Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 25

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 25
ar þeir geystust fram og riddararnir tveir voru likastir vindinum sjálf- um, sem feykti skikkjunum aftur af þeim. Sem andstæöa viö þennan léttilega og marglita hóp, sá hún til vinstri hóp af kristnum þrælum, þöktum svita og skít meö hár og skegg í flókum, tötrarnir rifnir og tættir, svo í ljós komu fætur meö rauðum rákum eftir svipur. Þeir báru með sér gríðarstóran koparpott, sem heföi varla veriÖ hrikalegri, þótt hann heföi verið sóttur beint á elda helvítis. Upprunalega hefði hann verið ætlaður til að brugga í romm í Ameríku, en sjóræningjar frá Salé höfðu komizt yfir hann skammt frá Madeira og gefið þjóðhöfðingja sínum. Þrælarnir höfðu nú dragnazt með hann tólf mílur út fyrir Meknés og veltu því fyrir sér í örvænt- ingu, hvort þeir þyrftu að fara lengra. Hersingin kom að krossgötum, þar sem nokkur pálmatré uxu við hliðina á brunni. Vagnarnir með viðinn og skógarhöggvararnir voru rétt komnir þangað. Skammt frá þeim, á rauðum palli, sat maður með krosslagða fætur og við hlið hans voru tveir litlir negrar, sem svöl- uðu honum með blævængjum. Osman Faraji fór af baki og gekk í áttina til hans með bukki og beygingum, og endaði með að kasta sér flötum með höfuðið við fætur hans. Maðurinn var i gulri skikkju, vafalítið háttsettur höfðingi, og svaraði með því að snerta enni sitt og öxl og síðan lagði hann höndina á höfuð Osmans Farajis. Síðan reis hann á fætur og yfirgeldingurinn gerði eins. Við hlið Osmans Farajis virtust allir menn litlir. Höfðinginn sem var liærri en meðallag náði honum varla í öxi. Klæði hans voru einföld; við skikkja og hann hafði brett upp ermarnar, svo handleggir hans voru naktir, og yfir sér hafði hann axlaklæði með dekkri gulum lit og á þvi var hetta, sem endaði í svörtum dúski. Á höfði hans var griðar- stór rjómagulur vefjarhöttur úr mússulíni. Þegar hann kom nær, sá Angelique að þetta var ungur maður og andlitsdrættirnir minntu mjög á svertingja, og dökkt hörundið glampaði eins og gljáfægður viður yfir kinnbeinum hans og enni og fram eftir nefinu. Stuttklippt, svart skegg, óx á fagurskapaðri höku hans. Hann tók að hlæja hátt og glað- lega, þegar hann sá sjö úr liði Osmans Faraji nálgast, og hver um sig hélt í taumana á hesti, sem Mezzo-Morte hafði sent soldáninum af Marokkó. Svertingjarnir köstuðu sér flötum til jarðar. Angelique hallaði sér í áttina að einum geldinganna, feitum óhrjá- legum karli að nafni Rafai, og hvíslaði að honum á arabisku: — Hver er þetta? Augu negrans galopnuðust i undrun: — Hvað þá? Þetta er hann.. .. Mulai Ismail, höfðingi vor. Svo bætti hann við, og augun í honum snerust eins og skopparakringlur. — Hann hlær, en við ættum að fara varlega, því hann er í gulu, og gult er litur reiðinnar. Þrælarnir, sem klöngruðust með pottinn, stundu allir í kór: — Hvar eigum við að láta pottinn, herra? Hvar eigum við að láta pottinn? Mulai Ismail benti þeim að setja hann á skíðlogandi bál, sem rétt í þessu hafði verið kveikt. Olíu og fitu var kastað í pottinn, til að flýta fyrir að tjaran bráðnaði. Næstu klukkustundirnar voru gjafirn- ar frá Alsír dregnar fram og sýndar soldáninum. Það var farið að rjúka af tjörunni í pottinum, þegar ærandi gnýr tambúrína, múskettuskota og skerandi gráts tilkynnti komu hins sigr- aða uppreisnarmanns. Frændi soldánsins, Abd el Malek, var jafn gamall frænda sínum, sem hann hafði verið að berjast gegn, það er að segja mjög ungur. Hann sat á múldýri með hendurnar bundnar fyrir aftan bak. Á eftir hon- um kom undirforingi hans, Mohammed el Hamet, sömuleiðis bundinn á múldýr og síðan allir undirmenn hans, reknir áfram af hermönnum, sem höfðu sigrað þá á flóttanum. Konurnar grétu og klóruðu