Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 24
FRAMH^LOSSJ&GAN EFTIR SERGANNE GOLON Osman Faraji ranghvolídi í sér augunum, eins og venjulega þegar hann íékk slikar spurningar: — Kona númer þrjú þarf að hafa ákveð- inn og framgjarnan huga Leila Aisheh og hvítan og gullinn likama ensku stúlkunnar. Húsbóndi minn myndi verða svo hrifinn af slíkri konu, að áður en langt um liði, myndi enginn önnur kona verða til í augum hans. — Og hún myndi skilyrðislaust hlýða öllum ráðum yfirgeldingsins, er ekki svo? — Ef hún gerði það, myndi henni vel farnast og sömuleiðis húsbónda mínum, og þá einnig konungdœminu í Marokkó. — Svo það er þessvegna, sem þér voruð svo góður við mig í Alsír? — Vafalítið. — Iíversvegna létuð þér ekki hýða mig, eins og allir bjuggust við? — Þér mynduð aldrei hafa fyrirgefið mér það. Engin orð, engin fyrir- heit, engin greiði, myndi hafa þurrkað út hefnigirni yðar, hefði ég gert það. Er það ekki rétt, litla Firousi? Angelique kinkaði kolli. I hvert skipti, sem hún ræddi þannig við Osman Faraji, og hversu viðkvæm málin voru, sem þau ræddu, var hún alltaf róleg, því hann hafði hæfileika til að láta hvaðeina birtast í sínu rétta ljósi. En þó, vegna þess að hana langaði andartaksstund að gefa sig á vald ófrelsinu og semja sig að nýjum siðum, af þvi að þeir voru að nokkru leyti þægilegir, sagði hún ofsafengin: — Þér skuluð ekki reiða yður á mig, Osman Faraji! Mín forlög eru ekki að verða hjásvæfa soldáns, sem er kynblendingur. Enginn vöðvi hreyfðist í andliti stórgeldingsins. — Hvað vitið þér um það? Er lífið, sem þér skiljið eftir, svo mikið til að sjá eftir? -—• Hvar myndirðu þá vilja vera? F’yrir hvaða heim varstu sköpuð, Angelique systir? hafði Raymond bróðir hennar sagt við hana, og horft beint inn í sál hennar, með Jesúítaaugunum. -—- I kvennabúri soldánsins Mulai Ismail hafið þér allt, sem nokkra konu getur dreymt um: Völd, ánægju, auðæfi.... — Konungur Frakklands sjálfur lagði allt sitt vald og öll sín auð- ævi að fótum mér, og ég afneitaði þeim. Að lokum heppnaðist henni að gera hann undrandi. ■—• Er það mögulegt? spurði hann. — Afneituðuð þér konungi yðar, þegar hann bað yðar? Var það vegna þess, að þér vilduð vera trygg eiginmanni yðar? — Nei. 1 mörg ár átti ég engan eiginmann. — Mér virðist ólíklegt að þér hrifizt ekki að gleði ástarinnar. Þér eruð nógu frjálsleg og kvenleg til þess að eiga auðvelt með að komast af við karlmenn. Þér hafið lífsþrána, og augnaráð yðar og hlátur lýsir sönnum hirðmanni. Ég veit, að ég hef ekki rangt fyrir mér. — Ef til vill, sagði Angelique og hafði gaman af að sjá hann einu sinni í nokkrum vandræðum. — Ég hef svikið alla elskhuga mína og ég er ekkja, og nú kýs ég helzt að lifa í íriði, laus frá þeirri þjáningu, sem ástarævintýri jafnan flytja með sér. Ástarkuldi minn olli Lúðvík konungi XIV örvæntingu, satt er það, en hvað gat ég gert við því? Áður en langt um liði hefði ég einnig svikið hann, og hann hefði látið mig gjalda það dýru verði, því þjóðhöfðingjar vilja ekki láta snúa við sér bakinu. Mulai Ismail yðar myndi varla þakka yður fyrir að koma með svo skeytingarlausa og kalda hjákonu í rúmið til sín. Osman Faraji neri saman höndunum í óvissu. Það var erfitt fyrir hann að dylja vandræðin, sem hann komst i við þessi orð hennar. Hér var stirður punktur i velsmurðu olíuverki áætlana hans. Hvað var hægt að gera við ambátt, svona íðilfagra að útliti, sem hét að fullnægja öllum duttlungum hins menntaða Mulai Ismails, en yrði Þó köld eins og ísdrangur í örmum hans? En þau vandræði! Kaldur sviti spratt út um Osman Faraji við það eitt, að hugsa um árangurinn. Hann gat jafnvel heyrt, með sjálfum sér, öskrin í Mulai Ismail. Hann kom upp um vandræði sín með því að segja upphátt á arabisku: — Hvað á ég að gera við yður? Angelique skildi, og neytti færis til að fá