Chcr, plata með Sonny, plata með báðum, þannig að flestum þótti orðið nóg komið af þvi góða. Að lokum rak að því að þau hurfu alveg af sjónarsviðinu, og töldu nú flcstir að dagar þeirra í sviðsljósinu væru taldir. En Chcr var ckki af baki dottinn. Tveimur mánuðum eftir að nafn þeirra hvarf af vinsældallstanum brezka sendu þau frá sér lagið „What Now My Love“ og þar með var gæfu- hljólið cnn tekið að snúast. Um svip- að lcyti kom út lagið „Bang, Bang“, scm Cher söng ein — en það hitti líka óðara í mark. Scnnilega bcnda þessi óvæntu vcðra- brigði til þess, að gömlu hjónunum hafi tekizt að koma bát sínum á rctt- an kjöl — en það er aldrei að vita, hvenær syrtir að á ný! Gunnar. Erlinuur. oo The Escorts Mannaskipti i þeim gömlu og grónu hljómsveitum, sem arkað hafa eftir frægð- arbrautinni árum saman, eru nú orðin nokkuð tíð. Nýlega sagði Ralph Ellis sig úr hljómsveitinni The Swinging Iilue Jcans. Ralph var vinsælasti limurinn i þessari vinsælu hljómsvcit — kannski vegna þess, hve keimlikur hann var John Lennon. Gítarleikarinn Terry Silvester úr hljómsvcitinni The Escorts er nú kominn i hans stað, líflegur og skcmmtilcgur piltur. Á þessari mynd sjáum við Terry lengst til hægri, ásamt félögum sínum í The Escorts, Gunnari Þórðar- syni og Erlingi Björnssyni. Myndin er tckin í Cavern klúbbnum i Liverpooi haustið 1964. The Escorts er nú orðin þekkt hljómsveit í Brctlandi og hafa plöt- ur þeirra komist á vinsældalistann. Terry sagði okkur, að þeir féiagar, scm all- ir koma úr sama skóla, hefðu keypt nafnið The Escorts af annarri skólahljóm- sveit. Verðið? Þrjár bækur og fótbolti! T- »

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.