Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 14

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 14
Farah Diba finnur stöðugt ís- kalda hönd óttans yfir sér, hún er hrædd um aS innan tíðar verði hún ekkja. Persneska neðanjarðar- hreyfingin hefur svarið þess dýran eið að myrða keisarann og Reza krónprins, og útrýma þar með Pahlevi-keisara- ættinni. Ég er meðlimur þessarar hreyf- ingar og hálfbróðir minn, Parviz Nikkah, fórnaði lífi sínu fyrir þessa hreyfingu. Hann var pínd- ur til dauða í einu fangelsi leyni- lögreglunnar, rétt utan við Te- heran, í maímánuði síðastliðið ár. Parviz Nikkah var eins og ég sjálfur, stúdent í Englandi. Þar hélt hann lífi í neðanjarðarhreyf- ingunni. Ég viðurkenni opinber- lega að við höfðum undirbúið samsæri um að taka keisarann af lífi. Ég viðurkenni það vegna þess að Ashraf, systir keisarans veit um það. Hún er yfirmaður leynilögreglunnar og hefur sett fé til höfuðs mér og um það bil þrjátíu öðrum stúdentum og tutt- ugu stjórnmálamönnum, sem lif- um í útlegð í bili, flestir í Stóra- Bretlandi. Það er ekki satt að við séum undir áhrifum frá Rauða-Kína eða Sovétríkjunum, við lútum hvorki Peking né Moskvu. Það sem við viljum er frjálst og óháð lýðveldi, algerlega laust við svipu leynilögreglunnar og fangaklef- anna, þar sem menn og konur eru hlekkjuð við veggina og fá hvorki mat, dagsbirtu eða nokkur önnur lífsþægindi, í þeim eina tilgangi að kæfa baráttuhug þessa fólks, sem þráir og vill berjast fyrir frjálsu lýðveldi. En við höfum samúð með drottningunni. Þegar hún giftist keisaranum vissi hún að hún var að setjast á púðurtunnu, sem hvenær sem var gat sprungið í loft upp, eins og í írak. Þar end- aði uppreisnin í blóðbaði, sem útrýmdi kónginum og allri hans fjölskyldu. Við vitum að innst inni er Ashraf prinsessa afbrýðissöm út í drottninguna og um tíma var hún viðriðin samsæri gegn drottningunni, því að Ashraf er ólm í að losna við hana og fá aft- ur Soröyu prinsessu í hásætið. Þrátt fyrir það að þessu hafi verið harðlega mótmælt, eru þær Ashraf og Soraya mjög góðar vin- konur. Ef Soraya væri aftur við hlið keisarans, hefði hann stuðn- ing valdamestu ættar í fran, sem ekki hreyfir fingur honum til hjálpar, meðan Soraya er í út- legð, einu sinni þegar öxin fell- ur, og það verður innan tíðar. Heima í íran höfum við á að skipa um 4000 meðlimum, körl- um og konum. Þetta fólk starfar i smáhópum, á sama hátt og sjálf- boðaliðssveitirnar í Frakklandi á stríðsárunum, þannig að sé ein- hver handtekinn, getur hann eða hún ekki sagt neitt sem ræður VIKAN 26. tbl. endalokum allrar hreyfingarinn- ar. Fyrstu sex mánuði síðasta árs voru níu okkar teknir til fanga af lögregluliðum Ashraf prins- essu, og þeir sitja nú í þessum andstyggilegu fangaholum, ef þeir eru þá ekki látnir, við höfum ekkert. heyrt frá þeim og erum hrædd um að þeir séu ef til vill ekki á lífi lengur. Við vitum að hálfbróðir minn er látinn, það síaðist einhvernveginn út frá fangelsinu þar sem hann var hafður í haldi. Tilraunin til að myrða keisar- ann í fyrra, var okkur algerlega óviðkomandi. En athæfi unga hermannsins sýnir greinilega hræðsluna og óánægjuna sem ríkir í fran í dag, hatrið sýður undir yfirborðinu. Keisaranum var það fullkom- lega Ijóst að líf hans er í stöð- ugri hættu, og hann hefur á laun útnefnt Ashraf prinsessu til að vera ríkisstjóri, þangað til Rhesa prins nær lögaldri til að setjast í páfuglahásætið, ef hann skyldi skyndilega vera kallaður burt. Ilið ffitlinn að lífláta siainn Efffiir Mohammed Nikkah Það sýður og vellur undir yfirborðinu í íran. Keisaranum hafa oft verið sýnd banatilræði og honum er sjálfum ljóst að líf hans er í stöðugri hættu. Neðnajarðarhreyfingin í íran, sem telur þó aðeins 4000 ofstækisfulla meðlimi, hefur ákveðið að keisarinn skuli myrtur. — Ekkert getur stöðv- að okkur, segir Mohammed Nikkah, sem sjálfur er með- limur í þessum félagsskap.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.