Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 15

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 15
{] Farah drottning hefur nú eignazt annan son. Hún er stöðugt hrædd um að eitthvað komi fyrir eigin- mann sinn og börnin. O Götuceirðir eru mjög algengar í Teheran. Lög- reglan reyiiir að lialda ó- róaseggjunum í skefjum. það hefði tekið að murka úr henni lífið. En sú staðreynd að ekki voru fleiri fangelsaðir á eftir, sýnir að hún hefur látið lífið, án þess að segja frá félögum sínum. Það var engin orðsending með líkinu, það var sýnilega ætlazt til að við vissum hvaðan þessi hótun kom. Þegar maður hefur orðið sjón- arvottur að afleiðingum svo voðalegs hryðjuverks, getur mað- ur með góðri samvizku dæmt til dauða, þá sem standa fyrir svo ógnvekjandi verknaði og þá sem fá það að erfðum að halda áfram á þessari braut. Þegar maður hef- ur séð það sem ég hefi séð, get- ur maður með köldu blóði, drep- ið mann eins og keisarann og þá fjölskyldu sem stendur að baki hans. Ég veit ekki og geri heldur ekki kröfu til að vita hvort keis- arinn veit um öll þau hryðjuverk sem framin eru í hans nafni, en ég geri kröfu til þess að hann viti hvað fram fer í ríki hans. i , ■O Farah drottning reynir að brosa, þegar hún kemur fram opinberlega, cn hak við hrosiB lcynist hræðslan. $ Þau eru í hættu hvar sem þau fara, en það er reynt af alefli að vcrnda þau fyrir árásarmönn- um. En þó okkur finnist viðbjóðslegt að myrða konur og börn, erum við samt sammála um það að Reza og Ashraf verða að hverfa, til þess að Pahlevi-ættin líði und- ir lok og íran geti orðið frjálst lýðveldi, og að þjóðin þurfi ekki lengur að lifa í ótta við leyni- lögregluna og viðbjóðslega fanga- klefa. í desember í fyrra var ég í leyni heima í Teheran. Þá fengu tvær fréttastofur sanna sögu um afdrif ungrar stúlku, sem var sendiboði í neðanjarðarhreyfing- unni. Hún var tekin til fanga af leynilögreglunni, þegar hún var á leiðinni á leynifund með sex félögum okkar. Hún var aðeins átján ára, mjög falleg og við héldum að hún væri síðasta manneskjan sem gæti legið undir grun. Við vissum ekki hvað gert var við hana, en kvöld nokkurt, sex dögum eftir handtöku hennar, var númerslausum bíl ekið eftir mjórri götu í Teheran, þar sem börn voru að leik í göturæsinu, nokkrum metrum frá þeim stað, þar sem hún hafði verið tekin til fanga. Böggli var kastað út úr bílnum og var það lík unga sendiboðans. Það væri læknaskýrsla upp á margar síður að telja upp öll þau meiðsli, sem voru sjáanleg á þessum líkama, læknarnir gátu aðeins gizkað á hve langan tíma Siðspilling, fyrirlitning á mannlegum réttindum, fangelsun þeirra sem voga sér að gagnrýna, eru þau öfl sem stuðla að því að neðanjarðarhreyfingar, eins og sú sem ég tilheyri verða til, og halda lífinu í henni, þar til keisaranum og þeim sem hljóta að erfðum vald hans, verður út- rýmt. Þeim verður ekki sýnd miskunn, frekar en þeim okkar sem til næst, er sýnd miskunn. Við höfum farið þess á leit að drottningin yfirgefi íran, við eig- um ekkert útistandandi við hana, og þegar keisarinn deyr er ekki nauðsynlegt að hún deyi með honum. Framhald á bls. 34. VIKAN 26. tbl. J5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.