sig I framan með löngum, beittum nöglum. Mulai Ismail gaf merki um, að honum yrði færður svarti hesturinn, og stökk á bak. Allt í einu var hann eins og gerbreyttur. Hann virtist tútna út og verða stærri og sérkennilega léttur, þegar axlaklæðið lyftist og bærðist fyrir golunni. Hann lét hestinn prjóna nokkrum sinnum, andlit hans glampaði eins og brons móti djúpbiáum himninum, og þar sem skugga bar á í andlit hans glitraði á hörund hans eins.og grátt, bráðið stál. Undir kolsvörtum bogadregnum augabrúnum, varð augnaráð hans nístandi og hræðilegt. Hann mundaði kastspjótið og hleypti hestinum á stökk, þar til hann nam staðar frammi fyrir hlekkj- uðum óvinum sínum. Abd el Malek var kominn af baki og hafði kastað sér endilöngum á jörðina. Konungurinn studdi lensu sinni við hann. Hinn óhamingjusami prins leit hvað eftir annað I áttina að pottinum, þar sem bikið sauð nú og mallaði og á skógarhöggvarana og óttinn gagntók hann. Hann var ekki hræddur við dauðann sjálfan, en Mulai Ismail var frægur fyrir skeytingarleysi, sem hann sýndi óvinum sínum. Abd el Malek og Mulai Ismail höfðu verið aldir upp saman í sama kvennabúri, og voru báðir komnir út af prinsi, sem rakti ættartölu sína aftur til Múhameðs. Þeir voru tveir, litlir, herskáir úlfar, sem enginn þorði að aga. Skaðlausasta skemmtun þeirra var að blása örvum að kristnum þrælum, þar sem þeir voru að störfum. Sama dag- inn stigu Þeir báðir á hestbak í fyrsta sinn, saman voru þeir, þegar þair iögðu sin fyrstu ljón að velli með spjótum, og saman tóku þeir þátt í árásum á Tafilalet. Þeir höfðu unnazt eins og bræður, þar til þjóðflokkarnir í suðri og í Atlasfjöllum höfðu vakið athygli Abd el Maleks á þeirri staðreynd, að réttur hans til krúnu Marokkó var jafn mikill og réttur sonar súdanskrar frillu. Abd el Malek, sem var aí hreinu márisku blóði og kabilískri ætt, hafði svarað kalli fólks sins. Til að byrja með leit betur út fyrir honum en frænda hans, en þrá- kelkni Mulai Ismails, hernaðarlist og valdsmannleg aðferð hafði að lokum fært honum sigurinn. — Fyrir ást Allah! hrópaði Abd el Malek: — Gleymdu ekki, að ég er frændi þinn. — Þú áttir auðvelt með að gleyma því, hundurinn! — Mundu, að við vorum eins og bræður, Mulai Ismail. — Ég drap tvo bræður mína með eigin höndum og lét drepa tiu í viðbót. Hverju máli skiptir mig einn frændi? — Fyrir ást spámannsins, fyrirgefðu mér. Konungurinn svaraði ekki. Hann gaf merki um að taka prinsinn og neyða hann upp í vagninn. Tveir varðmenn stukku á hann, annar tók um hægri handlegg hans, hinn um vinstri olnboga og rétti hendina út yfir fjalhögg. Konungurinn kallaði á einn skógarhöggsmanninn og skipaði honum að höggva höndina af. Maðurinn hikaði, því hann var einn af þeim, sem í leynum hjarta síns hafði óskað Abd el Malek sigurs. Þegar ungi prinsinn væri dáinn, yrðu vonir ættflokkanna um landsyfirhöfuð af göfugu ætterni, að engu gerðar. Hinn auðmjúki skógarhöggsmaður kom ekki upp um tilfinningar sínar, en hann vissi, að auga Mulai Ismails greindi leyndustu hugsanir hans. Hann tók að klöngrast upp í vagninn, nam svo staðar, tók eitt skref aftur á bak og lýsti Því yfir, að hann myndi aldrei höggva höndina af manni af svo göfugri ætt, frænda sjálfs soldánsins. Fremur myndi hann láta höggva af sér höfuðið. —- Þá það! hrópaði Mulai Ismail. Hann dró bjúgsverðið úr slíðrum, og þeytti höfðinu af skógarhöggsmanninum með einu höggi, sem kom upp um þjálfun hans í þessum leik. Maðurinn féll til jarðar, og höfuðið kom niður skammt frá, en blóð- ið spýttist yfir heitan sandinn. Annar skógarhöggsmaður var valinn, og smeykur við örlög fyrir- rennara síns, klöngraðist hann upp í vagninn. Meðan hann var að því, gaf konungurinn skipun um að færa börn, konur og nánustu ættingja Abd el Maleks fast að