Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 19

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 19
yrði nokkurn tíma fórnarlamb eftir- herma Willies. — Þú ættir að sjó þau tvö leika amerískt par ó ferðalagi í Feneyj- um, sagði Hagan, — Það er stór- kostlegt. — Er þetta aðeins til skemmtun- ar? spurði Tarrant Modesty. — Nei. Þjólfun. Við höfum orðið að leika mörg hlutverk yfir órin. — Það skemmtir mér. Takið Fen- eyjaþóttinn. — Seinna. Ég greip fram í fyr- ir þér og Willie. Hvað voruð þið að þrótta um? — Vopn. Ég held að ég sé að vinna. — Byssan er hóvaðasöm en hn(f- urinn þögull, sagði Willie þolinmóð- ur. — Byssan getur klikkað, en hníf- urinn ekki. — Byssan er fljótari. Og þú get- ur notað hljóðdeyfi. Tarrant tók eftir því, að það var engin ókefð í Hagan; hann var aðeins að fara með staðreyndir. — Ég myndi nú ekki segja, að hún væri fljótari, félagi. — Ekki kannske þegar þú ert annarsvegar, Willie. En hve marg- ir geta notað hníf með sama hraða og byssu? — Við erum ekki að tala um fólk. Við erum að bera saman vopn. Við verðum að bera saman hómarks- notagildi þeirra sjálfra. — Það held ég ekki, Willie, sagði Modesty hugsi. — Ef þú ætlar að segja, að eitthvert vopn sé betra en annað, verðurðu að mæla það eftir meðaltalsnotkun. — Rétt. En það er ekki svo mik- il meðaltalsnotkun á hnífum. Svo þá erum við komin að þv(, hvað er bezt fyrir hvern og einn, Prins- essa. Og þá höfum við ekkert að þrátta um. — Þú getur haldið tylft manna öðrum megin við byssu, sagði Hag- an. — Þú getur haldið þeim öðrum megin við hn(f, félagi. Kannske verðurðu að láta einn fjúka, til að sýna að þú getir það; og þessvegna er ég með tvo hnífa. Hann saup á hvítvíninu: — Þú mælir ekki ( al- vöru með hljóðdeyfi, er það? — Þeir eru klunnalegir, viður- kenndi Hagan. En það er allt ( lagi með þá við viss tækifæri. — Ég mæli ekki með þeim. Það er miklu betra að minnka hávað- ann með þv( að laga skothylkin. Maður tapar ef til vill einhverju á feti per sekúndu, en það er ekk- ert, ef þú ert nákvæmur. Og þú verður hvort sem er að vera ná- kvæmur rneð handbyssu. — Hvað, sem þú gerir, er hávað- inn alltaf til staðar, sagði Hagan, — en ég býst við, að þú getir skot- ið í hótelherbergi og það mættl teljast til óheppni, af einhver kæmi hlaupandi. Menn állta alltaf, að þetta hljóti að hafa verið eitthvað annað. — Það er rétt, sagði Willie. — Á ég að segja þér, að þeir voru að finna upp .22 ( Daisyverksmiðjunni ( Bandaríkjunum. Það gefur sjö og hálft fet á sekúndu frá venjulegri loftbyssu og heyrist varla í þv(. Ég þarf að kynna mér þetta betur ein- hvernttmann. Hann leit á úrið og reis á fætur: — Viltu hafa mig af- sakaðan, Prinsessa? Ef ég verð heppinn hitti ég Warron ( kvöld, og ég þarf að skipta um kerti í Peu- geutinum áður en ég fer. Get ég tekið Sir G með mér? — Allt ( lagi, Willie. Réttu Sir Gerald vindlana. Og snúðu ekki bakinu við Warron. — Ég stend klár af honum. — Má ég sjá einn af hnlfunum þínum? spurði Tarrant. — Gerðu svo vel. Þeir eru ( jakk- anum þarna. Willie kinkaði kolli ( áttina að dökku stormblússunni, sem hékk á stólbaki og lagði tvo vindlakassa á borðið. — Ég verð tilbúinn