Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 21

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 21
FÁBJÁNAR MEÐ ÓSKIUANLEGA SÉRGÁFU sérstöku, en eru algerlega óvitandi um allt ann- að sem venjulegu fólki er gefið. Oft er þetta sérstök stærðfræðigófa eða hæfileiki til að leika ó eitthvert sérstakt hljóðfæri eftir eyranu. Þetta sambland af snilligófu og algerri vöntun ó öðr- um sviðum er sem betur fer miög sialdgæf. Þó hafa margar rannsóknastofnanir fengið nokkur dæmi til athugunar. Georg og Charles eru tókn- ræn dærjti upp á þá sem hafa þessa sérstöku, einhæfu hæfileika. Það er ómögulegt að segja hversvegna hugur þeirra beinist eingöngu að almanaks-útreikningi. Það getur verið vegna þess að þeir þekkja vikudagana og beita allri sálarorku sinni til að muna það sem skeður hvern dag. Georg og Charles eru lifandi orðabækur á þessu sviði. Þeir muna allt sem skeð hefur á hverium degi síðustu 10 árin. Þessir tvíburar líta út eins og 14—16 ára ung- lingar. Þeir eru smávaxnir (5 fet og 5 þumlurig- ar), grannvaxnir og taugaóstyrkir og báðir eru mjög nærsýnir. Andlegur þroski þeirra er állka og hjá 8—10 ára börnum, og þeir eru daglega ávarpaðir sem „drengir". Þeir hafa þroskazt eitthvað andlega við veru sína á rannsóknarstofnuninni, greindarvísitala þeirra hefur hækkað úr 30—40 stigum í 60—70 stig. Að sumu leyti eru þeir Georg og Charles í sér- flokki. Þeir eru einustu eineggja tvíburar sem vitað er um, sem hafa þessa dagatalsgáfu á sama stigi, þ.e. alveg jafnokar. Það sem er ennþá at- hyglisverðara er að þeir sýna svo stórkostlega hæfileika á þessu eina sviði sínu, að fáar fyrri rannsóknir á þessu sviði hafa við rök að styðj- ast. Það verður að byrja á nýjan leik, það verður að endurskoða gamlar skýringar, segir dr. William A. Horwitz, aðstoðar-forstöðumaður rannsóknardeildarinnar. — Áður héldum við að svona sérstakir hæfileikar kæmu í Ijós, væri það vegna þess að ofvöxtur væri í ákveðnum minn- isfrumum, eða mjög yfirgripsmikið sjónminni. En tvíburarnir eru ekkert upp á prentuð dagatöl komnir, hæfileiki þeirra nær langt út yfir þau tímabil sem nokkur dagatöl ná til. Og þar sem þeir geta ekki haft nein prentuð dagatöl til minn- is, hljóta þeir að hafa myndað sér einhverja á- kveðna reglu til útreikningsins. Stundum segja tvíburarnir að þeir „sjái" á- kveðin dagatalsblöð. Þegar þeir eru beðnir að gefa einhverja skýringu á þessu, verða þeir mjög hugsandi á svipinn og Georg hefur oft skyggt fyrir augun með hendinni. Hvernig sem farið er að hafa læknarnir ekki með nokkru móti komizt á snoðir um það hvernig þeir fara að. Það eru auðvitað til ákveðnar leiðir til að finna nákvæm- lega út ákveðnar dagsetningar, en þær eru svo flóknar að það er aðeins á færi mestu stærð- fræðinga. Jafnvel þeir sem vinna að staðaldri við slíka útreikninga geta ekki svarað jafnfljótt og tvíburarnir og mjög fáir eru færir um að reikna út tímabil sem nær yfir svo mörg tugþús- und ára. — Segið Georg og Charles hvenær þér eruð fæddur. segir læknirinn við gest á sjúkrahúsinu. — Ég er fæddur 20. marz árið 1938, segir gesturinn. — Það var sunnudagur, kemur í kór frá bræðr- unum. — Og næst ber afmælisdag þinn líka upp á sunnudag, segir Georg. — Hvenær á ég svo aftur afmælisdag á sunnu- degi? - Árið 1977, 1983, 1988 .. . Svörin komu innan þriggja sekúndna, oft heyrðist aðeins á undan í Georg og eins og berg- mál frá Charles, einni sekúndu síðar. — Hvenær verður afmælisdagur minn á sunnu- degi, á næstu öld? — Árið 2005, svarar Georg. — Hvernig veiztu það? spyr læknirinn. — Við vitum það, við vitum það, svara báðir tvíburarnir samtímis. — Já, en hvernig. Var það einhver sem kenndi ykkur það? — Mamma, svaraði Georg. — En mamma ykkar getur þetta ekki, and- mælir læknirinn, — svo hún getur ekki hafa kennt ykkur það. — Þetta er í höfðinu á mér og ég get þetta, segir Georg. Og þar við situr. Þeir kunna ekki auðveldustu reikniaðferðir (20—10 kemur út með 30 hjá þeim og þegar þeim er sagt að það sé rangt, þá segja þeir 0), en þeir kunna sannarlega frádrátt, þegar um dagatal er að ræða. — Hvenær fæddist Georg Washington? Svarið kom samstundis: — 22. febrúar, 1732. — Ef hann væri á lífi árið 2000, hve gamall yrði hann þá á afmælisdag sinn? Georg svarar: — Hann yrði tvö hundruð og sex . . . sextíu og átta ára. Svarið kom á átta sekúndum. Tvíburarnir geta greitt úr þeim flækjum sem hlaupárin orsaka og þeir gera það hárrétt. Þeir vita að hlaupár er fjórða hvert ár og skilja það, en ef þeir rekast á tölustafinn 4 í einföldu reikni- dæmi, geta þeir hvorki bætt honum við eða dreg- ið frá öðrum tölum. Þegar Georg og Charles eru spurðir um dag- setningu páskadaga, treysta þeir minni sinu, því að þeir hafa lagt sig fram til að læra hvaða mánaðardag páskarnir bera upp á næstu árin. Þegar þeir eru spurðir um dagsetningar sem ná út yfir það tímabil, treysta þeir töflum úr „The Worlds Almanac", (mánaðardaga frá 1901 — 2100). Báðir piltarnir kunna töflurnar úr þeirri bók og geta munað þær og notað með töluverð- um hraða. Það er táknrænt fyrir „fábjána" af þessu tagi að þeir gleyma fljótt því sem kannske hefur verið hægt að kenna þeim, muna aðeins það sem þeir „kenna" sér sjálfir. Þetta gæti ver- Framhald á bls. 41. Þeir eru mjög hreyknir yfir því að hafa dag- leg skyldustörf. Georg hjáipar tii við að skipta á rúmunum og Charles sér um dreif- ingu dagblaðanna innan stofnunarinnar. VIKAN 2«. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.