vagninum. — Komið hingað, sagði hann við þau, — og sjáið hvernig höndin er höggvin af kvikindinu, sem vogaði sér að gripa til vopna gegn konungi sínum og soldáni, og hvernig fóturinn er höggvinn af honum, sem vogaði sér að marséra gegn honum! Þvílík örvæntingaróp risu upp í sólheitan himininn, að þau yfir- gnæfðu óp prinsins, þegar skógarhöggsmaðurinn þeytti af honum hend- inni. Svo hjó hann af honum annan fótinn. Soldáninn kom nær og sagði: — Viðurkennirðu nú, aö ég sé kon- ungur þinn? Þú gerðir það ekki áður. Abd el Malek svaraði ekki, heldur horfði á blóðið spýtast úr æðum sinum. Mulai Ismail sneri aftur þangað, sem hann hafði áður verið, og sneri ægilegu andliti sínu til himins, með þvílíkum svip, að allir þeir sem sáu hann, stirðnuðu af skelfingu. Allt í einu lyfti hann lensu sinni og þrýsti henni með einu höggi gegnum hjarta skógarhöggs- mannsins. Þegar hinn fyrrverandi andstæðingur hans sá þetta, hrópaði hann, þótt blóðið drypi úr honum: — Sjá hversu göfugur hann er! Hann drepur þá, sem hlýða honum, engu síður en þá, sem óhlýðnast honum. Allt, sem hann gerir, er út i bláinn. Allah einn er réttlátur. Allah einn er mikill. Mulai Ismail rak upp öskur til að yfirgnæfa rödd fórnarlambsins. Hann hrópaði, að hann hefði látið koma með ketilinn, svo svikarinn fengi að finna fyrir ósvikinni pyndingu, en vegna Þess að hann væri mikill og réttlátur, skyldi tjaran, sem áður átti að taka hann af lífi, með þess í stað vera notuð til að bjarga honum. Hann hafði gert það, sem réttilega reiður konungur átti að gera, hann ætlaði að láta Allah um, hvort Abd el Malek lifði eða dæi. Það skyldi aldrei verða sagt um hann, að hann hefði drepið bróður sinn, því of margt tengdi Þá hvorn öðrum, og uppreisn þessa manns væri mesta sorg, sem hann hefði orðið fyrir. Og þegar öxi skógarhöggsmannsins skall á fjalhögginu, var eins og hún hefði höggvið af hans eigin hönd og fót. Þó Abd el Malek væri ekki annað en föðurlandssvikari, sem, ef hann hefði sigrað, hefði örugg- lega farið að á sama hátt með Mulai Ismail, samt ætlaði hann að sýna honum miskunn. Hnn gaf skipun um, að afhöggnum limum frænda síns skyldi dýft ofan í sjóðandi tjöruna, til að stöðva blóðrennslið. Síðan sleit hann samkundunni og skipaði fjórum liðsforingjum, að viðlagðri dauðarefs- ingu, ef þeir brygðust, að flytja frænda sinn lifandi til Meknés. Liðsforingjarnir vissu, hvaða örlög hann hafði ætlað Mohammed el Hammet. Mulai Ismail afhenti hann hópi af litlum svertingjum, milli tólf og fimmtán ára að aidri, sem drógu sjeikinn með sér heim að borgarmúrunum. Enginn vissi, hvað þeir gerðu við hann, en þegar þeir komu með hann aftur undir kvöld, var hann örugglega dauður, og enginn af mönnum hans bar kennsl á líkið. Mulai Ismail og fylgdarlið hans, ásamt marglitri úlfaldalest Osmans Farajis, kom til Meknés um sólarlagsbil, í sama mund og gunnfánarnir voru dregnir á hún á gullnum hvolfþökum mínerettanna, og kvart- andi, en þó skipandi söngur bænakallaranna barst yfir fílabeinslita borgina og yfir klettahæðirnar í kring, og hvarf inn i glóandi rauðan himininn. Svart gin borgarhliðsins gleypti hermenn og riddara, þræla og prinsa, úlfalda og asna, svo ekkert kvikt varð eftir úti á sléttunni fyrir nóttina. Innan borgarmúranna gleypti borgin öll mannleg hljóð — grát, hita og ástríður. Þegar Angelique gekk í gegnum hliðið, átti hún erfitt með að slíta áugun frá nöktum risavöxnum þræl, sem var negldur á höndunum upp í bogann yfir hliðinu, og ljóslokkað höfuð hans drúpti niður á bring- una, eins og á Kristi krossfestum. 18. KAFLI Angelique tók með höndunum fyrir eyrun til að bægja frá sér móður- sýkislegum ópum kvenna Abd el Maleks, sem smugu um hvern gang og Framhald á bls. 39. VIKAN 26. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.