eftir um það bil tuttugu mínútur, Prinsessa. Hann fór út. Tarrant reis á fætur og lyfti upp öðrum blússuboðungnum. Hnffarn- ir tveir lágu í skeiðum innan á brjóstinu. Hann greip léttilega um skaftið á öðrum þeirra. Það var ofurlítil mótstaða, en svo rann hn(f- urinn greiðlega úr. Hann gekk aft- ur að stólnum og settist og virti fyrir sér vopnið. — Hann ber þá stundum I axla- böndunum undir skyrtunni, en hann vill heldur nota jakkann, sagði Mod- esty. Tarrant kinkaði kolli og sneri hnífnum. Blaðið var fimm og hálf tomma, hvassbrýnt öðrum megin. Svegjan fram að oddinum var ekki alveg jöfn beggja megin, og hann gerði sér grein fyrir, að það var til að ná jafnvægi á móti bakkanum, sem var brýndur, aðeins þrjá þum- lunga frá oddinum og flattist s(ð- an út upp að hjöltunum. í þennan flata bakka, sem var aðeins einn sextándi úr þumlungi á þykkt, hafði verið greypt koparrönd. Þarna voru engin þver hjöltu, heldur aðeins eðlileg sporbaugs- myndun, þar sem skaftið tók við. Tarrant hafði búizt við, að skaftið væri klætt með hákarlaskinni, en það var úr svörtu, hrjúfu beini, — til að koma ( veg fyrir að það rynni ( svitarakri hendi, gat hann sér til. Tarrant leit ofan á skaftið og sá litlu málmrákina sem sýndi að blað- ið náði alveg ( gegnum skaftið. — Hversvegna er þessi kopar greyptur (? spurði hann. — Ef þú berð stál móti stáli til að bera af sér lag, svaraði Mod- esty, — rennur hitt blaðið of auð- veldlega af. Koparinn er mjúkur málmur, svo blaðið festist ( honum og rennur ekki. — Ég hefði haldið, að skeftið hefði þurft að vera lengra til að ná á þvf góðu taki, sagði Tarrant annars hugar. — Það er nóg fyrir þrjá fingur á móti þumlinum, og það dugar Willie. Hún hellti aftur ( glas Tarr- ants. — Þeir eru aðallega til að kasta þeim, og það þarf að vera auðvelt að flytja þá með sér, svo lengdin verður að vera takmörkuð. — Ég hef alltaf álitið, að hn!fa- kast væri aðallega fyrir sirkusa, sagði Tarrant. — Þangað til ég sá það notað á Didi um daginn. — Það er nokkurn veginn það erfiðasta, sem hægt er að gera með hníf. Með venjulegu kasti, þeg- ar haldið er í oddinn, snýst hnffur- inn alveg við á tólf og hálfu feti; svo oddurinn veit beint fram milli sex og sjö feta og aftur milli átján og nftján. Sé vegalengdin styttri eða lengri, verðurðu að leggja meira ( eða draga úr til að ákveða snúningshraðann. Hún brosti: — Þetta er nokkuð sem ég brilléra ekki í. Ég er ómöguleg að kasta hnffum. — En Willie brillérar? — Ég sá hann vinna í gær, sagði Hagan. — Draga hnífinn og kasta. Hann er eins og vél. Ég gæti ef til vill slegið hann út með byssu, en ég þyrði ekki að veðja um það. — Hann var nú bara að æfa sig, sagði Modesty. Við skulum koma inn ( hitt herbergið og l(ta á kort- ið. Komið með glösin með ykkur. Þeir risu á fætur og fylgdu henni eftir. Tarrant stakk hntfnum ( slfðr- ið í leiðinni. Kortið, sem hafði verið breytt á borðið, var lítið og sýndi Afrfku og allt Miðjarðarhafið. Modesty kveikti ( sígarettu. — Okkur hefur ekki tekizt að hafa upp á Gabríel f gegnum menn hans, sagði hún. — Svo við verðum að einbeita okkur að Gabrtel sjálfum. Hún dró fingur yfir kortið frá suðri til norðurs. Tarrant