Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 33

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 33
menn talið sér trú um, að þeir væru „öruggari" en aðrir,- gætu ekki farið eins hratt, að þeir gæfu bíl- stióranum næmari tilfinningu fyrir því, hvar hann „hefði" bílinn, að auðveldara væri að stiórna þeim o.s.frv. En órekstursrannsóknir síð- astliðins órs sanna, að allt þetta er rangt. Eg veit, að í mörgum Evrópu- löndum hækka tryggingagjöldin af bílunum eftir því sem þeir eru stærri og hafa fleiri hestöfl. En þetta eru falskar forsendur — svona nokk- uð kemur órekstrahættunni ekkert við. Spurning: Hvernig er með skjót- um hætti hægt að nó árangri í bar- áttunni gegn umferðarslysunum — á maður í þeim tilgangi fyrst og fremst að beina athygli sinni að bílnum, veginum eða bílstjóranum? Svar: Það á hiklaust að þyngja ökuprófin og prófa gamla bílstjóra að nýju. Við þetta viðtal má bæta því, að lögfræðingur einn í Washington, Nader að nafni, hefur vakið heims- athygli fyrir harðsnúna gagnrýni á bílaframleiðendur, sem hann telur fara sínu fram með helzt til lítilli ábyrgðartilfinningu. Suma bíla hef- ur hann „skorið niður við trog" og beinlínis ráðlagt fólki að kaupa þá ekki, þar sem þeir séu einskonar gildrur, lífshættulegir. Sjálfur Johnson forseti hefur lát- ið málið til sín taka og sagt að ekki sé nóg að stagast stöðugt á því að eitthvað þurfi að gera; skjót- ar úrbætur séu aðkallandi. Allar líkur eru á því að bílaverksmiðj- unum verði settur stóllinn fyrir dyrn- ar og að víða verði beinlínis bönn- uð sala á bílum, sem ekki eru út- búnir ákveðnum öryggistækjum. Meðal þess sem vænta má er þetta: Breiðari dekk til að auka bremsu- hæfnina, stýrisstöng með fjöður, sem lætur undan við árekstur, mælaborð, sem ekki stendur langt inn í bílinn, en myndar heillegan vegg í framhaldi af rúðunni líkt og í Oldsmobile Toronado. Auk þess verði öllum rofum og tökkum og handföngum komið þannig fyrir, að ekki stafi hætta af. Auk þess: ís- ingarmælir líkt og Mercedes Bens hefur verið að gera tilraunir með, sérstakur mælir, sem gefur til kynna hversu langa vegalengd ökumað- urinn þarf til að nema staðar likt og Citroen hefur nú byrjað með. Og síðast en ekki sízt: Öryggisbelti, sem þannig eru útbúin að ekki er hægt að setja bílin í gang nema ökumaðurinn hafi áður spent á sig beltið. ☆ Er farið að næða um Elvis uppi á tindinum? Framhald af bls. 17. ur og sent á markaðinn í hundruð þúsundum eintaka. Þetta gerðist allt árið 1954 — fyrir tólf árum. Þegar lagið var leikið fyrsta skipti í útvarpinu, flýtti Elvis sér að loka fyrir og hljóp eins og fæt- ur toguðu í næsta kvikmyndahús til þess að forðast að félagar hans gerðu grín að honum. En það var engin ástæða fyrir hann að óttast. Síminn stanzaði ekki hjá útvarps- stöðinni, sem hafði kynnt lagið, og kynnirinn varð að leika lagið aftur og aftur til þess að koma til móts við óskir hlustenda. Þannig hófst frægðarferill Elvis- ar Presley. Lagið, sem hann söng upphaflega fyrir móður sina, geym- ir hann enn sem hinn dýrasta fjár- sjóð. Nú koma ýmsir fjáraflamenn og umboðsmenn í spilið. Þeirra á með- al Colonel Tom Parker, sem verið hefur umboðsmaður hans og ráð- gjafi alla tíð, klókur aurakarl, sem Elvis á vissulega mikið að þakka. egar plötur Elvisar tóku að seljast vel og komast á vin- sældalistann vaknaði auðvitað á- hugi sjónvarpsstöðva. Og Elvis kom fram í sjónvarpinu og öll þjóðin fékk að sjá hann syngja „Heart- break Hotel". Fór þá að heyrast óánægjukurr hjá eldri kynslóðinni. Astæðan var framkoma unga mannsins, hinar eggjandi hreyfing- ar hans, mjaðmahnykkir, fettur og brettur. Klerkarnir sögðu, að hér væri skrattinn endurfæddur og áttu þar við mjaðmahnykkina, en aðrir létu sér nægja að uppnefna hann og kalla hann Elvis Pelvis. Pelvis merkir mjaðmagrind. En auðvitað voru þeir fleiri, sem kunnu að meta Elvis. Öll unga kyn- slóðin og jafnvel einstaka gaml- ingjar sungu honum lof og dýrð í einum kór. Að þeirra dómi voru mjaðmahnykkirnir aðeins eðlilegar hreyfingar, sem túlkuðu lífsfjör ungs manns. Hvað sem þvf leið var það stað- reynd, að nú héldu Elvisi engin bönd. Klerkar, foreldrar og sál- fræðingar gátu ekki komið í veg fyrir það, að hann undirritaði kvik- myndasamning til sjö ára við þekkt- an kvikmyndaframleiðanda, Hal Wallis. Þar með var hamingjusól hans risin í hádegisstað. Fyrsta kvikmyndin, sem hann lék í, „Love me Tender", varð feikna- lega vinsæl. Hún var sýnd um all- ar jarðir. Er raunar óhætt að setja hér punkt aftan við ævisögu Elvis- ar, því að framhaldið þekkja víst allir. Hins vegar væri ekki úr vegi að hugleiða, hvort ekki sé farið að næða um Elvis uppi á tindinum annó 1966. í dönsku blaði útgefnu á önd- verðu þessu ári rákumst við á fyr- irsögnina ELVIS FINIS, sem frítt út- lagt merkir: „Elvis búinn að syngja sitt síðasta vers". Undir þessari yf- irskrift leiddu nokkur dönsk ung- menni að því rök, að Elvis væri orð- inn gamaldags, það væri ekkert púður I svona súkkulaðistrák, söng- var hans væru klára tilfinninga- vella — í einu orði sagt: hann væri vælukjói, sem tilheyrði fortíðinni. í Bretlandi eru mjög skiptar skoð- anir um ágæti Elvisar sem söng- (tfjin-Én Kirkjustræti Sumartízkan glæsilegri en nokkru sinni fyrr. VIKAN 26. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.