Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 45

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 45
ingu sinni, þótt þeim vaxi ekki mik- ið skegg, raka þeir sig daglega. Svo bera þeir á sig rakspíra og spyrja nærstadda hvort þeir ilmi ekki vel. Onnur uppóhaldsspurning þeirra er hvort þeir hafi ekki verið hægir þennan daginn. Báðir hafa þeir gaman af að le;ka sér í leikfimisalnum og báðir hafa gaman af að leika hljómplöt- ur. En þeir eiga erfitt með að sitja k'/rrir, svo þeir horfa lítið á sjón- varp, lesa eða spila á spil. En stundum skrifa þeir stutt bréf til kunningja sinna. Læknarnir hafa reynt að finna eitt- hvað starf, sem nota mætti hæfi- leika tviburanna við, en það hefur ekki reynzt gott. Yfirlæknirinn seg- ir: — Það eina sem ég get notað þá til er að finna fyrir mig út hvenær föstudagurinn langi er. Ég hefi tíma fyrir stúdenta á hverjum föstudegi, en ég get aldrei fundið föstudaginn langa í neinu almanaki. Þá hringi ég og læt spyrja annan tvíburcnna. Sálfræðingar, stærðfræðingar og fræðimenn hafa talað við bræðurna, rannsakað þá og einbeitt sér við að hugsa um þennan sérstaka hæfi- leika þeirra, en það er ekkert sem bendir til að það sé neitt hliðstætt dæmi, hvorki sálfræðilega eða líf- efnalega. Dr. Horwitz segir: — Þeir geta ekki sagt okkur hvernig þeir fara að þessu, og ekki getum við farið inn í heila þeirra ti! að komast að því. Því er sumstaðar haldið fram að minnið sé mjög háð protein inni- haldi heilans. Það væri fróðlegt að vita hvort protein innihald heila þeirra sé eitthvað öðruvísi en hjá öðrum, eða efnaskipti þe'rra yf- irleitt. Það er nú líklegt að einhvers- staðar sé lykill að þessu leyndar- máli, en það getur verið að Georg og Charles finni aldrei þann lykil. Hvenær var mikla snjókoman, ár- ið 1960? — 11. desember, klukkan tvö síð- degis. Veðrið var reglulega vont þann dag, svara báðir bræðurnir í kór. . . t5r RáS handa byrjendum Framhald af bls. 17. BOBBY ELLIOTT HOLLIES Rcyndu í byrjun að vcrða þér úti um notað trommusctt — og hugsaðu ekki um að kaupa þér nýtt fyrr en sfðar. Snerillinn er mikilvægastur. Kauptu hann fyrst, bættu sfðan hi-hattl við, bassatrommu og cimbölum. Þcgar ég byrjaði á trommuleik, hamraðl ég ein- hvcrn veginn á þetta, en ég vildi ráð- leggja öUum byrjenduin að fá sér til- sögn. Ég eyddi tveimur árum til elnsk- is. Æffngin er fyrir öllu. Einbelttu þér að vinstri úlnliðnum og reyndu að styrkja hann eins og þú mögulega get- ur. Notaðu vinstri höndina til dæmis til þess að opna hurðir. Það er allt i áttina. Þegar þú leikur í hljómsveit, þarftu um það bil átta eyru til þess að hlusta á bassaleikarann, sóló gítar- leikarann, söngvarann og það, sem þú ert sjálfur að spila. Með aukinni þjálfun kemur tæknin af sjálfu sér, og þá skaltu cinbeita þér að „bítinu“. BRIAN BENNETT SHADOWS Ef þig langar til þess að verða tromm- ari í „bít“ hljómsveit, er engin ástæða til að fá tilsögn. En ef aö því rekur, að þig langar til að kunna meira en að- eins það, verður þú að læra eitthvað. Hlustaðu vel á allar tegundir góðrar tónlistar og legðu eyrun eftir tromm- unum. Kauptu notað trommusett, góð- an