veitti því athygli, að neglur hennar voru ekki lakkaðar. — Skipið siglir frá Cape Town, sagði hún. — Það siglir með austur- strönd Afrfku gegnum Rauðahafið til Súes, og s(ðan til Beirut. Þrjár vikur. Hvernig mynduð þið fara að þvf að ná f tvo kassa af demönt- um, tíu milljón punda virði, úr ör- yggishólfi skipsins? — Hversu fáránlega megum við hugsa? spurði Hagan. — Eins brjálæðislega og þið vilj- ið. — Gott. Ef til vill hefur Gabrfel tekið tundurspilli á leigu og ætlar að fremja með honum sjórán. Kannske ætlar hann að fylgja The Tyboria eftir og einhversstaðar hér ætlar hann að lenda f svifflugu á bátaþilfarinu, svlfflugu fullri af vopnuðum mönnum. Ég gæti unrið mér inn laglegan pening á þvf. Ég flaug svifflugu sjö ár í Bandaríkj- unum. Tarrant starði á hann og Hagan yppti öxlum: — Við eigum að hugsa fáránlega, sacjði hann. — Það er rétt. Modesty bandaði frá sér hendinni til að bægja frá sér tóbaksreyknum. -- Þetta er ef til vill hugsanlegt. — Ef ég hefði átt að skipuleggja þetta, sagði Tarrant, — hefði ég reynt að koma mínum mönnum meðal farþeganna og áhafnarinn- ar. Hann andvarpaði. — En hver einasta sála um borð hefur verið rannsökuð ofan ( kjölinn, og var- úðarráðstafanirnar eru betri en góð- ar, svo ég hefði orðið að varpa á- ætlununum fyrir borð og fara heim. — Ef Gabríel er annarsvegar, sagði Modesty, — hlýtur þetta að vera eitthvað óvenjulegt. Hann hef- ur fáránlegt ímyndunarafl og nauð- synlega snilligáfu til að koma hug- myndum sínum í framkvæmd. Við skulum gera þv( skóna, að einhvern- veginn verði ráðizt á skipið utan- frá. Við skulum ekki hugsa um hvernig, Sir Gerald. Við skulum ein- beita okkur að þv( hvar. Hagan hallaði sér yfir kortið: — Ég myndi segja einhversstaðar hér á Indlandshafi, fremur en á Mið- jarðarhafi. Það er töluvert mikið stærra og meira undanfæri. Ég býst við, að eini staðurinn þar sem mað- ur getur verið nokkurnveginn. ör- uggur um, að það verði ekki gert, sé hér. Hann setti fingurinn á Súes og Port Said svæðið. — Akkúrat ( miðjunni á öllu. Modesty leit á Tarrant: — Þeir gætu komizt undan á landi, ef þeir næðu demöntunum skammt undan Súes, einhversstaðar f Rauðahafinu, en ég skil bara ekki enn, hvernig þeir ætla að ná þeim. Ég vona að- eins, að þú hafir gengið vel frá þínum endum. — Ég vona það líka. Það var myrkur ! röddinni. — Ég væri ham- ingjusamur, ef ég yrði var við ein- hverja þróun á þínum enda. Stundarkorn var þögn. Modesty reykti hugsi og horfði á kortið, á andliti hennar var ekkert að sjá. — Hvern andskotann ætlastu til að hún geri? sagði Hagan með hættulega rólegri röddu. Tarrant leit á öskuna á vindlin- um sínum. — Gæti ég svarað þvf, Hagan, hefði ég alls ekki þurft að biðja Modesty hjálpar. — Sjá, tónaði rödd Willies fram úr dyrunum: — Sjá hversu fagurt og yndislegt það er, þegar bræður búa saman. Sálmur hundrað þrjá- tíu og þrjú, vers eitt. Hann kom inn og renndi upp rennilásnum á úlpunni. — Ertu tilbúinn, Sir G? Andartak spennunnar var hjálið- ið. Hagan hló og slappaði af. Tarr- ant lyfti augabrúnunum með afsök- unarsvip og tók um hönd Modesty: Framhald á bls. 45. VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.