Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 32

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 32
auglýsir Stefna okkar er: „Allt á unga fólkið þaðan sem tízkan kemur hverju sinni“ Nýjar vörur í hverri viku beint úr Carnaby-Str. London Skoðið í gluggana ABÆR TÝSGÖTU 1 - SÍMI 12330. STJÖRNUSPÁ ^ % •- w Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú munt eiga fremur annríkt fram að helginni en strax upp úr henni muntu eiga dýrðlega daga. Vin- ur þinn er í slæmri aðstöðu en þú gætir á auðveld- an hátt hlaupið undir bagga með honum. 0 Vogarmerkið (24. september — 23. október): Sýndu fjölskyldu þinni meiri ræktarsemi en þú hef- ur gert undanfarið. Maður nokkur sem þú hefur veitt athygli um stund gæti orðið þér til mikillar hjálpar. Forðastu öll fjárútlát. m Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Gættu að ofþreyta þig ekki. Þú verður sendur í ferðalag í mikilvægum erindagerðum. Þér stend- ur ótti af ákveðinni persónu og ert mjög taugaó- styrkur í umgengni við hana. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú lendir í miklu tímahraki með verk þín og ert taugaóstyrkur og óánægður. í sambandi við merk- isdag innan fjölskyldunnar berast þér fréttir sem koma mjög flatt upp á þig. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní); Líkur eru á að hagur þinn rýmkist nokkuð og þú fáir meiri tíma til að sinna því sem þig langar mest til. Sýndu samferðafólki þínu meiri tillitssemi og þó þú sárt metnaðargjarn, skaltu fara þér hægt. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Líkur eru á að þú gerir einhver mistök sem gætu reynst þér nokkuð dýr ef þú ert ekki fljótur að hugsa. Þú ert óánægður vegna þess að þér finnst þú vera vanmetinn. Efldu sjálfstraust þitt. $ Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þér finnst tíminn líða ótrúlega fljótt og áttar þig ekki á að komið er að ýmsum skuldadögum. Þú færð bakþanka vegna gerða þinna um síðustu helgi. Á föstudagskvöld færðu góðar fréttir. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú teflir á mikla tvísýnu og ert ekkert vongóður með jákvæðan árangur, en þú átt eftir að hafa mik- ið gagn af þessari reynslu þinni. Þú gerir góða lukku í fjölmennu samkvæmi. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ógúst): Kvíði þinn er ástæðulaus og bráðlega færðu beztu lausn sem þú hefðir getað kosið þér. Þú átt mikið undir því komið að samstarfsmenn þínir séu ánægð- ir með þig. Þú ferð 1 skemmtilegt ferðalag. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúarl: Þig langar mjög mikið til að vinna sjálfstraust og einmitt um þesar mundir færðu tækifæri sem gætu orðið þér lyftistöng. Leggðu ekki eyrun við ill- mælgi, það hleypir aðeins illu blóði í þig. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú tekur þátt í einhverri keppni og sigrar á óvænt- an hátt. Vinnuaðstaða þín er erfið og þú átt eftir að búa þið það fyrirkomulag enn um stund, en þér er mikilvægt að missa ekki móðinn. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú gerir kunningja þínum greiða, en það verður samt litið úr að hann efni loforð sín við þig. Mað- ur innan fjölskyldunnar réttir þér drjúga hjálpar- hönd. Heillalitur er grænn. 02 VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.