sneril, bassatrommu og simbala. Þú þarft ekki á „tom-tom“ trommum að halda. Ég hafði trommuleik að at- vinnu í tvö ár án þeirra. Modesty Blaise Framhald af bls. 19. — Fyrirgefðu, ef ég hef verið stutt- ur í spuna, sagði hann. — En ég hef sívaxandi áhuga. Það er þess utan aukabyrði, að þurfa að búa með Abu Tahir, sjeik. Segðu mér, ef þú fréttir ekkert frá síðustu upp lýsingamönnunum, geturðu þá nokkurn skapaðan hlut gert? — Já. Hún var annarshugar og horfði ennþá á kortið. Andlit henn- ar var rólegt, næstum auðmjúkt. Allt í einu var Tarrant Ijóst, hve mikil spenna hafði verið undir ró- legu yfirborði hennar siðastliðnar tvær klukkustundir. Hann velti þvi fyrir sér, af hverju hún væri núna allt í einu svona afslöppuð og ró- leg, og beið eftir því að hún héldi áfram. Þegar hún þagði áfram, lyfti hann hönd hennar og snerti fingurna með vörunum. — Þá sjáumst við aftur eftir tvo daga, sagði hann. — Kærar þakk- ir fyrir skemmtunina ( kvcld. 12. Hagan kom til hússins um hádeg- ið, eftir að hafa keyrt frá Ste. AAax- ime. Willie Garvin var að stilla Renóinn, og leit ekki upp: — Nokkuð að frétta, félagi? — Nei. Hvernig tókst Modesty með náungann í Nissa? — Hann talaði. Hann hafði heyrt um demantafarm, sem ætti að fara einhversstaðar frá til einhvers ann- arsstaðar, en hann trúði þvf ekki. Hann sagði henni, að lögreglan hefði kálað Pacco, en búið þannig um hnútana, að það liti út eins og orrusta milli glæpaflokka. — Minn maður sagði mér, að Kabyle hópurinn myndi taka við af Pacco. Hann vissi ekkert um dem- anta eða Gabrfel. Og langaði svo sannarlega ekki til þess. Hagan hélt áfram inn í húsið. Modesty var ekki niðri. Hann fór fram í baðherbergið, þvoði sér um andlit og hendur, sfðan bankaði hann á dyrnar á herbergi hennar. Ekkert svar. Hann opnaði dyrnar. Hún sat á gólfinu á lítilli mottu og sneri sér að glugganum. Bakið vissi að honum. Hún var aðeins í svörtum ógagnsæjum stuttbuxum, eins og sundskýlu, og látlausum, svörtum brjóstahaldara. Há’- henn- ar var laust og tekið saman f hnakk- anum. Fætur hennar voru naktir. Sólin skein í gegnum opinn glugg- ann og hjúpaði hana í gullinn vef. — Modesty . . . ? Hagan upp- götvaði, að hann hafði hvfslað. Hann gekk nær til að sjá framan I hana. Hún sat í skraddarastellingu: Hendurnar lágu með lófana upp og hvfldu á lærunum, fingurnir að- eins beygðir. Hún var þráðbein í baki. Hún sat svo bein, og þó svo afslöppuð, að það var næstum eins og hún svifi yfir gólfinu. Lengi vel sá Hagan engin merki um andardrátt. Svo sá hann, að brjóst hennar risu hægt, næstum ó- sýnilega, og kviðurinn hreyfðist ör- lítið. Hún hélt niðri í sér andanum í um það bil fimmtán sekúndur, og þegar hún hafði andað frá sér, leið um það bil annar eins tími, þar til hún dró andann á ný. Og þar á milli var að minnsta kosti fimm sek- úndna stund, sem hann merkti enga hreyfingu. Hagan var hugsað til vetrardvala dýra, þegar öll líffæra- starfsemi kyrrist niður f næstum ekki neitt, og hann fann kalda fæt- ur hræðslunnar trítla upp eftir hrygglengjunni á sér. Framhald í næsta blaði. VIKAN 26. tbl. 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.