Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 46

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 46
4 iS Flestum konum finnst, að þær líti betur út sól- brúnar en með vetrarlitarhátt. Augun eru skær- ari, húðin ferskari og meira að segja hárið er líflegra. Þess vegna geta konur líka notað djarfari og sterkari liti á sumrin. Litir eins og skærblátt, kirsiberjarautt, sterk-appelsínugult og sítrónugult, sem á vetrum yfirgnæfa andlitið og gera það muskulegt, eiga vel við sólbrúna húð og draga fram þessi fersku sumareinkenni. Djörf snyrting nýtur sin líka vel, sérstaklega þó á kvöldin. Gull- og silfur í augnskugganum, svört augnstrik, sterkir varalitir og púðurundirlag með glitri í — allt er þetta varasamt við þreytta vetrarhúð, en sólbrún kona getur leyft sér að leika sér að þessu. Þótt konunni finnist, að fallegra sé að nota hvorki púður eða púður- undirlag að degi til sé hún vel brún, gildir það ekki að kvöldi við rafmangsljós. Dökki lit- urinn verður til þess að draga fram óheppi- lega skugga í hörðu Ijósi. Það er þsss vegna mikilvægt að draga ekki úr make-up á sumar- kvöldum, heldur þvert á móti. Eins og venjulega er bezt að nota fyrst ólit- að vökvakrem á húðina, en síðan litað púð- urundirlag, en vökvakremið kemur í veg fyrir að svitaholurnar, sem oft eru opnari á sólbrúnni húð, sjúgi til sín of mikið af litaða kreminu. Veljið lit, sem líkist mest eigin húðlit, helzt aðeins Ijósari. Ef þið eruð sólbrunnar og húð- in rauð, er ágætt að nota svolítið gulleitt und- irlag, sem dregur þá úr rauða litnum. Þegar húðin er orðin vel og jafnt sólbrún getið þið notað undirlag með glitri í, en í því er fíngert gullduft, sem gefur húðinni sérstæðan og skemmtilegan blæ. Það má bara ekki vera of óberandi kringum augun og beint framan á andlitinu, og er ágætt að draga úr glansin- um þar með því að púðra yfir með vonjulegu púðri. Þctt þannig gerviglans sé ekki notaður, er rétt að hafa í huga þegar húðin er brún, að púðra minna hliðar andlitsins en beint fram- an á, það gefur andlitinu meira líf. Augnskugginn er fallegur á sumrin og það má nota sterkari liti en venjulega, og á kvöld- in má, eins og áður er sagt, gjarnan hafa gull- eða silfurglit í skugganum. Þær, sem nota augnstrik í gráu eða brúnu á veturna, ættu að reyna alveg svart á sumrin og draga það held- ur breiðara en venjulega. Þær sem ekki hafa þorað að nota augnstrik ættu að reyna það meðan húðin er sólbrún, einnig er skemmtilegt að draga örþunnt strik undir augað. Þá er byrjað undir miðjum augasteini og dregið beint einn millimetra út fyrir augað. Þetta stækkar og opnar augun. Séu neðri augnhárin lituð, stækkar það líka augað, en það þarf að gæta þess, að húðin sé alveg þurr þar áður, ann- ars má búast við að liturinn liggi niðri á kinn, þegar komið er í áfangastað. Stutt augnhár verða lengri með vissri tegund af augnháralit, en það tekur töluverðan tíma að setja hann á, því að þá er haldið áfram að bursta þang- að til smáagnir setjast framan á augnhárin og framlengja þau þannig. Svotlítinn brúnbleikan kinnalit er stundum heppilegt að nota á sólbrúna húð. Það gefur andlitinu líf og gerir brúna litinn dýpri og hlý- legri og hafi nefið brunnið eins og oft vill verða, dregur litur á kinnunum stórlega úr roða nefsins. Hann þarf bara að vera settur varlega á, og gætið þess að jafna vel út brúnirnar, Framhald á bls. 49. Imhh^ÉM iMMÍwí&MíisÆ ri'Híum: ■íiíHMmm. HEKLAÐUR FERNINGUR VIKAN 26. tbl. Hér kemur uppskrift af skemmtilegum hekluðum ferningi, sem hekla má hvort heldur með hvítu bómullargarni, eða mislitu ullargarni (skútu- garni Kompas) og sauma síðan saman í teppi. Finnið heklunál hæfilega grófa fyrir garnið og heklið fremur þétt. Skýringar. Loftlykkja: Búið til færanlega lykkju, dragið garnið upp í gegn um hana og áfram í gegn um þá lykkju og síðan áfram á sama hátt. Keðjuhekl: 1 1. á nálinni, dragið garnið upp og áfram í gegnum lykkjuna sem var á nálinni. Fastahekl: 1 1. á nálinni, dragið garnið upp (2 1. á nál). Bregðið þá garninu um nálina og dragið það í gegn um báðar lykkjurnar í einu. Stuðlahekl: 1 1. á nálinni, bregðið garninu um nálina og dragið garnið upp. (3 1. á nál.). Bregðið þá garninu um nálina og dragið það í gegn um 2 1., bregðið því aftur um nálina og dragið það í gegn um 2 1. Fitjið upp 12 loftl. myndið úr þeim hring og lokið honum. 1. umf.: (4 stuðlar, 3 loftl.) 4 sinnum. Lokið umf. með 1 keðjul. í 3. loftl. sem myndaði 1. stuðul í umferðinni. 2. umf.: 3 loftl., 3 stuðlar í fyrsta hornbogann (1 loftl., 4 st., 3 loftl., 4 st. í bogann) 3 sinnum, 1 loftl., 4 st., 3 loftl. og 1 keðjul. í 3. loftl. 3 umf.: 3 loftl., 3 stuðlar í fyrsta hornbogann (1 loftl., 1 st. milli 2. og 3. stuðuls í stuðlasamst., 1 loftl., 1 st. í næstu loftl., 1 loftl., 1 st. milli 2. og 3. stuðuls, 1 loftl., 4 st., 3 loftl., 4 stuðlar í hornið) 3 sinnum, 1 loftl., Framhald á bls. 49.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.