Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 34

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 34
OG GÆBI SIMERTIR m ERG FRAMLEIDDIR Á ÍTALÍV ÚR HRÁEFIMUM FRÁ DIJ PONT TÍZKULITIRNIR: Solero og Candy EIMKAUMBOÐ: 8. ÁRMANN MAGNIJSSON HEILQVERZLUIM — LAUGAVEGI 31 - SIMI: 16737 vara. (Á leikhæfileika hans er aldr- ei minnzt — og fer vel á þvl!) Skemmst er að minnast þess, er lagið „Crying In The Chapel", sem er með trúarlegum keim, komst I efsta sæti vinsældalistans þar I landi. Það sannaði, að hann á enn nokkur ítök í brezkum ungmeyjar- hjörtum. Hins vegar varð mikið fjaðrafok I brezku músikblöðunum, og einhver sagði, að þetta væri svindl, því að Elvis hefði sungið lagið á plötu fyrir 5 árum. Eins og nærri má geta urðu harðsoðn- ustu unnendur nútíma dægurtón- listar ekki sérlega hressir, er þeir sáu, hve vel lagið dafnaði á vin- sældalistanum. IBandaríkjunum fær ekkert þok- að veldi hans. „He is the king" (Hann er kóngurinn) segja þarlend- ir. Hann rær þar aleinn á báti — langt á undan Bítlunum og öllum hinum. Þótt hann hafi ýtt úr vör löngu áður en nokkrum hinna datt í hug að gefa frá sér eina nótu, virðist úthaldið óþrjótandi. Hann virðist eiga kynstrin öll af hljóm- plötum á lager — og sér umboðs- maðurinn um að senda þær á mark- aðinn með hæfilegu millibili. Þann- ig var það, þegar hann var kall- aður til að gegna herskyldu í Þýzka- landi. Þá söng hann inn á nokkr- ar plötur, áður en hann lagði af stað — og síðan voru þær gefnar út eftir þörfum. Elvisi hefur verið legið á hálsi að sinna ekki aðdáendum sínum. Hann hefur ekki komið fram á hljómleikum ( mörg herrans ár og sama er að segja um sjónvarp. Okk- ur er kunnugt um, að brezka sjón- varpið fór þess nýlega á leit við hann, að hann kæmi fram í 15 mínútna sjónvarpsþætti. Umboðs- maðurinn spurði, hve mikið sjón- varpið hefði hugsað sér að greiða. — 200 þúsund krónur, var svar- ið. — En hvað fær þá Elvis? er haft eftir umboðsmanninuml Það má með sanni segja, að hann hafi einangrað sig frá um- heiminum. Hann hrærist ( þeirri litlu veröld, sem hann hefur skapað sér sjálfur og lifir piparsveinaKfi með örfáa fylgifiska og kögursveina ( kringum sig. Slúðurkerlingar t(ma- rita fá aldrei höggstað á honum. Það er ekki einu sinni vitað til þess að hann hafi farið á fjörur við kvenmann, að undanskildum laun- þingum hans með Ann Margaret, en sú rómantík er fyrir löngu gufuð upp. Hann er önnum kafinn frá morgni til kvölds ( kvikmynda- verunum. Um s(ðustu páska feng- um við að sjá Roustabout ( Háskóla- blói, en nýjasta kvikmyndin hans heitir „Paradise Hawaian style". Þar leikur hann á móti hinni þokka- fullu, brezku kvikmyndastjörnu Suzanna Leigh. Það er ( frásögur fært, að þau hafi fyrst séð hvort annað skömmu áður en upptaka á atriði, sem þau áttu að leika í, fór fram. „Góðan dag, ég heiti Suz- anna Leigh", sagði stúlkan. „Og ég heiti Elvis", svaraði þá goðið og brosti breitt. Tveimur mínútum síð- ar vöfðu þau hvort annað örmum meðan myndavélarnar suðuðu allt um kring. Elvis er álitinn hæst launaði — og jafnframt ríkasti — skemmti- kraftur í veröldinni. Miklar sögur fara af örlæti hans og manngæzku. Hann lætur tíðum fé af hendi rakna til líknar og góðgerðarstofnana, svona milljón og milljón ( einu. Ef við viljum nú kanna söguhetju okkar örlítið nánar — skyggnast inn fyrir yfirborðið — er eitt ráðið að leita til svokallaðrar grafólógíu eða rithandarfræðinnar. Rithöndin spegl- ar á sama hátt og brosið persónu- leika fólks. Rithandarsérfræðingurinn A. Fraser White les þetta úr skrift El- visar Presley: — Hinir hallandi drættir í skrift- inni benda til örlætis, samúðar og einlægni. Hann hefur ekki tilhneig- ingu til að vera mikill á lofti. Stærð litlu stafanna benda til þess, að greind hans sé fyrir ofan meðal- lag. Hann hefur góða dómgreind, hann er athugull og mjög gagn- rýninn. Yfirleitt hugsar hann mik- ið en segir fátt. Hann er umburð- arlyndur og friðsamur, en hefur til- hneigingu til að skorta sjálfstraust, merkilegt nokk. Þótt ekki sé hægt að segja að hann sé værukær, eru vissir drættir ( skriftinni, sem benda til þess, að hann vilji aldrei tefla f tvísýnu. Hið tiltölulega góða samræmi í skrift- inni sýnir, að hann er áreiðanlegur og trúr, ástundunarsamur og sam- vizkusamur. Hinir stuttu endastaf- ir sýna, að hann er fámáll. í sann- leika sagt er honum meinilla við að vera frægur! Stafirnir a og o sýna, að hann lætur ekki uppi allt, sem hann veit, og það er hægt að trúa honum fyrir leyndarmáli. Stafasamsetningin bendir til þess, að hann sé hagsýnn, rökv(s og hygginn; sennilega er hann dálítið þrár. Hinir tiltölulega lágu upp- hafsstafir benda til einfaldleika ( smekk og hæversku, en hinir ýktu hlykkir Ijóstra upp um sjálfselsku og ýkjur. Hann er einstaklega var um sig og vill að allt sé fullkom- ið. Hið kringlulagaða r bendir til tilhneigingar til leti! Stafirnir w og m sýna, að hann á gott með að eignast vini. ☆ Við ætlum að iífláta sjainn Framhald af bls. 15. Við vitum að drottningin hef- ur farið þess á leit við keisarann að mega fara með börnin til Frakklands, og koma þeim fyrir á öruggum stað, en keisarinn hef- ur neitað því. Hann hefur sagt, og það vitum við með vissu, að hún megi sjálf leita hælis í öðru landi, en börnin verði kyrr. Farah hefur ekki viljað gera það, VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.