nokkurn frest. — Þér þurfið ekki að sýna Mulai Ismail mig. 1 kvennabúri hans, þar sem þér segið að séu næstum átta hundruð konur, get ég falið mig meðal hinna ambáttanna. Ég gæti forðazt að standa nokkurn tíma augliti til auglits við soldáninn yðar. Ég get ævinlega verið með blæjuna, og þér getið sagt að ég hefði fengið hræðilegan hörundssjúkdóm, væri afskræmd.... Osman Faraji batt enda á ræðu hennar með óþolinmóðri handa- hreyfingu. Hann sagðist myndi hugsa um þetta. Angelique horfði glöð í bragði á hann hverfa. En þó, í djúpi hjarta síns, var hún döpur yfir því að hafa valdið honum vandræðum. Þegar þau komu yfir landamærin, inn í Marokkó, var breyting á andrúmsloftinu þegar greinileg. Glæpamennirnir hurfu, en þeirra i stað komu virki úr höggnum steini, sem Mulai Ismail hafði gefið her- deildum sínum skipun um að byggja í öllum hornum yfirráðasvæðis- ins. Frá hverju þessara virkja kom hópur af negrum með rauða vefjar- hetti, um leið og sást til úlfaldalestarinnar í fjarska. Þeir slógu upp tjöldum skammt frá arabisku virkjunum og yfirmennirnir komu með kjúklinga, mjólk og lambakjöt. Þegar úlfaldalestin lagði aftur af stað, brenndu þessir sömu yfirmenn hvítan bambus til að hreinsa loftið, sem hafði verið saurgað af kristnum þrælum. Þetta var hreinlátt, afskaplega trúhneigt land. Þau fengu þær fréttir, að Mulai Ismail ætti í stríði við einn af frændum sínum, Abd el Malek, sem hafði nokkra þjóðflokka ríkisins á bak við sig og hafði búizt um í Fez. En stórsoldáninn var sigursæll. Sendiboði flutti Osman Faraji fagnaðarkveðjur soldánsins, sem hlakk- aði til að fá aftur sinn bezta vin og aðalráðgjafa. Hann hafði rétt í þessu sigrað Fez. Þegar þau nálguðust Fez, sáu þau menjar orrustunnar, sem hafði átt sér stað. Hræ af hrossum og lík af mönnum lágu þar sem þau höfðu fallið, í gráleitum sandinum. Flokkar hræfugla skyggðu á sól- ina. Á gylltum borgarmúrunum lak blóðið enn úr þúsundum hausa, sem höfðu verið settir á teina, og þrjár raðir af tuttugu trjákrossum, sem hver um sig hélt misþyrmdu líki óvinar Mulai Ismails, stóðu fyrir borgarhliðum. Náfnykurinn var svo gífurlegur, að Osman Faraji vildi ekki fara inn í borgina, og kaus að slá tjöldum sínum í úthverfi. Næsta dag komu sendiboðar með þær fréttir, að hinn sviksami frændi Abd el Malek hefði verið tekinn höndum og væri nú lifandi í höndum fangavarða sinna. Mulai Ismail sjálfur flytti hann með sér í hlekkjum ásamt tvö þúsund hermönnum, fjörutíu kristnum þrælum, sem bæru með sér stóran ketil, þúsund pund af hrátjöru og jafnmikið af tólg og olíu. I för með þeim væri einnig mörg vagnhlöss af viði og sex skógar- höggsmenn, með axir i höndum. Þegar þeir komu nær Meknes, dreifðist úlfaldalestin. Sumir fóru inn í borgina, aðrir slógu tjöldum. Osman Faraji tók með sér hóp hermanna, hina ungu hermenn Mezzo-Mortes á hestunum og þrjár af hinum fegurstu konum, sem hann setti á hvítan, gráan og apalrauðan úlfalda. Burðarmennirnir og þrælarnir fylgdu og báru með sér nokkuð af gjöfunum, sem aðmírállinn í Alsír hafði sent. St.óri yfirgeldingurinn fór til Angelique, sem sat nokkuð frá hinum á úlfvaldanum sínum. — Hjúpið yður vandlega í blæjunni, ef þér viljið ekki hitta Mulai Ismail í dag, sagði hann þurrlega. Angelique þurfti ekki að láta segja sér það tvisvar. Hún hafði von- azt til að yfirgeldingurinn skildi hana eftir í tjaldbúðunum, en hann krafðist þess að hún kæmi með honum. Og hann skipaði þrem gelding- um, sem höfðu svarið að vera þögulir eins og gröfin, að fylgja henni. Þeir höfðu fyrirmsali um að halda öllum forvitnum burtu frá henni. Hún átti að sjá, en ekki að sjást. Þegar þau komu upp á litla grýtta sléttu, sá Angelique ilð Mulai Ismails í fullum tygjum. Léttfættir hestarnir virtust þyngdarlausir, þeg- 24 VIKAN 26. tl)l.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.