Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 8

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 8
..... mrnmm WMMMk Á síðastliðnu sumri hittust marg- ir verkfræðingar og járnbrautar- sérfræðingar, samkomustaðurinn var rannsóknarstöð japönsku járnbrautanna. Tilefnið var sýn- ing á hreyfli, sem miklar vonir voru bundnar við, og talið af mörgum að marka myndi tíma- mót á sviði dráttartækja. Hreyfill þessi kallast á ensku „Linear motor“ en langhreyfill á íslenzku. Höfundur þessa tækis var Eric Laithwaite prófessar frá London University, Imperial College of Science and Techno- logy, en við skulum fylgjast með því sem gerðist á sýningu þess- ari. Komið hafði verið fyrir um 350 m löngu tilraunaspori. Það var I-laga járnbrautarteinn. Nýi hreyfillinn hékk utan á þess- um járnbrautarteini rétt við annan enda hans. Hann minnti mesta á samskeyti milli tveggja C-klemma, en nú átti sýningin að hefjast. Tæknimaður, sem staddur var í klefa í nokkurri fjarlægð sneri rofa. Um hreyfilinn fór aðeins merkjanlegur skjálfti, síðan skauzt hann af stað eins og ör af boga. Eftir eina sekúndu hafði hreyfillinn náð hraðanum 50 km. á klst. og enn jókst hraðinn. Eftir þrjár sekúndur þaut hann framhjá furðulostnum áhorfend- um og hafði þá náð næstum 150 km hraða á klukkustund. Það var engu líkara en áhaldið væri knúið orkumikilli eldflaug. Þegar nær dró seinni enda tilrauna- brautarinnar snerti áhaldið sjálf- krafa rofa og tók að haegja á sér, og eftir röska 8 metra hafði hann algjörlega stöðvart. Mönn- um var jafnvel enn starsýnna á hreyfilinn eftir sýninguna en áður, hann var mjór og lang- dreginn, ólíkur venjulegum hreyflum, sem venjulega nálg- ast það að vera hnöttóttir. Sýningarvélin, sem sýnd var i japönsku tilraunastöðinni var um einn metri á lengd og um 15—20 cm að þvermáli. í venju- legum hreyflum eru hringlaga sviðvefjur sem umlykja síval- an snúð. f langhreyflinum er meira teygt úr hlutunum. Þar eru segulsviðsvefjurnar langar og í stað snúðsins kemur járn- brautarteinninn. Árangurinn verður hreyfill með eftirfarandi einkennum: Hreyfanlegir hlutir eru engir, snúð, drifskafti og gangskiptum er sleppt. Gangur hreyfilsins fæst með segul- hrifum milli segulvafanna á sát- um vélarinnar og járnbrautar- teinsins, sem kemur hér í stað snúðsins. Hreyfillinn gengur jafn hljóðlaust eins og fjaðrakústur (Við munum að ekki getur verið um ískur í gangskiptingum eða legum að ræða). Einasta sem heyrist er lágur hvinur þegar hreyfillinn klýfur loftið. Því hraðar sem hreyfillinn gengur því betri verður nýtni hans. Til viðbótar hefur lang- hreyfillinn mjög aflmikið ræsi- mætti og nær því fljótt miklum hraða. Af þessu öllu leiðir að langhreyfillinn er miðað við þyngd talinn helmingi aflmeiri en venjulegir hreyflar. Þessar staðreyndir eru ekki eingöngu mikilvægar í augum verkfræð- inga heldur gera tilraimastofnan- ir og forstjórar stórfyrirtækja sér vonir um að langhreyfillinn sé einna liklegastur til að hjálpa til að leysa eátt alvarlegasta Langhreyfillinn á sýningu í Tokio. Hvert er förinni heitið? Faxárnir rata England, Skotland, Danmörk, Nor«s(urf Færeyjar.. . Flugféiagið sér yður fyrir farl á íslandi og u m víða veröld FLUCFELAC ISLANDS ICELANDAIR Markir laiofereyfillinn TÖFRAHREYFILL, SEM KNÚIÐ GETUR JÁRNBRAU V g VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.